Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 22
Fjölmennasta atvinnugreinin í Bandaríkjunum er akstur flutningabíla og eru trukka-
bílstjórarnir um 3,5 milljónir
talsins að mati American Trucking
Association. Á hverju ári þarf
90.000 nýja bílstjóra til að halda
í við þörfina og í raun er skortur
á trukkabílstjórum í landinu.
Þessi skortur kemur bæði niður á
neytendum með hærra vöruverði
og veldur einnig hærri kostnaði
þeirra fyrirtækja sem þurfa að láta
flytja vörur milli staða, og lengir
auk þess afhendingartímann.
Skorturinn hefur verið viðvarandi
á síðustu 15 árum. Ein af ástæðum
hans er hár meðalaldur trukkabíl-
stjóra, en hann er um 55 ár og því
margir sem hætta störfum á hverju
ári og ekki finnst mannafli í störf
þeirra. Meðalaldur í öðrum starfs-
greinum, eins og framleiðslu- og
byggingastörfum er um 10 árum
lægri.
Mikið reynt til að sporna við
Eigendur trukkafyrirtækja hafa
reynt að sporna við þessari þróun
með ýmsum hætti. Stöðugt endur-
mat á launamálum, ráðningar-
bónusar, starfsívilnanir og
trygg ingar, aukinn frítími, stöðug
endurnýjun flotans, bætt vinnu-
aðstaða, aukin tækni í bílunum
og kostuð þjálfun hefur hjálpað til
þess að fá starfsmenn til vinnu, en
það bara dugar ekki til.
Mjög illa hefur gengið að fá
kvenfólk í þessi störf og eru aðeins
6% trukkabílstjóra í Bandaríkjun-
um konur, en konur eru 47% vinn-
andi fólks í landinu. Það hjálpar
ekki til hvernig ímynd trukkabíl-
stjórastarfsins er og hefur verið í
gegnum tíðina og það heillar ekki
kvenþjóðina. Steríótýpan sem
sköpuð hefur verið kringum starfið
er ekki beint að heilla kvenfólk, en
með betri bílum, aukinni tækni og
minni þörf á líkamlegum styrk ætti
þetta starf ekki að fæla konur frá.
Mörg bandarísk trukkafyrirtæki
hafa lagt mikið upp úr því að laða
kvenfólk til starfans og haft erindi
sem erfiði, en þó verður ekki sagt
að 6% landshlutfallið sé hátt.
Fráhrindandi ímynd
trukkabílstjórastarfsins
Lífsstíllinn sem fylgir trukkabíl-
stjórastarfinu er enn ein hindr-
unin hvað fjölgun þeirra varðar,
að minnsta kosti þeirri mynd
sem flestir draga upp af þessu
starfi. Mikill tími að heiman, að
sitja allan tímann meðan á vinnu
stendur og einsleitnin í starfinu
fælir stóran hluta fólks frá því að
íhuga trukkabílstjórastarfið.
En það hefur þó tekið talsverð-
um stakkaskiptum á síðustu árum.
Trukkabílstjórar dagsins í dag fá
mun meiri tíma heima hjá sér en
fyrrum, eru með miklu betri starfs-
skilyrði og borða hollari mat en
áður og er meira að segja ætlaður
tími til að stunda hreyfingu og
þjálfun á ferðinni á milli aksturs-
leiða.
Þrátt fyrir allar þessar breytingar
á vinnu trukkabílstjóra og aðgerðir
til að reyna að laða að fleiri að
starfinu er því spáð að skortur á
bílstjórum muni nema um 175.000
störfum og er þá miðað við þróun-
ina og skortinn síðastliðin ár.
Allt að 80.000 dollara árslaun
Yfirleitt þar sem vantar fólk í vinnu
hækka launin og eðlilega er það
reyndin vestanhafs. Flutningafyrir-
tækin hafa verið að greiða allt að
80.000 dollara árslaun til trukka-
bílstjóra, en það nemur næstum
10 milljónum króna á ári, eða um
800.000 króna mánaðarlaunum.
Það eru meira að segja dæmi um
að trukkabílstjórar hafi náð yfir
100.000 dollara launum á ári, eða
milljón krónum á mánuði.
Hafa verður í huga að engrar
menntunar er krafist í þessum
störfum, en þó náttúrulega prófs
til að mega aka þetta stórum trukk-
um. Fá eða engin önnur dæmi er
um viðlíka laun í Bandaríkjunum
fyrir störf sem krefjast svo til
engrar menntunar. Það virðist
því fátt ætla að leysa þann vanda
sem skortur á trukkabílstjórum er
nema mannlausir flutningabílar og
sú þróun er á fleygiferð og leggur
til að mynda Daimler, móðurfyrir-
tæki Mercedes Benz, mikið fé til
þróunar á slíkri tækni. Þar gæti
lausnin verið fundin.
Þrjár og hálf milljón
trukkabílstjóra í vestanhafs
Finnur
Thorlacius
finnurth@frettabladid.is
Fjölmennasta ein-
staka starfsstétt
í Bandaríkjunum
er trukkabílstjórar.
Þar er samt
skortur á vinnuafli
og hefur ímynd
starfsins ekki
dregið að nýliða.
Hefur þessi vandi
staðið undanfarin
15 ár og sér ekki
fyrir endann á
skortinum.
Mjög illa hefur
gengið að fá kven-
fólk í þessi störf og eru
aðeins 6% trukkabíl-
stjóra í Bandaríkjunum
konur, en konur eru 47%
vinnandi fólks í landinu.
Olíumiðstöðvar og ofnar í báta, bíla og sumarbústaði
555-8000 : velanaust.is
Einn þeirra 3.500.000 trukkabílstjóra í Bandaríkjunum til í tuskið..
Ófáir trukkarnir aka um þjóðvegina í Bandaríkjunum, en þó er nokkur skortur á starfsfólki til að aka þessum stóru bílum.
6 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
2
9
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
B
-B
1
4
C
2
2
2
B
-B
0
1
0
2
2
2
B
-A
E
D
4
2
2
2
B
-A
D
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
8
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K