Fréttablaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 98
Tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson hefur rannsakað tvö íslensk söngbókarbrot frá 16. öld sem varð-veitt eru í Konungs- bókhlöðu í Stokkhólmi. Í nýjasta hefti Griplu er að finna grein eftir hann um þessi söngbókarbrot. Árni Heimir segir að rannsóknin á þessum brotum fylli að nokkru leyti upp í eyðu sem hafi verið í tón- listarsögu Íslands á 16. öld. Spurður hvenær hann hafi fyrst frétt af þessum söngbókarbrotum segir Árni Heimir: „Fyrir nokkrum árum spurði mig Einar G. Pétursson, pró- fessor á Árnastofnun, hvort ég hefði frétt af Grallarabroti sem væri í Kon- ungsbókhlöðunni í Stokkhólmi. Ég kom af fjöllum og hann benti mér á skrá sem Jón Samsonarson gerði á sínum tíma um íslensk handrit sem geymd eru þar. Forvitni mín vaknaði svo ég fór til Stokkhólms og sá að þetta brot var enn merki- legra en ég hafði haldið. Þarna var sem sagt ekki einhver að skrifa upp úr sálmabókinni (Grallaranum) sem Guðbrandur Þorláksson gaf út á Hólum árið 1594 og var undirstaða messusöngs hér í mörg hundruð ár. Þetta var eldra brot sem hafði aldrei komið út á prenti. Þegar ég fór að kanna þetta betur uppgötvaði ég annað handritsbrot sem geymdi að hluta til sama efni og hafði heldur aldrei verið gefið út á prenti. Þetta leiddi til verkefnis sem við Svanhildur Óskarsdóttir vinnum að sem snýst meðal ann- ars um að kanna hvað var að gerast í tónlist og kirkjusöng frá því að lúterskur siður var lögtekinn í Skál- holti árið 1541 og þar til Grallarinn kom út 1594. Kirkjusöngur fór fram með ýmsum hætti á meðan ekki var búið að gefa út opinbera söngbók, og við vitum að það var ósamræmi milli biskupsdæmanna um það hvað var sungið. Svo að segja engar nótur hafa varðveist frá þessum tíma, sem er að mörgu leyti skiljan- legt því um leið og Guðbrandur Þorláksson gaf út Grallarann urðu eldri handrit úrelt. En á þessu ríf- lega 50 ára tímabili urðu auðvitað til ýmsar lausnir, og meðal annars hefur einhver tekið sig til og þýtt gamla kaþólska sléttsönginn yfir á íslensku. Það eru engin lúthersk sálmalög í þessum brotum heldur er um að ræða kaþólskt efni á íslensku. Þetta er býsna óvenjulegt og sýnir að einhverjir hafa viljað halda í gamlar hefðir.“ Notuð í umslög og bókband Árni Heimir er spurður af hverju þessi brot hafi ratað til Stokkhólms en ekki varðveist hér á landi. „Í Stokkhólmi á 17. öld var gert tölu- vert af því að safna saman, rannsaka og gefa út gamlar íslenskar sögur. Íslendingar voru ráðnir til sænska Fornfræðaráðsins til að rannsaka g a m l a r b ó k- menntir og tóku með sér handrit þangað út. Eng- inn hafði áhuga á þessum söng- b ó k a r b r o t u m sem voru algjör- lega ónýtt efni í huga 17. aldar manna. Þannig að þeir notuðu þau fyrir umslög og í bókband. Þess vegna eru handritin mjög tætt og illa útlítandi og sumt þar er nánast ólæsilegt. Þessi brot fylla að einhverju leyti upp í 50-60 ára gat í tónlistarsögu okkar. Við vitum hvernig tónlist fór fram í kirkjum þar til kaþólskur siður lagðist af, þá urðu ótal messu- söngsbækur úreltar á augabragði. Við vitum líka að sálmasöngur í anda Lúters var innleiddur að fullu þegar Grallarinn kom út. Hvað gerð- ist þar á milli hefur verið óljóst en við erum smám saman að fylla upp í þá eyðu. Kannski koma svo ein- hvern tímann fleiri handrit í ljós.“ Sýnisbók á leiðinni Árni Heimir segir næsta skref hjá sér vera að skoða handritauppskriftir af Grallaranum. „Þegar einhver skrifar upp prentaða bók, þá er hann um leið orðinn ritstjóri efnisins og getur sleppt því sem hann hefur ekki áhuga á og tekið eitthvað annað inn. Við eigum tólf handritauppskriftir af Grallaranum og það er áhugavert í menningarsögulegu samhengi að bera þær saman, skoða að hvaða leyti þær eru líkar og að hvaða leyti ólíkar og sömuleiðis að hvaða leyti handritin spegla aðstæður sem þau verða til í. Það er ótrúlega gaman að rannsaka þessa gömlu tónlistar- menningu okkar enda er enn svo margt ókannað hvað varðar tónlist á Íslandi fyrr á öldum.“ Árni Heimir er síðan að skrifa bók, sýnisbók íslenskra nótnahand- rita frá 1100-1800, sem kemur út hjá Crymogeu í haust. Söngbókarbrot sem fylla upp í eyðu Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur segir að rannsókn sín fylli upp í eyðu sem hafi verið í tónlistarsögu Íslands á 16. öld. „Forvitni mín vaknaði svo ég fór til Stokkhólms,“ segir Árni Heimir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Mynd af söngbókar- handriti sem Árni Heimir hefur rann- sakað. Það virðist hafa verið notað í bókband og ber þess merki.  Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÞAÐ ERU ENGIN LÚTERSK SÁLMALÖG Í ÞESSUM BROTUM HELDUR ER UM AÐ RÆÐA KAÞÓLSKT EFNI Á ÍSLENSKU. ÞETTA ER BÝSNA ÓVENJULEGT OG SÝNIR AÐ EINHVERJIR HAFA VILJAÐ HALDA Í GAMLAR HEFÐIR. AÐALSTRÆTI · AUSTURSTRÆTI · LÆKJARTORG · SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR · LAUGAVEGUR · HLEMMUR · BORGARTÚN · SUÐURLANDSBRAUT · KRINGLAN · HAMRABORG · SMÁRALIND · AKUREYRI Takk fyrir að leyfa okkur að vera með þér á hverjum degi. TAKK *Könnun Zenter frá september 2018. Tilboðið gildir út mars 2019. Við erum ótrúlega glöð yfir því að kaffið okkar sé uppáhalds- kaffi þjóðarinnar! Til að sýna þakklæti okkar í verki bjóðum við þér að koma á eitt af kaffihúsum okkar með topp af Te & Kaffi kaffipakka og fá í staðinn kaffibolla að eigin vali. KAFFIÐ OKKAR ER UPPÁHALDSKAFFI ÍSLENDINGA*– MÁ BJÓÐA ÞÉR BOLLA? 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 7 -0 B 9 0 2 2 5 7 -0 A 5 4 2 2 5 7 -0 9 1 8 2 2 5 7 -0 7 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.