Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 31
Grímur við rúturnar tvær, MAN Lion’s coach og Neoplan Tourliner sem hægt er að skoða að innan sem utan næstu daga. MYND/ANTON BRINK Þessar tvær nýju rútur eru af gerðinni Neoplan Tourliner og MAN Lion’s Coach. „MAN Lion’s Coach rútan er nýtt módel sem kom á markað árið 2017 og tók við af frábærum forvera sínum sem allir þekkja sem stórgóðan bíl,“ segir Grímur Fannar Eiríksson, sölumaður hjá Krafti. Rúturnar eru með öllum helsta búnaðinum. „ACC, ABS, ESP og ESB eru kerfi sem eru í þessum bílum ásamt mörgum öðrum sem eru ökumanninum til aðstoðar og öryggis. Í báðum bílum eru mynda- vélar, ein sem vísar fram á veg, önnur sem nýtist sem bakkmynda- vél og enn ein sem vísar að aftari hurð bíls. Tveir skjáir eru í bílnum sem nota má til afþreyingar, fyrir myndavél sem vísar fram og til að varpa upp korti með staðsetningu bílsins á landinu,“ lýsir Grímur. Báðar rúturnar eru útbúnar gæðasætum í hæsta klassa sem eru falleg, fáguð og sportleg. Parket- dúkur er á gangi og undir sætum. Þá gerir mjög öflugt hita- og kælikerfi ferðina enn betri fyrir farþega. Einnig er hljóðeinangrunin í rútunum fyrsta flokks. Til dæmis er einangrun í lestunarhlerum og þá eru lestir teppalagðar. „Báðar rúturnar eru með 460 hestafla dísilvélar sem skila þeim örugglega áfram,“ segir Grímur en tog og kraftur er það sem einkennir bílana frá MAN. Hann bætir við að mótorbremsa og „retarder“ séu einnig með því betra sem finnist á markaðnum. „Við getum boðið allar týpur frá MAN og Neoplan. Allt frá 47 sæta upp í 83 sæta Neoplan Skyliner. Val á litum er undir viðskipta- vinum komið en hægt er að setja bílana saman í forriti sem finna má á netinu. Valmöguleikar eru nánast endalausir og hægt að setja rútuna saman eftir eigin höfði,“ segir Grímur en frekari upplýsingar er að finna hjá sölumönnum Krafts. „Þetta eru glæsilegir bílar og við mælum með að rútu- og bílaáhuga- fólk komi við hjá okkur næstu daga til að berja þær augum.“ Tvær stórglæsilegar rútur Rútu- og bílaáhugafólk ætti að drífa sig upp í Kraft á Vagnhöfða 1-3 en þar standa nú tvær stór- glæsilegar nýjar rútur frá Neoplan og MAN sem gaman er að skoða jafnt að innan sem utan. Þetta er í fyrsta sinn sem MAN býður upp á sendibíla og minni flokka. Hingað til voru 7,5 tonna bílarnir það minnsta sem MAN bauð upp á, en nú verður hægt að fá bíla niður í þrjú tonn,“ segir Erlingur Örn Karlsson, sölu- maður hjá Krafti. „Með MAN TGE bætist 3 tonna sendibíll í hóp fjölda milli- og þungaflutningabifreiða.“ TGE verður fáanlegur frá þremur tonnum og upp í 5,5 tonn. Hann er búinn tveggja lítra dísilvél sem er fáanleg í fjórum útfærslum: 75 kW/102 hö, 90 kW/122 hö, 103 kW/140 hö og 130 kW/177 hö. „Fjöldi möguleika á yfirbygg- ingum er aukinn, því auk lokaðs sendibíls og vinnubíls má fá grindarbíla með einföldu húsi eða flokkahúsi en flokkahúsið verður fáanlegt í mörgum útfærslum,“ segir Erlingur. Í hinum nýja TGE verða tvær hjólhafsútfærslur, þrjár þakhæðir og þrjár bíllengdir í boði. Í lokaða sendibílnum verða lengdirnar 5.983 mm, 6.833 mm og upp að 7.388 mm. Hæðin er áætluð í 2.340 mm, 2.575 mm og 2.800 mm. Hámarks rúmmál er 18,3 rúmmetrar. MAN TGE verður fáanlegur með fram-, aftur- eða fjórhjóladrifi og eru allar útfærslurnar fáanlegar með annaðhvort sex gíra beinskiptingu eða átta gíra sjálfskiptingu. „Innanrými bílsins er hugsað með ökumann og farþega í huga og er með því stærsta sem gerist á markaðnum í dag. Þar má finna vel skipulagðar hirslur og rekka sem hámarka skipulag og þægindi,“ lýsir Erlingur. EBA (Emergency Brake Assist) verður staðalbúnaður í TGE. „Með þessum búnaði leggur MAN sitt af mörkum til að auka umferðar- öryggi. Fjarlægðarskynjarar fylgjast með ökutækjum fyrir framan TGE til að hjálpa til við að stytta bremsu- vegalengd. Að auki mun EBA-kerfið sjálfkrafa bremsa niður ökutækið á lágum ökuhraða og þar með draga úr einu af algengustu tjónum og slysum sem verða í innanbæjar- akstri. Bakkstuðningskerfi sem og hjálparkerfi fyrir aftanívagna eru hentugir valmöguleikar. Rafvél- væna stýrið vinnur síðan á móti gagnstýrikröftum, til dæmis sterkum hliðarvindi.“ Í TGE verður fjarlægðarstýrt „cruise control“(ACC) sem tryggir þægindi á lengri akstursleiðum. Þreytuskynjun og fjölöryggis- bremsun auka heildaröryggi bílsins en það seinna getur komið í veg fyrir árekstur við aðrar hindranir og vegfarendur. TGE bætist í MAN hópinn MAN býður nú í fyrsta skipti upp á sendibíla og minni flokkabíla. Hjá Krafti á Vagnhöfða 1-3 má nú fá MAN TGE sendibíl sem hægt verður að fá í ýmsum útfærslum og nokkrum þyngdarflokkum. Erlingur við MAN TGE sendibíl sem hægt er að fá í ýmsum útfærslum en hann er útbúinn fjölþættum búnaði. KYNNINGARBLAÐ 15 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 B -9 8 9 C 2 2 2 B -9 7 6 0 2 2 2 B -9 6 2 4 2 2 2 B -9 4 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.