Fréttablaðið - 16.02.2019, Síða 97

Fréttablaðið - 16.02.2019, Síða 97
SUMIR SEGJA AÐ GÍTARINN SÉ HLJÓM- SVEIT Í HÖNDUNUM Á GÓÐUM SPILARA! Myndir sem gerðar eru með aldagamalli tækni eru til sýnis og sölu í Galleríi Korku á Skólavörðustíg 4. Að baki  sýningunni standa átta íslenskar konur. Af þeim er ein hönnuður en hinar sjö ljósmynd- arar, þeirra á meðal er Christine Gísladóttir, sem nú nemur listfræði við Háskóla Íslands. „Það er mikil vinna lögð í þessar myndir en hún er skemmtileg. Þetta er gamalt handverk, bromoil er það kallað,“ segir Christine og lýsir aðferðinni lauslega. „Upphaf lega eru þetta venjulegar ljósmyndir sem unnar eru í myrkraherbergi á sérstakan pappír. Þegar þær eru orðnar þurrar eru þær settar í klór- blöndu þar sem myndefnið leysist upp að mestu, síðan er f löturinn þurrkaður, hitaður, bleyttur og blekborinn til skiptis.“ Aðferðin gerir myndirnar mjúkar og lætur þær líta út eins og þær til- heyri fortíðinni. Christine kannast við það. „Myndir verða voða tíma- lausar þegar þær eru meðhöndlaðar á þennan hátt og helst þyrfti líklega eitthvert skilti að vera sjáanlegt til að staðfesta að mynd sé úr nútím- anum,“ segir hún. Allar hafa listakonurnar farið á nokkur námskeið hjá Kanada- manninum David Lewis sem kennt hefur aðferðina hér á landi, að sögn Christine, og hún segir þær stefna að því að halda áfram. „Það er nánast eins og hugleiðsla að sitja við myndirnar, því það tekur alveg f leiri klukkutíma að búa til svona mynd og vegur á móti hraða heims- ins í dag.“ Sýnendur ásamt Christine eru Ágústa Arna Grétarsdóttir, Bára Kristjánsdóttir, Jóna Þorvaldsdótt- ir, Salbjörg Rita Jónsdóttir, Sigríður Kolbeinsdóttir, Sigrún Hjaltalín og Vigdís H. Viggósdóttir. Sýningin verður í Galleríi Korku til 21. febrúar. gun@frettabladid.is Nýjar myndir með eldra yfirbragði „Það tekur alveg fleiri klukkutíma að búa til svona mynd og vegur á móti hraða heimsins í dag,“ segir Christine Gísla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ein af myndum Christine á sýningunni. VIRÐING JÁKVÆÐNIUMHYGGJA FRAMSÆKNI MOSFELLSBÆR Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi FJÁRFRAMLÖG TIL LISTA- OG MENNINGARSTARFSEMI 2019 Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2019 Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar. Menningar- og nýsköpunarnefnd óskar sérstaklega eftir umsóknum sem efla nýsköpun á sviði lista og menningar. Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga: • FJÁRFRAMLÖG TIL ALMENNRAR LISTASTARFSEMI • FJÁRFRAMLÖG VEGNA VIÐBURÐA EÐA VERKEFNA Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 15. mars 2019 rafrænt á heimasíðu Mosfellsbæjar í samræmi við reglur og leiðbeiningar sem þar er að finna. www.mos.is/listogmenning Nánari upplýsinga í síma 525 6700 Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 2. apríl 2019 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar. VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar: Umferðaröryggi á þjóðvegum verður haldinn þann 19. febrúar Þriðjudaginn 19. febrúar nk. heldur Vega­ gerðin morgunverðar fund um umferðar­ öryggi á þjóðvegum landsins. Fjallað verður um þetta mikilvæga málefni af starfs­ mönn um Vegagerðarinnar og fulltrúum frá ferðaþjónustunni og flutningsaðilum. Allir eru velkomnir. Fundurinn verður haldinn á Hotel Hilton Nordica við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Skráning og morgun verður frá kl. 08:00 en síðan verða flutt fjögur erindi og hefst sá hluti kl. 08:30, reiknað er með að fundi ljúki um kl. 10:00. Fundurinn verður í sal FG á annari hæð. Allir eru velkomnir en þurfa að skrá sig á vegagerdin.is http://www.vegagerdin.is/upplysingar­og­utgafa/ frettir/umferdaroryggi­a­thjodvegum Fundargjald er 2.500 kr. og er morgun­ verður inn innifalinn. Dagskrá: Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar Einar Pálsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Hörður Gunnarsson, forstjóri Olíudreifingar fyrir flutningasvið Samtaka verslunar og þjónustu. Umræður og fyrirspurnir Auður Þóra Einar Jóhannes Þór Hörður Laufey Sigurðardóttir fiðluleik-ari og Páll Eyjólfsson gítarleik-ari halda tónleika í Hömrum í Hofi á Akureyri á morgun, sunnu- daginn 17. febrúar, klukkan 17. „Við erum með fjölbreytta dag- skrá sem nær allt frá barokktím- anum til dagsins í dag,“ byrjar Páll, þegar hann er inntur eftir því hvað þau Laufey ætli að spila. „Við erum til dæmis með verk eftir Pergo- lesi, sem er barokkhöfundur og Paganini, ítalskan fiðlusnilling og tónskáld.“ Voru gítarar á barokktímanum? „Nei, ekki eins og nútímagítarar eru í dag en barokksónötur voru spilaðar á alls konar hljómahljóð- færi. Öll verkin, nema tvö, hef ég umritað fyrir gítarinn frá píanói og f leiri hljóðfærum.“ Það hlýtur að vera list út af fyrir sig? „Þú segir það. Það er að minnsta kosti heilmikil vinna.“ Spurður hvort gítarinn megi sín einhvers í samkeppni við fiðluna svarar Páll: „Þetta er engin sam- keppni, heldur samvinna, enda heitir eitt lagið Samtvinna, það samdi John Speight sérstaklega fyrir okkur og við frumfluttum það í júlí 2018 í Fuglasafninu í Mývatns- sveit. Þar var gaman að spila fyrir fuglana og fólkið.“ Frédéric Chopin og John Willi- ams eru meðal höfunda á efnis- skránni, að sögn Páls. „Ég verð líka að nefna eitt frábært tónskáld, það er hin franska Chaminade sem fæddist í kringum miðja 19. öld og lifði fram undir miðja þá 20. Það var erfitt fyrir hana að fá að læra á hljóðfæri á sínum tíma, hún átti bara að vera heima að sinna konu- hlutverkinu, en braust til mennta. Við spilum þrjú verk eftir hana. Svo erum við með sígaunaverk eftir uppáhaldsf iðluleikarann hennar Laufeyjar, Fritz Kreisler, og endum á titillagi myndarinnar Schindler’s list, sem er samið fyrir fiðlu og hljómsveit en sumir segja að gítarinn sé hljómsveit í hönd- unum á góðum spilara!“ Það er Tónlistarfélag Akureyrar sem stendur fyrir þessum tón- leikum í samstarfi við Menningar- félag Akureyrar og Félag íslenskra tónlistarmanna. gun@frettabladid.is Engin samkeppni heldur samvinna Þau Laufey og Páll hófu samstarf árið 1986 og eiga að baki marga konserta, upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og einn geisladisk, Ítölsk tónlist frá 1996. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 43L A U G A R D A G U R 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -0 6 A 0 2 2 5 7 -0 5 6 4 2 2 5 7 -0 4 2 8 2 2 5 7 -0 2 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.