Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 38
Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is Ég hef gaman af því að vera í bílskúrnum að gera og græja. Ég ólst hálfpartinn upp í Willys jeppa hjá pabba mínum en hann keppti í torfæru í fjölda- mörg ár og hefur Willys jeppi tilheyrt fjölskyldunni frá árinu 1986. Markmiðið er að koma honum á götuna á ný og vinnum við að því í tómstundum,“ segir Sigurþór. Tveggja ára tvíburasyn- ir hans hafa ekki farið varhluta af dellunni og finnst afskaplega gaman að vesenast með pabba sínum í jeppanum. Þegar til stóð að leggja rimlarúmunum kom því fátt annað til greina en að smíða handa þeim jepparúm. „Ég hafði rekist á myndir af Willys barna- rúmum á netinu og ákvað að slá til enda verða allir litlir strákar að eiga Willys jeppa,“ segir hann og hlær. Hann byrjaði á því að f letta upp stærðinni á barnarúmum hjá IKEA og miðaði innanmálin við það svo hann gæti keypt passandi dýnur. Veltibúrin smíðaði hann úr ryðfríu stáli en rammana úr MDF plötum sem hann fræsti út og sagaði til. Dekkin og felgurnar eru svo fengin af fjórhjóli. Rúmin geta að sögn Sigurþórs ýmist verið upp við vegg eða legið saman hvort upp að öðru úti á miðju gólfi. Hann ákvað að mála þau bæði blá svo ekki yrði metingur á milli bræðranna, en viðurkennir að hann hefði sjálfur viljað hafa annan bílinn rauðan. En hvað tók verkið langan tíma? „Ég hef ekki grænan grun um það. Það er með svona verkefni að það er best að velta því sem minnst fyrir sér. Annars myndi maður aldrei ráðast í þau.“ Rúmin eru 1,65 sentímetrar á lengd og ættu að sögn Sigurþórs að duga drengjunum þar til þeir verða tíu til tólf ára, eða svo lengi sem þeir vilja vera í þeim. Sigurþór segir synina Kristin Jarl og Alexander Frey hæst- ánægða með rúmin sín. „Mesta sportið fyrstu dagana var auð- vitað að uppgötva að þeir gætu komist úr þeim, ólíkt rimlarúm- unum, og straujuðu þeir reglulega fram á gang til að segja hæ. Konan fór svo í það þolinmæðisverkefni að kenna þeim að vera um kyrrt og sofa þar næturlangt.“ Jeppadella í blóðinu Vélsmíðameistarinn Sigurþór Friðbertsson smíðaði ný- verið Willys jepparúm handa tveggja ára tvíburasonum sínum. Jeppadella á sér djúpar rætur í fjölskyldunni og lá beint við að synir hans fengju sérsmíðuð jepparúm. Rúmin eru 1,65 sentímetrar að lengd og ættu að duga bræðrunum fram til tíu til tólf ára aldurs. Strákarnir eru einstaklega sáttir við nýju finu rúmin sín. Sigurþór, sem ólst hálfpartinn upp í Willys jeppa, sá mynd af Willys barnarúmi á netinu og ákvað að smíða sams konar rúm handa tvíburasonum sínum þeim Kristni Jarli og Alexander Frey sem eru tveggja ára. MYNDIR/STEFÁN Ný og glæsileg varahlutaverslun  Sérhæfð fyrir atvinnubifreiðar og tæki 555-8000 Álhellu 8, 221 Hafnarfirði Smiðjuvegur 30, 200 Kópavogur 22 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 B -9 8 9 C 2 2 2 B -9 7 6 0 2 2 2 B -9 6 2 4 2 2 2 B -9 4 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.