Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 48
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Þriðjudagur
hvar@frettabladid.is
29. JANÚAR 2018
Viðburðir
Hvað: Að þýða Dante
Hvenær: 16.30
Hvar: Veröld – hús Vigdísar
Á haustdögum kom út þýðing Ein-
ars Thoroddsen á Víti eftir ítalska
skáldið Dante Alighieri. Bræðurnir
Einar og Jón Thoroddsen ræða hér
um glímuna við að staðfæra Gleði-
leik Dantes yfir í íslenska ljóða-
hefð. Verða lesnir kaflar úr Víti og
þýðingar úr ýmsum tungumálum
bornar saman við frumtexta. Einn-
ig mun Sólveig Thoroddsen leika
á ítalska barokkhörpu. Þýðingin á
Víti Dantes er ein sex bóka sem til-
nefndar eru til Íslensku þýðingar-
verðlaunanna sem veitt verða í
febrúar næstkomandi.
Hvað? Uppistand
Hvenær? 20
Hvar? Veröld – hús Vigdísar
Gérard Lemarquis frönskukennari
hefur kitlað hláturtaugar þúsunda
nemenda. Núna er hann með
uppistand í Veröld – húsi Vig-
dísar þar sem allir eru velkomnir
að hlæja með. Í sýningunni leikur
Gérard sjálfan sig og ótal fleiri per-
sónur í ýmsum ólíkum aðstæðum
með dyggri aðstoð Ástu Ingi-
bjartsdóttur í hlutverki hvíslara.
Sýningin er á íslensku. Það seldist
upp á frumsýninguna en miðar
fást á kr. 2.000 á tix.is.
Hvað? Þriðjudagsfyrirlestur
Hvenær? 17.00
Hvar? Listasafn Akureyrar
Í dag, þriðjudaginn 29. janúar, kl.
17-17.30 heldur Auður Ösp Guð-
mundsdóttir, vöru- og leikmynda-
hönnuður, fyrsta Þriðjudagsfyrir-
lestur ársins í Listasafninu á Akur-
eyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni
„Og mig sem dreymdi alltaf um
að verða uppfinningamaður“. Þar
mun hún tala um námsárin í Lista-
háskóla Íslands, þau ólíku verkefni
sem falla undir vöruhönnun og
vinnu sína hjá Leikfélagi Akur-
eyrar og við sýninguna Kabarett.
Hvað? Geðheilbrigði háskólanema í
brennidepli í HR
Hvenær? 12.00
Hvar? Stofa M-105 í HR
Hvað er kvíði? Er það kannski
hann sem er að hamla þér í námi,
lífi og leik? Sigrún Ólafsdóttir,
sálfræðingur og doktorsnemi við
sálfræðisvið HR, fjallar um kvíða
og gefur góð ráð til að ná tökum
á honum. Stofa M-105 kl. 12.00-
13.00
Hvað? Farþegaspá Keflavíkurflug-
vallar 2019
Hvenær? 08.30
Hvar? Hilton
Isavia boðar til morgunfundar
í dag, þriðjudaginn 29. janúar,
á Hilton Reykjavik Nordica kl.
8.30. Skráning fer fram á isavia.is/
morgunfundur.
Á fundinum verður kynnt farþega-
spá Keflavíkurflugvallar fyrir árið
2019 og rætt um mikilvægi flug-
vallarins, flugrekstrar og öflugs
samstarfs í íslensku efnahagslífi.
Boðið verður upp á kaffi og létta
morgunhressingu.
Hvað? Foreldramorgunn – Fyrstu
mánuðirnir: Ráðin hennar Önnu ljósu
Hvenær? 10.00
Hvar? Bókasafn Hafnarfjarðar
Þriðjudaginn 29. janúar koma þær
Anna Eðvaldsdóttir og Sylvía Rut
Sigfúsdóttir á foreldramorgun og
fjalla um bókina Fyrstu mánuðirn-
ir: Ráðin hennar Önnu ljósu. Anna
Eðvaldsdóttir hefur starfað sem
ljósmóðir frá 1994 og aðstoðað
þúsundir foreldra í mæðravernd,
fæðingum og sængurlegu. Áhuga-
samir geta keypt áritaða bók á til-
boðsverði, 3.000 kr.
Hvað? Göngugatan Laugavegur –
Vertu með!
Hvenær? 12.00
Hvar? Ráðhús Reykjavíkur
Mótum saman eitt mikilvægasta
samkomusvæði í Reykjavík. Viltu
taka þátt í að endurhugsa Lauga-
veginn sem varanlega göngu-
götu? Íbúasamráðið fer fram í sal
í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 28.
janúar til 3. febrúar milli klukkan
12.00-17.30. Fjallað verður um
varanlegar göngugötur. Allir sem
eru áhugasamir um málefnið
fá tækifæri til að koma á fram-
færi hugmyndum sínum um
það hvernig göngugötur eiga að
vera, hvaða líf megi skapa á þeim
og hverju þurfi að huga að við
hönnun og útfærslur göngugatna.
Hugmyndirnar verða svo nýttar
við útfærslu á varanlegum göngu-
götum.
Í dag, 29. janúar, frá klukkan
18.30-20.00: Íbúum á öllum aldri,
fasteignaeigendum og fólki með
skerta hreyfigetu boðið að koma
með sín sjónarmið varðandi
göngugötur. Allar skoðanir eru
mikilvægar og allir eru velkomnir!
Hvað? Klausturhald á Íslandi
Hvenær? 18.00
Hvar? Bókasafn Garðabæjar
Í dag, þriðjudaginn 29. janúar
kl. 18.00, mun fornleifafræð-
ingurinn dr. Steinunn Kristjáns-
dóttir fjalla um rannsókn sína á
klausturhaldi á Íslandi. Steinunn
hefur um árabil unnið að rann-
sóknum á klausturhaldi á Íslandi,
meðal annars við Skriðu á Fljót-
dalshéraði. Mörg klaustur voru
á Íslandi fram til siðaskipta árið
1550. Þá voru klaustrin lögð
af og eignir þeirra gerðar upp-
tækar. Gefnar hafa verið út þrjár
bækur um rannsóknarverkefni
Steinunnar: Sagan af klaustrinu
á Skriðu, Bláklædda konan : ný
rannsókn á fornu kumli og Leitin
að klaustrunum : klaustur hald í
fimm aldir. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
Hvað? Yoga – Byrjendanámskeið
Hvenær? 20.00
Hvar? Eden Yoga, Dugguvogi 10
Yoga er sambland af öndun, yoga-
stöðum, flæði og slökun.
Á námskeiðinu förum við rólega
af stað, við byrjum alla tíma með
öndun og tengjum okkur við
núið. Lögð verður áhersla á helstu
grunn-yogastöður til að styrkja
líkamann, auka sveigjanleika með
vindum, liðka líkamann með
góðum teygjum og efla líkams-
vitundina. Við munum læra einfalt
flæði og svo ljúkum við alla tíma
með góðri slökun, hugarró og vel-
líðan. Eden Yoga er með dýnur
og teppi, gott er að koma í léttum
og þægilegum fatnaði og vera
með hlýja peysu og sokka fyrir
slökunina.
Tónleikar
Hvað: Dúplum dúó á Myrkum músík-
dögum
Hvenær: 20.00
Hvar: Iðnó
Dúplum dúó vill gefa áheyrendum
Anna Eðvaldsdóttir og Sylvía Rut
Sigfúsdóttir kom á foreldramorgun
og fjalla um bókina Fyrstu mánuð-
irnir: Ráðin hennar Önnu ljósu.
Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari og Björk Níelsdóttir söngkona skipa Dúplum dúó og verða í Iðnó í kvöld.
Á fundi Isavia verður kynnt farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 og
rætt um mikilvægi flugvallarins, flugrekstrar og öflugs samstarfs.
innsýn í heim söngljóðalistarinnar
og hvernig hún er túlkuð í dag.
Dúplum leitast við að draga fram
það hráa og viðkvæma í tónlistinni
með túlkun sinni og hljóðfæra-
skipan þar sem bæði rödd og víóla
eru jafn réttháar. Fram koma Björk
Níelsdóttir, söngkona og tónskáld,
og Þóra Margrét Sveinsdóttir víólu-
leikari. Miðaverð er 2.000 krónur
og er hægt að borga við inngang
eða kaupa miða á tix.is.
Hvað? Kúnstpása: Elisabet, Leonora
og Desdemona
Hvenær? 12.15
Hvar? Íslenska óperan
Á fyrstu Kúnstpásu ársins 2019
mun Helga Rós Indriðadóttir sópr-
ansöngkona flytja aríur úr óperum
eftir Wagner og Verdi. Hún mun
bregða sér í hlutverk Elisabetar,
Leonoru og Desdemonu. Með
Helgu Rós leikur Bjarni Frímann
Bjarnason á píanó.
Helga Rós Indriðadóttir sópran-
söngkona debúteraði hjá Íslensku
óperunni haustið 2014 í hlutverki
Elisabetu í Don Carlo. Hún á að
baki farsælan feril við óperu-
húsið í Stuttgart þar sem hún fór
með fjölmörg hlutverk auk þess
sem hún var gestasöngvari við
óperuhúsin í Bonn, Wiesbaden og
Karlsruhe. Enginn aðgangseyrir er
á Kúnstpásu og eru allir hjartan-
lega velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Hvað? Band of Reason
Hvenær? 21.30
Hvar? Dillon
Band of Reason leikur sína tónlist
og annarra af fingrum og fótum
fram. Leikaraskapurinn hefst
kl. 21.30 og stendur til miðnættis
Allir velkomnir, frítt inn!
Kalt stríð // Cold War (ice sub) ....... 17:30
First Reformed (english-no sub) .... 17:30
Damsel (english-no sub) ...................... 17:45
Underdog (polish w/eng sub) ................19:30
Shoplifters//Búðaþjófar (eng sub) .19:50
Damsel (english-no sub) ..................... 20:00
Roma (spanish w/eng sub) ....................21:50
One Cut of the Dead (eng sub) .......22:10
Shoplifters//Búðaþjófar (ice sub) ..22:15
KVIKMYND EFTIR KORE-EDA HIROKAZU
SHOPLIFTERS
LILY FRANKY • ANDO SAKURA • MATSUOKA MAYU • KIKI KILIN
© 2018 FUJI TELEVISION NETWORK/GAGA CORPORATION/AOI PRO. INC. ALL RIGHTS RESERVED.
(BÚÐAÞJÓFAR // MANBIKI KAZOKU)
The Guardian
Daily Mirror
Rolling Stone
Independent
Times (UK)
IndieWire
"A film that steals in and snatches your heart"
The Telegraph
"The work of a master in full command of his art"
Los Angeles Times
"A masterful ensemble piece"
Screen International
FUJI TELEVISION NETWORK, GAGA CORPORATION AND AOI PRO. INC. PRESENT A KORE-EDA HIROKAZU FILM “SHOPLIFTERS” LILY FRANKY ANDO SAKURA MATSUOKA MAYU KIKI KILIN MUSIC BY HOSONO HARUOMI (VICTOR ENTERTAINMENT) DIRECTOR OF PHOTOGRAPHY KONDO RYUTO LIGHTING BY FUJII ISAMU
SOUND BY TOMITA KAZUHIKO PRODUCTION DESIGNER MITSUMATSU KEIKO PRODUCTION BY AOI PRO. INC. CHIEF EXECUTIVE PRODUCERS ISHIHARA TAKASHI TOM YODA NAKAE YASUHITO ASSOCIATE PRODUCERS OSAWA MEGUMI ODAKE SATOMI PRODUCERS MATSUZAKI KAORU YOSE AKIHIKO TAGUCHI HIJIRI WRITTEN, EDITED AND DIRECTED BY KORE-EDA HIROKAZU
HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS
2 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
B
-A
7
6
C
2
2
2
B
-A
6
3
0
2
2
2
B
-A
4
F
4
2
2
2
B
-A
3
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
2
8
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K