Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 54
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage
johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
Vill að keppendur ráði
sjálfir tungumálinu
FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem aðstandendur
Söngvakeppninnar eru hvattir til að endurskoða tungumálaregluna.
F losi Jón Ófeigsson, for-maður félagsins, segir virka félaga vera í kringum 400 talsins en klúbburinn var stofn-aður árið 2011. „Virkni
félaga breytist svolítið ár frá ári,
sérlega eftir því hvaða land vinnur
keppnina hverju sinni. Ef sigur-
lagið er frá landi nærri okkur eykst
virknin en í ár veit ég ekki til þess
að margir séu að fara út á keppnina
sjálfa, enda langt í burtu.“
FÁSES gengur einnig undir nafn-
inu OGAE Iceland en sambærileg
félög eru til í flestum aðildarlöndum
keppninnar en þeir aðdáendur sem
ekki finna klúbb í sínu landi geta
fundið sig í OGAE Rest of the World.
Flosi segir markmið slíkra klúbba
vera að virkja aðdáendur í hverju
landi og búa til góða stemningu í
kringum keppnirnar. „Við höfum
verið með pöbbkvis, karókí og einn-
ig hist til að horfa á aðrar undan-
keppnir.“ Eðli málsins samkvæmt er
mikil eftirvænting eftir lokakvöld-
inu hér heima sem verður 2. mars
og hefur klúbburinn fengið til liðs
við sig skemmtikraft frá Þýskalandi.
„Við höldum karókí-fyrirpartí þar
sem við bjóðum upp á Eurovision-
súpu og svo höfum við fengið til liðs
við okkur frá Þýskalandi einn besta
Eurovision-plötusnúð sem völ er á
og ætlar hann að halda uppi fjör-
inu á Ölveri eftir keppnina. Þangað
eru auðvitað allir velkomnir og ég
hvet alla til að mæta og tjútta með
skemmtilegu fólki eins og Euro-
vision-aðdáendur eru.“
En aftur að tilkynningunni sem
félagið sendi frá sér þar sem skorað
er á RÚV að endurskoða þá reglu að
öll lögin í forkeppninni skuli flutt á
íslensku en á úrslitakvöldinu skuli
lögin flutt á því tungumáli sem höf-
undur hyggst flytja á í Tel Aviv. Þetta
þykir Flosa og félögum flækja málin
um of. „Við viljum að fólk fái að ráða
á hvaða tungumáli lag þeirra er flutt,
hvort sem það er á frönsku, ítölsku,
dönsku, ensku, íslensku eða hvað
annað. Það er mikil aukafyrirhöfn
og kostnaður fyrir lagahöfunda að
búa til tvær útgáfur af lagi. Árin 2009
og 2010 var leyfilegt að velja tungu-
málið sjálfur og það gekk mjög
vel. Við viljum því ekki meina að
íslenskan muni eyðast út ef þessu
verður breytt, sjáðu bara flóru laga
sem nú eru í forkeppninni! Þar eru
t.d. tvö framlög sem eru aðeins í
íslenskri útgáfu, þ.e. aðstandendur
hafa gefið það út að lagið verði flutt
á íslensku í lokakeppninni verði það
fyrir valinu. Ekki má svo gleyma
Melodifestivalen, hinni gríðar-
vinsælu undankeppni í Svíþjóð.
Þar er sungið á því tungumáli sem
lagahöfundur velur en oftast er um
helmingur laganna þó á sænsku. Við
viljum að þetta sé á hreinu, því lag
getur breyst töluvert þegar tungu-
málinu er breytt – ég kýs kannski lag
á íslensku sem er svo allt annað lag
þegar það er fært á ensku í lokin.“
Flosa líst gríðarvel á fjölbreytnina
í undankeppninni í ár sem hann
segir meiri en vanalega. „Það verður
svo spennandi að sjá hvort Íslend-
ingar velji eins og oft áður öruggt lag
eða þori að taka sénsinn á einhverju
kreisí – eins og svolítið er um í ár,
t.d. lög Hatara og Barða Jóhanns-
sonar en mér þykir þau framlög
skemmtileg tilbreyting í bland við
þekktu Eurovision-stjörnurnar sem
eru að taka þátt í ár. Flosi er ekki
fáanlegur til að gefa upp hvaða lag
sé í uppáhaldi hjá honum sjálfum
enda segir hann klúbbinn fylkja
sér að baki sigurvegaranum hverju
sinni. „Ég er þó gríðarlega ánægður
með metnað RÚV í að gera keppn-
ina flotta í ár og að fá stórstjörnur á
úrslitakvöldið.“
Áhugasömum skal bent á heima-
síðu félagsins fases.is en þar er
lífleg umræða og nýjustu fréttir um
undankeppnirnar í öðrum löndum.
bjork@frettabladid.is
VIÐ VILJUM AÐ ÞETTA
SÉ Á HREINU, ÞVÍ LAG
GETUR BREYST TÖLUVERT
ÞEGAR TUNGUMÁLINU ER
BREYTT – ÉG KÝS KANNSKI LAG
Á ÍSLENSKU SEM ER SVO ALLT
ANNAÐ LAG ÞEGAR ÞAÐ ER
FÆRT Á ENSKU Í LOKIN.
Flosi Jón segir það sanngirnismál að fólk ráði á hvaða tungumáli það syngi í Söngvakeppni Sjónvarpsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL.
60%A F S L ÁT T U R
A L LT A Ð
ÚTSALA
VEFVERSLUN
www.betrabak.is
OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN
HVER VANN?
Sportið á frettabladid.is færir þér
allar nýjustu fréttirnar úr heimi
íþróttanna.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
2 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
B
-7
A
F
C
2
2
2
B
-7
9
C
0
2
2
2
B
-7
8
8
4
2
2
2
B
-7
7
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
2
8
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K