Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 24
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, lýsti því yfir á CES tækniráð- stefnunni í Las Vegas sem nú er yfirstaðin að fyrirtækið myndi hætta við þróun „platooning“ fyrir flutningabíla sína. „Platoon- ing“ gengur út á það að láta marga flutningabíla aka í þéttakandi lest til að minnka loftmótstöðu og í leiðinni eyðslu á flutningabílum. Í stað þess verður enn meiri áhersla og þróun á sjálfakandi búnað fyrir flutningabíla Benz. Fyrirtækið kynnti einmitt sinn fyrsta Level 2 Autonomy trukk á CES sýningunni í Las Vegas árið 2015, fyrst flutningabílafyrir- tækja. Martin Daum, forstjóri Daimler Truck and Buses, sagði á ráðstefnunni nú að sjálfakandi búnaður myndi taka akstur flutn- ingabíla yfir á næsta stig. „Platooning“ skilaði ekki tilætluðum árangri Hann sagði í leiðinni að tilraunir þær sem Daimler hefur þegar gert með „platooning“ hefðu ekki skilað þeim árangri í minnkaðri eyðslu bíla sinna sem vænst hafði verið og það væri ástæðan fyrir því að þeirri þróun yrði hætt, að minnsta kosti í bili. Hann nefndi að auki að of oft væri umferð flutningabíla þeirra sem ekið hafði verið með „platooning“ aðferðinni verið trufluð af annarri umferð og fyrir vikið hefði eyðsla bílanna jafnvel frekar aukist í við- leitninni til að ná aftur í óslitna lest. Þó væri alls ekki loku fyrir það skotið að þróun „platooning“ yrði tekin upp aftur eftir að þróun mannlausra flutningabíla væri komin svo langt að heimilt væri að hafa slíka bíla mann- lausa og treysta því tækninni. Mannlausir trukkar innan áratugar Daum sagði að sýn þeirra hjá Daimler væri sú að innan áratugar væri tæknin bak við mannlausa trukka orðin svo örugg að henni mætti treysta og þar yrði Daimler í forystu. Tæknin yrði það góð að slíkir bílar yrðu í raun öruggari en með bílstjórum. Í 94% tilfella þar sem trukkar lenda í slysum megi kenna mistökum bílstjóranna um og í því ljósi væri þessi tækni eftirsóknarverð. Sparnaðurinn við mannlausa trukka yrði þó ekki síður eftir- sóknarverður og að kostnaðurinn við hvern ekinn kílómetra myndi lækka mjög mikið. Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is Við bjóðum upp á mjög breitt úrval af atvinnubílum, allt frá Citan sendibílum og upp í stærstu gerðir af Merce- des-Benz Actros vöru- bílum. Sjálfakandi búnaður mun taka akstur flutningabíla yfir á næsta stig. Daimler hættir þróun „platooning“ Forstjóri Daimler Truck and Buses segir að tilraunir fyrirtækisins á „platooning“ hefðu ekki skilað tilætluðum árangri og á stundum leitt til aukinnar eyðslu trukkanna. Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi og er umboðið sérstaklega vel í stakk búið til að þjónusta atvinnulífið með miklu úrvali af Mercedes-Benz atvinnu- bílum segir Hannes Strange, sölu- stjóri Mercedes-Benz atvinnubíla. „Við bjóðum upp á mjög breitt úrval af atvinnubílum, allt frá Citan sendibílum og upp í stærstu gerðir af Mercedes-Benz Actros vörubílum. Þessir bílar koma í fjöl- breyttum útfærslum sem sníða má að nánast allri notkun í atvinnu- lífinu.“ Einn vinsælasti bíllinn Mercedes-Benz Sprinter bíllinn er einn vinsælasti vinnubíllinn hjá Öskju enda hentar hann afar vel fyrir ólíkar atvinnugreinar segir Hannes. „Mercedes-Benz Sprinter er sendibíllinn sem leggur línurnar á sendibílamarkaði enda hentar bíllinn nánast öllum atvinnugrein- um, hvort sem það er til útkeyrslu á vörum, keyrslu á mannskap og búnaði. Einnig er Sprinter vinsæll sem smárúta fyrir allt að 19 farþega. Í nýja Sprinternum er sérstök áhersla lögð á að gera vinnu umhverfi ökumanns bílsins algjörlega framúrskarandi.“ Sprinter bílinn er hægt að fá í fjölmörgum útfærslum, t.d. sem hefðbundinn sendibíl, vinnu- flokkabíl og grindarbíl sem hægt er að setja flutningakassa á eða pall. „Nýi Sprinterinn er nú fáanlegur framhjóladrifinn, afturhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn auk þess sem hægt er að velja á milli beinskiptra og sjálfskiptra bíla. Hann hefur líka öflugar og þrautreyndar dísilvélar sem eru hagkvæmar í rekstri.“ Nýr trukkur væntanlegur Eins og fyrri ár er ýmislegt spenn- andi á döfinni hjá Öskju í ár. „Þegar kemur að stærri bílum má helst nefna nýja Actros trukkinn sem er væntanlegur um mitt ár. Þar er á ferðinni algjörlega nýr og glæsilegur bíll en meðal nýjunga má nefna að þessi bíll er án spegla. Í stað þeirra eru myndavélar sem án efa munu auka enn á öryggi í akstri.“ Sérhæft sendibílaverkstæði Sýningarsalur Öskju fyrir Merc- edes-Benz atvinnubifreiðar er að Fosshálsi 1. Í næsta nágrenni að Krókhálsi 11 er þjónustuverkstæði ásamt varahlutaverslun. „Núna í mars munum við opna nýtt sérhæft sendibílaverkstæði sem mun gera Öskju enn frekar kleift að veita fljóta og góða þjónustu ef eitthvað bjátar á. Einnig bjóðum við upp á þjónustusamninga þar sem notandinn hefur allt innifalið og veit allan kostnað við rekstur- inn fyrir fram.“ Allar nánari upplýsingar á www.askja.is. Sendibíll sem leggur línurnar Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi og er fyrir vikið vel í stakk búið til að þjónusta at- vinnulífið með miklu úrvali atvinnubíla. Í mars mun Askja opna nýtt sérhæft sendibílaverkstæði. Frá vinstri má sjá Sprinter pallbíl, Sprinter sendibíl og Sprinter sætabíl. Mercedes-Benz Sprinter bíllinn er einn vinsælasti vinnubíllinn hjá Öskju enda hentar hann afar vel fyrir ólíkar atvinnugreinar segir Hannes Strange, sölustjóri Mercedes-Benz atvinnubíla. MYND/STEFÁN KARLSSON 8 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 B -A C 5 C 2 2 2 B -A B 2 0 2 2 2 B -A 9 E 4 2 2 2 B -A 8 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.