Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 16
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Allt eru þetta léttir réttir sem henta bæði vinnandi fólki eða skólabörnum. Réttunum er hægt að breyta að vild. Beygla með eggjahræru Nýjar beyglur eru mikið lostæti. Ein beygla með góðu áleggi getur verið ágætis hádegisverður í vinnunni. Hægt er að útbúa hana heima og taka með sér í góðu boxi. Uppskriftin miðast við tvo. 2 beyglur 2 egg 2 msk. vatn 2 msk. smjör 4 salatblöð 1 lárpera 4 sneiðar kalkúna- eða kjúklinga- álegg 1 vorlaukur Skerið beygluna í miðju. Smyrjið hana með smjöri eða rjómaosti ef einhver vill það frekar. Brjótið egg í litla skál ásamt vatninu og bragð- bætið með salti og pipar. Þeytið allt létt saman. Steikið eggjahræruna með smá smjöri eða olíu. Hrærið og setjið á disk þegar eggin hafa stífnað. Setjið salatblöð á beyglubotn- inn. Skerið lárperuna í tvennt og takið steininn úr. Skerið í sneiðar og leggið á salatið. Þá er áleggið sett yfir og loks eggjahræran. Dreifið smátt skornum vorlauk yfir og setjið hinn helminginn af beyglunni yfir. Það er betra að skera lárperuna rétt fyrir notkun. Pitsusnúðar í skólann Pitsusnúðar sem eru fylltir með osti og skinku er ágætis hádegis- verður til að taka með sér, hvort sem er í vinnu eða skóla. Það má nota glúten laust hveiti. Einfalt í nestispakkann Þar sem ekki er mötuneyti á vinnustað getur það stundum verið höfuðverkur að muna eftir góðu nesti. Enginn nennir að lifa á samlokum úr búðinni endalaust. Hér koma nokkrar hugmyndir að hádegisverði sem einfalt er að útbúa og taka með sér í vinnu eða skóla. Pitsusnúðar eru vinsælir bæði hjá börnum og fullorðnum. Beyglur er hægt að útbúa á margan hátt með alls konar góðgæti. Pastasalat er fínn hádegisverður. Eggjamúffur er þægilegt að gera. Uppskriftin gefur 14 snúða. 150 g smjör 6 dl mjólk 1 pakki þurrger 1½ msk. husk trefjar 750 g hveiti 2 tsk. salt 1 msk. sykur 1 tsk. lyftiduft Fylling 1 flaska pitsusósa 1 pakki skinka 300 g rifinn ostur 1 tsk. pitsukrydd eða ítalskt krydd 1 egg til að pensla með Bræðið smjör og setjið mjólkina saman við. Hafið blönduna fingur- volga þegar henni er blandað saman við gerið og trefjarnar. Látið standa í 5-10 mínútur. Blandið hveiti, salti, sykri og lyftidufti í hrærivélarskál. Blandið smjörblöndunni saman við og hnoðið. Breiðið plastfilmu yfir skálina og látið hefast. Deigið á að tvöfaldast. Fletjið deigið út. Smyrjið pitsu- sósu á það og dreifið rifnum osti yfir. Skerið skinkuna og raðið á deigið. Kryddið vel yfir. Rúllið því næst deiginu upp eins og rúllu- tertu. Skerið í 3 cm breiða bita. Leggið á ofnplötu sem er klædd með bökunarpappír. Ýtið bit- unum aðeins niður svo þeir verði breiðari og lægri. Látið hefast aftur í 20 mínútur. Hitið ofninn í 225°C. Penslið snúðana með egginu. Bakið í miðjum ofni í 15 mínútur og kælið á rist. Snúðana má frysta. Hitið aðeins upp áður en þeir eru borðaðir. Hægt er að breyta um álegg eftir því sem fólki finnst best að hafa á pitsum. Einfalt pastasalat Kalt pastasalat er mjög góður hádegisverður. Hægt er að hafa eitt og annað saman við pastað eftir því sem hver og einn vill. Einnig má gera mismunandi útgáfur. Meðal þess sem setja má saman við pastað er túnfiskur, ostar, tómatar, ólífur, rauðlaukur, agúrka, chili-pipar, kjúklingur eða hvað annað sem fólki dettur í hug. Auk þess er hægt að nota mismun- andi pasta. Hér er ein uppskrift sem miðast við fjóra. Fínt til að hafa með sér í vinnuna. 600 g soðið og kælt penne pasta, skrúfur eða fiðrildi 10 sneiðar skinka 100 g ostur (einhver uppáhalds) 50 g sykurbaunir, soðnar 6 msk. góð ólífuolía Tómatar Rauðlaukur Salt og pipar Sjóðið pasta eins og leiðbein- ingar segja til um. Kælið og setjið ólífuolíu yfir svo það festist ekki saman. Skerið tómata, rauðlauk, baunir og skinku og setjið saman við. Bragðbætið með salti og pipar. Dreifið smá ólífuolíu yfir. Eggjamúffur Hér er skemmtilegur hádegis- verður og hentar vel í nestispakka. Gott er að hafa smá salat með. Maður þarf að eiga múffubök- unarform fyrir þennan rétt. Það má breyta uppskriftinni og setja í hana það sem til er í ísskápnum. Sumum finnst gott að hafa beikon eða parmaskinku. Uppskriftin er miðuð við fjóra. 6 egg 6 msk. mjólk 2 vorlaukar 150 g skinka 50 g sólþurrkaðir tómatar eða steinlausar ólífur 150 g rifinn ostur ½ tsk. salt Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið formið að innan með smjöri eða olíu. Setjið múffupappírsform ofan í hólfin á bökunarforminu. Skerið laukinn smátt ásamt skink unni og sólþurrkuðu tóm- ötunum. Þeytið egg og mjólk saman. Setjið allt annað saman við og blandið vel. Hellið blöndunni í formin þannig að þau verði næstum því full. Passið að skinkan og annað hráefni fari í öll formin. Bakið í um það bil 15 mínútur eða þar til eggin hafa stífnað. Kælið aðeins áður en eggjakök- urnar eru teknar úr forminu. VINSÆLU KULDASKÓRNIR MEÐ MANNBRODDUNUM ERU KOMNIR FYRIR DÖMUR OG HERRA 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 B -7 6 0 C 2 2 2 B -7 4 D 0 2 2 2 B -7 3 9 4 2 2 2 B -7 2 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.