Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 34
Guðmundur Ingi segir að sveitarstjórnarmál séu afskaplega skemmtileg en
honum hafi fundist vera komið
nóg hjá sér eftir öll þessi ár.
Hann sér ekki eftir að hafa lagt
pólitíkina á hilluna. „Ég hætti eftir
kosningarnar 2014. Ég var aðeins
byrjaður að aka fyrir Kynnisferðir
og fannst starfið áhugavert. Mér
hefur alltaf þótt gaman að keyra
bíl og ákvað að skella mér í meira-
prófið árið 2012, þá sextugur að
aldri,“ segir hann og tekur fram að
hann hafi ekki verið sá elsti.
„Það hefur aukist mjög mikið
undanfarin ár að eldra fólk fari í
meiraprófið. Það gerðist í kjölfar
þess að ferðamannastraumurinn
jókst mikið til landsins, ekki
bara á sumrin heldur allt árið.
Norðurljósatíminn er til dæmis
mjög vinsæll og nóg að gera hjá
rútubílstjórum,“ segir hann. Með
fram auknum fjölda ferðamanna
jukust atvinnumöguleikar eldra
fólks. Sjálfur var ég löngu búinn
að ákveða að mig langaði að fylla
alla reitina á ökuskírteininu.“
Guðmundi fannst meira-
prófið alls ekki erfitt, miklu frekar
skemmtilegt. „Í starfi mínu hjá
Kynnisferðum tek ég nokkur föst
verkefni, ferðir út á Keflavíkur-
flugvöll, í Bláa lónið, dagsferðir á
Gullfoss og Geysi, Jökulsárlón, Sól-
heimajökul, upp í Borgarfjörð og
Langjökul. Þetta eru fjölbreyttar
og mismunandi ferðir. Ég hef ekki
verið í hálendisferðum. Þetta er
líflegt og skemmtilegt umhverfi
að vinna í. Maður er alltaf með
nýtt fólk í kringum sig auk þess
sem Kynnisferðir er stór vinnu-
staður, margt gott fólk sem starfar
þar og gaman að vinna með því.
Ég kynnist farþegunum ekki
mikið þar sem ég er einvörðungu í
stuttum ferðum en maður spjallar
oft við fólkið sem getur verið afar
ánægjulegt. Svo fær maður mikið
þakklæti í lok ferðar.“
Guðmundur Ingi er alinn upp
í Hveragerði og Reykjavík en býr
á Selfossi. Hann bjó í Grundar-
firði 2006-2010 á meðan hann
starfaði sem bæjarstjóri þar. Hann
var lengi sveitarstjóri Rangár-
vallahrepps áður en hann fór
vestur. „Það leiðist engum sem
tekur þátt í sveitarstjórnarmálum
því verkefnin eru endalaus og
ótrúlega fjölbreytt. Ég sakna þó
ekki stjórnmálanna. Mig langar
frekar að keyra rútu á meðan
heilsan leyfir,“ segir Guðmundur
sem ekur um á öllum stærðum af
rútum og viðurkennir að stundum
geti verið flókið að vera á mjög
stórum rútum á þröngum vegum
úti á landi. „Starfið krefst mikillar
einbeitingar og það reynir mjög
á færni og vandvirkni. Allir bíl-
stjórar vildu auðvitað að vegirnir
væru breiðari en þetta er raun-
veruleikinn með íslenska vega-
kerfið. Það getur til dæmis verið
snúið að athafna sig á bílastæðum
við vinsælustu ferðamannastað-
ina en bílarnir eru vel búnir með
öllum þeim hjálpartækjum sem í
boði eru.“
Guðmundur viðurkennir að
hafa alltaf haft smá bíladellu. „Ég
var kannski ekki á kafi í bíladell-
unni, hef einungis átt venjulega
fjölskyldubíla, oftast frá Toyota
og Mitsubishi. Ég hef samt alltaf
fylgst með akstursíþróttum og var
með þjónustubíl í fyrsta alþjóð-
lega rallinu sem fram fór hér á
landi,“ segir hann.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sér ekki eftir pólitíkinni en hefur gaman af því að keyra ferðamenn um landið. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Lagði pólitíkina á hilluna
og gerðist rútubílstjóri
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson starfaði við sveitarstjórnarmál í 24 ár. Hann var meðal annars
bæjarstjóri í Grundarfirði. Sextugur að aldri ákvað hann að taka meirapróf og verða rútubílstjóri.
18 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
555-8000
Varahlutir á góðu verði
Pústefni - Pústklemmur - Púströr - Hljóðkútar
2
9
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
B
-B
1
4
C
2
2
2
B
-B
0
1
0
2
2
2
B
-A
E
D
4
2
2
2
B
-A
D
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
8
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K