Fréttablaðið - 16.02.2019, Side 96

Fréttablaðið - 16.02.2019, Side 96
OTAS EIUST- QUE EAREPE DOLUPTIOS EATISSIT PRAE EVENDIS ALIS SOLLORR UNTEMPED EVENI APERUNDUNT, UT  TÓNLIST Kammertónleikar Verk eftir Webern, Mozart og Borodin í flutningi Kordo kvart­ ettsins. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 10. febrúar Ég sá nýlega skopmynd með fyrirsögninni „Ef Richard Wagner hefði verið bloggari“. Á myndinni sitja Wagnerhjónin hvort við sína tölvuna. Konan segir: „Richard elskan, af hverju getur þú ekki bloggað stutt eins og aðrir bloggarar?“ Óperur Wagners eru nefnilega óvanalega langar, og stórvirkið hans, Niflungahringur- inn, sem er fjórleikur, tekur um 16 klukkustundir í f lutningi! Sex bagatellur op. 9 eftir Anton Webern, sem hinn nýstofnaði Kordo kvartett lék á debut-tón- leikum sínum í Hörpu á sunnu- daginn, voru hins vegar eins og Twitter-færslur. Hver bagatella var örstutt, bara nokkrar hendingar, örlitlir hljómar, smávegis hrynjandi – og búið. Verkin voru samin út frá tólftónakerfinu, sem er ómstrítt og torrætt, enda var tónlistin dálítið spúkí. Hún var þó prýðilega f lutt. Hljóðfæraleikararnir eru í Sinfóníu- hljómsveit Íslands, fiðluleikararnir Páll Palomares og Vera Panitch, víóluleikarinn Þórir Már Baldurs- son og sellóleikarinn Hrafnkell Orri Egilsson. Þau voru með allt á hreinu. Leikur þeirra var þrunginn viðeigandi blæbrigðum sem voru fagurlega mótuð og skiluðu sér í notalegri dulúð. Næst á dagskrá var strengja- kvartett nr. 21 í D-dúr eftir Mozart. Hann er sá fyrsti í röð hinna svo- nefndu prússnesku kvartetta, sem voru tileinkaðir Friedrich Wilhelm II Prússakeisara. Tónskáldin í gamla daga tileinkuðu hefðarfólki gjarnan verk sín í von um að hafa peninga upp úr krafsinu. Í þá daga hélt aðall- inn bláfátæku listafólkinu uppi, líkt og starfslaun og aðrir styrkir gera í samtímanum. Kvartettinn er frísklegur og fjör- ugur, og fjórmenningarnir léku af krafti. Mikið var um hröð tóna- hlaup og voru þau ætíð jöfn og meitluð. Samspilið var nákvæmt, heildarhljómur inn þéttur og safaríkur; útkoman var unaðsleg áheyrnar. Ekki síðri var kvartett nr. 2 eftir rússneska tónskáldið Alexander Borodin, hvorki verkið sjálft né f lutningurinn. Borodin, sem var uppi á nítjándu öldinni, var tón- skáld í hjáverkum og leit á tónlist- ina sem hobbí. Hann starfaði sem læknir og efnafræðingur og fram- lag hans til lífefnafræði var drjúgt, hann gerði margar uppgötvanir. Í dag er hans þó aðallega minnst fyrir tónlistina. Í kvartett Borodins skiptu þau Páll og Vera um sæti, hún var fyrsta fiðla en hafði verið önnur fiðla í hinum verkunum. Tónlistin var hrífandi rómantísk, stefin innileg og hástemmd, úrvinnsla grunnhug- myndanna full af ólgandi tilfinn- ingum. Allt þetta skilaði sér í vönd- uðum leiknum, sem var pottþéttur og markviss, túlkunin ávallt gædd sannfærandi ákefð og tilþrifum. Borodin samdi kvartettinn til eiginkonu sinnar og ef marka má tónlistina var hann greinilega ákaflega ástfanginn af henni. Hægi kaflinn er frægur, enda laglínan sér- staklega grípandi. Kaflinn er vanda- samur í f lutningi, stundum er leikið mjög hátt á tónsviðinu, tónarnir eru naktir og má því ekkert út af bera ef tónlistin á ekki að verða óhrein. Leikur fjórmenninganna var þar svo gott sem fullkominn, tónlistin var seiðandi fögur í höndum þeirra. Spennandi verður að fylgjast með Kordo kvartettinum í framtíðinni og er hann hér með boðinn vel- kominn í röð fremstu kammerhópa landsins. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Afar vel leikið og tónlistin falleg. Nýr kvartett kveður sér hljóðs á Íslandi Vera Panitch, Páll Palomares, Hrafnkell Orri Egilsson og Þórarinn M. Baldursson. Til sölu verk eftir Nínu Tryggvadóttur. Stærð 90x130 sm. Verkið valdi Nína sem sýnisverk á sýningar í Louisiana Museum of Modern Art í Danmörku og á sýningu í New York. Upplýsingar í síma 833-6906. Samráð um mótun atvinnustefnu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð Vatnajökulsþjóðgarði hefur frá upphafi verið ætlað að styrkja byggð og atvinnu- starfsemi í nágrenni þjóðgarðsins, m.a. með því að hvetja til sjálfbærrar nýtingar gæða svæðisins en sérstakt ákvæði þess efnis kom inn í lög um þjóðgarðinn við breytingu árið 2016.   Stjórn þjóðgarðsins vinnur nú að mótun atvinnustefnu og vill tryggja að tekið sé tillit til sjónarmiða hagsmunaaðila við mótun hennar, samhliða vernd þjóðgarðsins.   Lögð er áhersla á að eiga gott samstarf við alla þá sem nýta þjóðgarðinn beint eða óbeint til atvinnusköpunar. Þeim og öðrum sem áhuga hafa er boðið til samráðsfunda þar sem efnisatriði atvinnustefnunnar verða rædd.   Fundir verða haldnir á öllum rekstrarsvæðum þjóðgarðsins, auk þess sem haldinn verður einn fundur í Reykjavík. Að auki verður boðið upp á vefkönnun þar sem leitað er eftir sjónarmiðum um sömu efni og tekin verða til umræðu á samráðs- fundum. Nánari upplýsingar um samráðsfundina og vefkönnunina er að finna á vef þjóðgarðsins, www.vjp.is. Samráðsfundir verða haldnir sem hér segir: • Reykjavík, Hótel Natura við Nauthólsveg 21. febrúar kl. 15-17 • Smyrlabjörgum 25. febrúar kl. 15-17 • Vík í Mýrdal, Kötlusetri 27. febrúar kl. 15-17 • Egilsstöðum, Hótel Héraði 28. febrúar kl. 16-18 • Húsavík, Fosshóteli 5. mars kl. 15-17 Vefkönnunin verður opin frá 21. febrúar til 7. mars. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook Frettabladid.is færir þér nýjustu fréttir dagsins og ítarlega umöllun um málefni líðandi stundar. Fylgstu með á frettabladid.is Lj ó ð a b ó k i n G a n g v e r k eftir Þorvald Sigurbjörn Helga- son kom út nú í vikunni á vegum Máls og menningar. Þorvaldur Sigur- björn er sjálfstætt starfandi rithöfund- ur og sviðshöfundur. Hann hefur áður sent frá sér ljóðabókina Draumar á þvotta- snúru.  Fyrir hand- ritið að Gangverki hlaut hann Nýræktar- styrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta og úr umsögn bókmenntaráðgjafa þeirr- ar miðstöðvar eru  eftir- farandi línur ritaðar á bókarbak: „Gangverk er heillandi ljóðabók eftir ungt skáld með merki- lega lífsreynslu að baki … Leiðarstefið er tungumál hjartans, á forsendum bæði læknavísindanna og ástar innar, með þeim hætti að það veitir einstaka innsýn í líf og líðan ljóðmælanda.“ – gun Leiðarstefið er tungumál hjartans 12. ágúst vakna í svitabaði draumveruleikinn byrgir sýn slagverkið í brjóstinu yfirgnæfir hugsanir klöngrast úr blautri spenni- treyju út á flúorlýstan gang ég er einn og hjartað vill komast út. 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 7 -1 0 8 0 2 2 5 7 -0 F 4 4 2 2 5 7 -0 E 0 8 2 2 5 7 -0 C C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.