Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 26
Þetta voru
skemmtilegir tímar
enda var Keflavíkurflug-
völlur eins og sjálfstætt
ríki með öllum
sínum
framandi
og spenn-
andi hlut-
um og mat-
vöru.
Eiríkur Friðriksson
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Umsvif Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) á Keflavíkurflugvelli á seinni hluta síðustu aldar
voru umtalsverð enda sá fyrirtækið
um nær allar framkvæmdir á vegum
bandaríska hersins á flugvellinum
á því tímabili. Mikill fjöldi starfs-
manna, aðallega karlmenn, starfaði
hjá fyrirtækinu á þessum tíma og
flestir við líkamlega erfiða vinnu
yfir langa vinnuviku. Eðlilega þurfti
að hugsa vel um slíkt vinnuafl og
þar lék góður og vel útilátinn matur
stórt hlutverk.
Gaman að vera til
Eiríkur Friðriksson matreiðslu-
meistari, sem alltaf er kallaður
Eiki, starfaði um 23 ára skeið, með
stuttum hléum, hjá fyrirtækinu.
Hann byrjaði árið 1973, þá fimm-
tán ára gamall, að skúra og sópa
í mötuneytinu sem faðir hans,
Friðrik Eiríksson, veitti forstöðu
í nokkra áratugi. „Þetta voru
skemmtilegir tímar enda var Kefla-
víkurflugvöllur eins og sjálfstætt
ríki með öllum sínum framandi
og spennandi hlutum og matvöru
sem þekktist ekki á Íslandi á þeim
tíma. Þegar ég fékk bílpróf hóf ég
að keyra út alls kyns vörur og mat
til vinnuflokka sem komust ekki
í mat. Seinna lærði ég kokkinn og
þá fór ég að leysa pabba af þannig
að ég kom að ýmsum störfum og
verkefnum á þessum árum. Fyrstu
árin gistum við sumarstrákarnir í
bröggunum virka daga og þá var nú
gaman að vera til. Við löbbuðum
mikið um vallarsvæðið, fórum inn
í blokkirnar þar sem hægt var að
kaupa sígarettur og bjór í sjálf-
sölum. Á þessum tíma var ekki
einu sinni til gos í dósum á Íslandi
þannig að þegar ég mætti í bæinn
um helgar með kippu af dósakóki
var tekið á móti mér eins og guði.
En þetta er nú langt síðan og ansi
margt hefur breyst.“
Íslenskur heimilismatur
Fyrstu árin sem Eiki starfaði í mötu-
neytinu var vinnudagurinn oft
langur og strangur enda þurfti að
útbúa sex máltíðir á dag. „Fyrst var
morgunmatur kl. 7, næst kaffitími
kl. 9 og hádegismatur. Klukkan 15
var annar kaffitími og svo gjarnan
kvöldmatur kl. 18 og kvöldkaffi
kl. 21 því oft var unnið fram eftir.
Seinna meir sömdu kallarnir af
sér kaffitímana og hættu á hádegi
á föstudögum í staðinn. Þegar
mestu umsvifin voru mættu um
800 manns í hádegismat til okkar.
Pabbi hélt nákvæmt bókhald þau
40 ár sem hann starfaði þarna og á
því tímabili voru afgreiddar um 26
milljónir máltíða.“
Maturinn sem eldaður var ofan
í mannskapinn var að mestu leyti
gamaldags íslenskur heimilismatur.
„Við reyndum að hafa fisk tvisvar í
viku og kjöt hina dagana. Það var
mikið keyrt á lambakjöti, t.d. súpu-
kjöti og læri, einnig saltkjöti og svo
Heimilismatur
fyrir svanga kalla
Eiríkur Friðriksson matreiðslumeistari starfaði í langan
tíma hjá mötuneyti Íslenskra aðalverktaka á Keflavíkur-
flugvelli. Starfsmenn voru að langstærstum hluta svangir
karlmenn sem tóku hraustlega til matar síns.
Starfsmenn ÍAV að störfum árið 1993, jafnvel að hugsa um hádegismatinn.
Íbúðablokkir í byggingu á Kefla-
víkurflugvelli árið 1992.
MYND/ÆGIR MÁR KÁRASON
Vinnuvélarnar, sem ÍAV notuðu á Keflavíkurflugvelli um 1993, voru af ýmsum
gerðum. Vinnudagarnir voru langir á þessum árum. MYND/ÆGIR MÁR KÁRASON
Ýsa í raspi
Einn vinsælasti rétturinn á boð-
stólum hjá Eika og félögum var
steikt ýsa í raspi. Eiki rifjar upp
þessa klassísku og einföldu upp-
skrift: Ýsuflakið er skorið í meðal-
stórar sneiðar. Blandið saman í
skál eggi, smá mjólk, salti og pipar,
sítrónupipar og hvítlauksdufti.
Hafið brauðrasp tilbúið á diski og
hveiti á öðrum. Ýsubitunum er velt
upp úr hveitinu, næst eggjablönd-
unni og að lokum brauð raspinu.
Steikið á pönnu í olíu og smá
smjörlíki. Berið fram með soðnum
kartöflum, hrásalati og annað hvort
remúlaði eða kokteilsósu.
auðvitað kjötbollum. Soðinn og
steiktur fiskur var alltaf klassískur.
Þetta var hágæða heimilismatur
fyrir svanga kalla. Af þessum klass-
ísku réttum stendur lambalærið
upp úr sem við bárum fram með
sykruðum kartöflum, brúnni sósu
og tilheyrandi meðlæti. Klassískur
réttur sem kallarnir fíluðu vel.
Hann var reglulega í boði í hádeg-
inu á föstudögum og seinna meir á
fimmtudögum.“
Skemmtilegir karakterar
Faðir Eika, Friðrik, lærði kokkinn
í Bandaríkjunum á sínum tíma og
hóf störf á vellinum árið 1957, strax
eftir nám. „Hann kom með ýmsar
nýjungar til landsins, t.d. hrásal-
atið, sem þekktist ekki hér á landi.
Hann sauð líka fiskbitana á pönnu í
gufuofni í stað þess að sjóða þá alla
í stórum potti. Fyrir vikið nýttist
hráefnið mun betur.“
Mötuneytið tók um 250 manns í
sæti auk þess sem matur var reglu-
lega sendur út á vinnusvæði til
vinnuflokka. Þá var yfirleitt borðað
í gömlum rútum sem búið var að
gera upp með borðum og stólum
fyrir vinnumennina og jafnvel
kamínu til að halda á þeim hita.
„Kallarnir voru nær alltaf ánægðir
með matinn. Í svona stórum hópi
er auðvitað alltaf einn og einn sem
rífur kjaft. Eftir að ég hætti hjá
verktökunum og fór að hitta þessa
kalla utan vinnunnar sögðu þeir
mér allir að maturinn hefði verið
æði og aldrei verið neitt vesen.
Annars vann þarna gríðarmikið af
skemmtilegum og spes karakterum
sem gerði þennan tíma enn eftir-
minnilegri fyrir vikið.“
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA
•
1
8
36
0
3
Sölu- og þjónustuver 515 1100 eða pontun@olis.is.
HREIN ORKA Í ALLRA ÞÁGU
TROJAN
RAFGEYMAR
fyrir vinnulyftur, gólfþvottavélar
og fleiri smærri vélar
Endingargóðir, úthaldsmiklir og traustir. Um langt skeið hafa notendur
um allan heim treyst á Trojan til að skila framúrskarandi afli, en
afkastageta Trojan hefur verið aukin enn frekar með nýjustu tækni.
10 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
2
9
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
B
-9
8
9
C
2
2
2
B
-9
7
6
0
2
2
2
B
-9
6
2
4
2
2
2
B
-9
4
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
8
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K