Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 42
Einfaldur og góður réttur sem má gera í miklu magni og frysta.
900 g kjúklingahakk (fæst frosið
víða)
4 tsk. saxaður hvítlaukur
1½ tsk. salt
1 tsk. pipar
2 stór egg
1 bolli brauðrasp (t.d. frá Panko)
1 tsk. paprika
1 tsk. laukduft
Sterk sósa:
½ bolli sterk sósa (e. hot sauce)
1 bolli ljós púðursykur
2 msk. eplasíder
¼ tsk. salt
¼-½ tsk. chili-flögur
Stillið ofninn á 240 gráður. Setjið
bökunarpappír á tvær ofnskúffur
og setjið til hliðar.
Setjið innihald sósunnar í pott
og látið malla í rólegheitunum í
8-10 mín. Takið af hellu og leyfið
að kólna en hún þykknar við það.
Setjið hráefnið fyrir bollurnar í
stóra skál og notið hendurnar til
að blanda því saman. Mótið bollur
úr hakkinu og notið um 3 msk. í
hverja bollu. Setjið þær á bökunar-
pappírinn og bakið í 11-13 mín.
eða þar til þær eru tilbúnar. Notið
tvær skeiðar til að dýfa hverri
bollu ofan í sósuna og setjið aftur
á bökunarpappírinn. Bakið í 1-2
mínútur. Berið fram með t.d. grjón-
um, góðu salati og sterku sósunni
(gerið þá tvöfaldan skammt).
Ilmandi
kjúklingabollur
Þegar snjór liggur yfir landinu og hálka leynist undir er skynsamlegt að huga vel að
hálkuvörnum til að fyrirbyggja slys
og beinbrot. Hér gefast heilræði til
að komast um heilu og höldnu á
gönguferðum um vetrarríkið.
l Mokið snjó af stéttum og
tröppum. Fáið nágranna, ætt-
ingja eða vini til að létta undir í
mokstrinum ef með þarf.
l Notið hlýja og góða skó með
grófum sóla sem grípur vel í snjó
og hálku.
l Notið mannbrodda undir skóna
þar sem hálka er. Grófir broddar
eru betri í snjó á meðan fínir
broddar eru betri á ísi lögðum
flötum.
l Hafið tiltækan sand eða salt til
að sáldra yfir hála göngufleti
áður en haldið er út á hálkuna.
Vel búin í
hálkunni
Sævar Helgi leiðir
göngur HÍ og FÍ
sem nefnast Fróð-
leikur í fararnesti.
Sævar Helgi Bragason, stjörnu-miðlari frá Háskóla Íslands, svarar öllum spurningum um
norðurljósin, stjörnurnar og vetrar-
brautina í ókeypis gönguferð sem
helguð er himingeimnum. Lagt er
af stað klukkan 20 á einkabílum
frá skrifstofu Ferðafélags Íslands,
Mörkinni 6, laugardaginn 1. febrúar.
Ef ekki viðrar til himinskoðunar
þennan dag verður ferðinni frestað
þar til góðar aðstæður skapast og
það auglýst á fésbók og heimasíðu.
Gangan er hluti af samstarfsverkefn-
inu Með fróðleik í fararnesti.
Með fróðleik í fararnesti eru
skemmtilegar göngur á vegum
Háskóla Íslands og Ferðafélags
Íslands. Þúsundir Íslendinga hafa
notið þess að fá góða hreyfingu og um
leið fróðleik frá vísindamönnum og
sérfræðingum Háskólans.
Þátttaka er ókeypis og allir vel-
komnir.
Fróðleikur undir stjörnubjörtum himni
Það getur verið varasamt í hálku
og snjó. MYND/ANTON BRINK
522 4600
www.krokur.net
Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja.
Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða
þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum
viðskiptavina.
Krókur býður m.a. uppá:
• Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum
Taktu Krók á leiðarenda
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
á þinni leið
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
9
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
B
-7
1
1
C
2
2
2
B
-6
F
E
0
2
2
2
B
-6
E
A
4
2
2
2
B
-6
D
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
_
2
8
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K