Fréttablaðið - 16.02.2019, Page 76

Fréttablaðið - 16.02.2019, Page 76
Tæki geta verið misörugg og allt of oft sem upp koma öryggisgallar. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHUGBÚNAÐUR Snjallvæðing heimila var yfir-skrift fyrirlestrar sem Ingvar Guðjónsson, forstöðumaður rekstrarlausna hjá Opnum kerfum, hélt á UTmessunni nýverið. Þar ræddi hann þær lausnir sem eru í boði og að hverju þurfi að huga varðandi val á tækjum og öryggi. „Helstu snjalllausnir sem fólk er farið að nýta sér á heimilum eru ljósastýringar, hitastýringar og svo öryggiskerfi líkt og þau sem Öryggismiðstöðin og Securitas eru að bjóða. Þetta er snjallheim- ilislausn sem er hægt að sníða að þörfum hvers og eins með glugga-, hreyfi- og vatnsskynjurum,“ segir Ingvar en snilldin snýst um að fólk getur stjórnað eða séð stöðuna á þessum skynjurum á miðlægum stað. Snjöll heimilistæki Einnig eru komin á markað alls kyns snjöll heimilistæki á borð við kaffivélar, eldavélar og ísskápa sem eru þó ekki enn orðin mjög algeng á Íslandi. „Ísskáparnir eru nýlega komnir á markað erlendis en þeir geta skynjað neysluhegðun fólks. Ef mjólkin er að klárast pantar ísskápurinn sjálfkrafa nýja af Amazon,“ lýsir Ingvar. Einnig sé hægt að koma sér upp ýmsum hnöppum um allt hús. „Til dæmis væri hægt að setja upp hnapp í þvottahúsinu sem hægt væri að ýta á ef þvottaefnið klárast. Þá færi það strax á rafræna innkaupa- listann.“ Þó þetta hljómi eins og framtíðardraumar segir Ingvar okkur sigla hraðbyri í þessa átt. „Nú þegar eru verslanir farnar að bjóða upp á að fólk kaupi matvöru á netinu.“ Fylgst með heimilinu úr fjarlægð Ingvar er sjálfur mjög tækni- sinnaður og búinn að snjallvæða heimili sitt nokkuð. „Ég hef sett upp gluggaskynjara til að sjá hvort þeir eru opnir eða lokaðir, ljósa- stýringu, ljósmæla, lýsingu undir stiga og ég get séð hvort fjölskyldu- meðlimir eru heima eða ekki.“ Spurður að því hvernig hann fari að því að vita hver er heima segir hann tvær leiðir færar í því. „Ann- ars vegar getur snjalltækjalausnin talað við þráðlausa netið og séð hvort sími viðkomandi fjölskyldu- meðlims er tengdur við netið eða ekki. Hins vegar getur fólk verið með kubb til dæmis á lyklakipp- unni sinni og þá er skynjari sem skynjar hvort kubburinn er innan íbúðar.“ Kosturinn við þetta fyrir- komulag segir Ingvar vera að hægt sé til dæmis að setja kerfi á vörð ef enginn er skilgreindur heima. Ingvar er einnig með snjall- myndavél á heimilinu. „Við vildum fylgjast með hundinum okkar og hvernig honum liði þegar við værum ekki heima. Við pössum hins vegar að stilla hana þannig að það slokknar á henni þegar einhver annar er heima en hundurinn. Öryggið er mikilvægt Ingvar leggur áherslu á að fólk hugi að öryggi í kringum snjalltæki og snjalltækjalausnir. „Tæki geta verið misörugg og allt of oft sem upp koma öryggisgallar. Því þarf að lesa sér vel til um tækin sem á að kaupa, ekki bara um gæði held- ur líka öryggi þeirra.“ Best sé að velja tæki frá framleiðendum sem séu öryggisþenkjandi og þekktir fyrir stöðuga þróun á hugbúnaði þannig að tæki fái reglulega upp- færslu. Ingvar vill ekki nefna neina sérstaka framleiðendur en bendir þó á að fólk eigi að forðast ódýr kínversk merki frá framleiðendum sem horfi meira á að selja mikið og hratt en á öryggisatriði. Verum örugg á snjöllum heimilum Huga þarf að öryggisþáttum þegar keypt eru snjalltæki og snjalllausnir á heimili. Best er að velja tæki frá framleiðendum sem þekktir eru fyrir stöðuga hugbúnaðarþróun og uppfærslur. Ingvar Guðjónsson hélt fyrirlestur um snjöll heimili á UTmessunni. Helstu snjall- lausnir sem fólk er farið að nýta sér á heimilum eru ljósastýring- ar, hitastýringar og svo öryggis- kerfi. NORDIC­ PHOTOS/GETTY En hvað getur gerst? „Hættan liggur í að óprúttinn aðili getur tengst tækinu frá netinu og í gegnum það reynt að tengjast öðrum tölvum og tækjum heim- ilisins og komist þannig að per- sónulegum upplýsingum.“ Hann bendir á að fólk ætti aldrei að opna frá netinu beint inn á snjallheimilistæki. „Ef þetta eru tæki á þráðlausa netinu ættu þau að vera á sér einangruðu neti sem nær ekki að tala við önnur tæki á heimilinu.“ Ingvar segir góða reglu að slökkva alltaf á myndavélum þegar fólk er heima hjá sér eða líma yfir myndavélar á tölvum þegar ekki er verið að nota þær. „Ef einhver kemst inn á mynda- vélina getur hann verið að taka upp hljóð og mynd,“ segir Ingvar og telur hættuna mjög raunveru- lega. „Staðreyndin er sú að það er mikið af óværum á netinu og í lang fæstum tilfellum gerir fólk sér grein fyrir að það sé komið með óæskilegan hugbúnað í tölvuna eða jafnvel símann sinn.“ 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 7 -7 D 2 0 2 2 5 7 -7 B E 4 2 2 5 7 -7 A A 8 2 2 5 7 -7 9 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.