Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 18
Rekstrarleiga á bílum eða
atvinnutækjum byggir að sögn
Sverris á því að Lykill kaupir
ákveðinn leigumun í samráði við
leigutaka sem leigir leigumuninn í
fyrir fram ákveðinn tíma og hefur
fullan umráðarétt yfir honum á
leigutímanum. „Leigugreiðslur
eru þá gjaldfærðar og haldast
óbreyttar út leigutímann. Loks eru
svo Lykillán og Lykilsamningar en
það eru valkostir þegar kemur að
fjármögnun bíla. Hægt er að fá allt
að 90% fjármögnun af kaupverði
til allt að sjö ára fyrir nýja bíla.“
Þjónustufyrirtækið Lykill
Félagið byggir á rúmlega 30 ára
sögu og samanlögð starfsreynsla
ráðgjafahóps Lykils er yfir 60 ár.
„Þekking á aðstæðum viðskipta-
vina, markaðnum og þeim tækjum
og búnaði sem við erum að vinna
með skiptir öllu máli og auðveldar
alla afgreiðslu.“
Sverrir Viðar leggur áherslu á að
Lykill sé fjármálafyrirtæki undir
eftirliti Fjármálaeftirlitsins en
lítur ekki síður á sig sem þjón-
ustufyrirtæki sem veitir snarpa
og úrræðagóða þjónustu til sinna
viðskiptavina. „Við tryggjum
viðskiptavinum okkar hagstæð
kjör til fjármögnunar á bílum og
tækjum og veitum ráðgjöf um bæði
fjármögnunartíma og samnings-
form. Hins vegar lítum við svo á
að hlutverki okkar sé ekki lokið
þótt búið sé að ganga frá samningi
í upphafi heldur vinnum við áfram
með kúnnum okkar við að ná besta
mögulega árangri í rekstrinum,“
segir Sverrir Viðar enn fremur.
Nánari upplýsingar á www.lykill.is
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Þegar kemur að atvinnutækj-um er ljóst að fram undan er veruleg endurnýjunarþörf,
því miðað við áætlanir stjórn-
valda eru horfur á að ráðist verði
í verulega innviðauppbyggingu í
samgöngukerfinu á næstu árum.
Við hjá Lykli erum til þjónustu
reiðubúin að tryggja hagstæða fjár-
mögnun slíkra tækja og aðstoða
þannig fjölmarga viðskiptavini
okkar við að ná hámarkshag-
ræðingu í rekstri sínum,“ segir
Sverrir Viðar Hauksson, sviðsstjóri
viðskiptasviðs Lykils.
Fjölbreytt fjármögnun
Það hefur sýnt sig að viðskipta-
vinir kunna að meta hversu hratt
starfsmenn Lykils geta brugðist við
fyrirspurnum og afgreitt lánafyrir-
greiðslu segir Sverrir. „Við teljum
að þar sé okkar meginstyrkur, að
vera lítið og sjálfstætt fjármögnun-
arfyrirtæki með stuttar boðleiðir.“
Einnig skiptir máli að fjölbreytni
Lykils í vöruframboði eykur lík-
urnar á því að hægt sé að finna
bestu fjármögnunarleiðina með
viðskiptavinum. „Lykill býður t.d.
hefðbundna kaupleigu og fjár-
mögnunarleigu auk rekstrarleigu
á smærri og stærri tækjum ásamt
Flotaleigu fyrir bíla fyrirtækja. Í
kaupleigu býður Lykill allt að 90%
fjármögnun af kaupverði, hvort
heldur er í íslenskum krónum eða
erlendri mynt. Í fjármögnunar-
leigu miðast fjármögnunarhlutfall
við allt að 80% af kaupverði tækis.
Lengd samningstíma er háð við-
komandi leigumun en algengur
samningstími er 36-60 mánuðir.
Í Flota- og rekstrarleigu Lykils
eru allir bílar og tæki fjármögnuð
100% en algengur leigutími er
12-36 mánuðir.“
Árstíðabundnar sveiflur
Í atvinnurekstri á Íslandi eru
gjarnan árstíðabundnar sveiflur,
ekki síst í byggingariðnaði, land-
búnaði og vegagerð. „Það þýðir
auðvitað að tæki getur staðið
ónotað svo vikum skiptir og skapar
litlar sem engar tekjur á meðan.
Þessu mætir Lykill með því að
bjóða viðskiptavinum sínum upp á
sveigjanlegar afborganir þannig að
greiðslur eru hærri þegar nóg er að
gera en lægri þegar tekjur lántaka
dragast tímabundið saman. Þetta
kunna viðskiptavinir okkar vel að
meta.“
Margir góðir kostir
Fjármögnunarleiðir Lykils fyrir
fyrirtæki og rekstraraðila eru sex
talsins að sögn Sverris. „Flotaleiga
eykur öryggi við rekstur bílaflota
og stuðlar að lækkun kostn-
aðar sem vinnst með stærðarhag-
kvæmni Lykils. Fjármögnunarleiga
hentar til fjármögnunar á vélum og
tækjum til atvinnurekstrar, en þó
best þeim sem vilja nýta sér hrað-
ari gjaldfærslu á leigugreiðslum.
Kaupleiga hentar ekki síður til
fjármögnunar á vélum og tækjum
til atvinnurekstrar þar sem vélar
og tæki eru eignfærð í bókhaldinu
og samningurinn færður sem skuld
á móti.“
Arnar Snær Kárason, Guðmundur Sigurjónsson og Elvar Daði Eiríksson, viðskiptastjórar hjá Lykli. Sitjandi eru Herbert Svavar Arnarson lánastjóri (t.v.) og Sverrir Viðar Hauksson sviðsstjóri. MYND/ERNIR
Starfsmenn Lykils hafa alla tíð lagt mikla áherslu á gott samstarf við viðskiptavini sína.
Við teljum að þar
sé okkar megin-
styrkur, að vera lítið og
sjálfstætt fjármögnunar-
fyrirtæki með stuttar
boðleiðir.
2 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
2
9
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
B
-8
9
C
C
2
2
2
B
-8
8
9
0
2
2
2
B
-8
7
5
4
2
2
2
B
-8
6
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
8
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K