Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 20
Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Emilía Baldursdóttir á Syðra-Hóli og Blesa að fara að vinna með hestarakstrarvél. Myndin er tekin sumarið 1961. Fendt 724 240 hestafla dráttarvél ásamt KRONE KWT 11.22/10 heyþyrlu. Vélar í eigu Guðmundar Óskarssonar og Helgu B. Hreinsdóttur á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit. Hér er verið að hlaða í hey í Mývatnssveit eða forðahey eins og það var kallað þar. Sjá má heybagga ofan á heyinu og torfið sem á að fara á heyið er búið að rista. Hestaverkfæri mörkuðu tímamót. Fyrsta hestasláttuvélin og rakstrarvélin komu 1895. Sólveig Benný Jóhanns- dóttir í Víðigerði í Eyjafjarðarsveit situr á rakstrarvél. Ford 8N dráttarvél ár- gerð 1951 kom ný í Fífilgerði í Eyjafjarðar- sveit og er ein af 15 vélum af þessari tegund sem fluttar voru til landsins 1949 til 1951. Vélin er í eigu hjónanna Helgu B. Haraldsdóttur og Hjartar Haraldssonar í Víðigerði. Baldur Steingrímsson annaðist upp- gerð á vélinni, ásamt Skarp- héðni Sigtryggs- syni og Hirti. Birgir Marinósson á Massey Ferguson 135 með heykvísl á ámoksturstækjum og heygreip tengdri á þrítengibeisli. Myndin er tekin í Engihlíð á Árskógsströnd á 7. áratug. Hanomag R 12 dráttarvél árgerð 1955 frá Setbergi við Akureyri með KUHN heyþyrlu. Eigandi dráttar- vélarinnar er Þröstur Agnars- son, Akureyri. Allt frá landnámi fram til 1900 breyttust aðferðir við heyskap lítið og nánast allt unnið með handafli. Kjartan Ólafsson, Guðrún Kjartansdóttir og Kristinn Kjartansson við heyskap í Miklagarði í Eyjafjarðarsveit laust fyrir 1940. Búsaga var stofnuð árið 2011 af nokkrum áhugamönnum um íslenska búnaðarsögu. „Ýmsir aðilar höfðu unnið mikið starf í því að safna tækjum og tólum og forða þeim frá skemmdum. Þar fremstur í flokki fór Baldur Steingrímsson, eða Billi, frá Akureyri en hann vann ötullega að söfnun véla og búnaðar í mörg ár,“ segir Sigurður Steingrímsson, formaður Búsögu. Félagar í Búsögu eru um 100 í dag, bæði karlar og konur. „Þetta er afskaplega skemmtilegur félags- skapur,“ segir Sigurður sem sjálfur fékk áhuga á tækjum og tólum þegar hann ólst upp í sveit. Meginmarkmið safnsins er að varðveita búsöguna, sér í lagi eftir að tæknin byrjaði að ryðja sér til rúms. Á safninu er því að finna vélar og tæki frá aldamótum 1900 og til dagsins í dag. Safnið hefur aðstöðu á Saurbæ í Eyjafjarðarsveit og er með afnot af útihúsum en unnið hefur verið að innréttingu þeirra. „Við erum að stilla upp safni og koma því í þann- ig form að hægt verði að sýna það,“ segir Sigurður en safnið hefur þó verið opið öðru hvoru. Settar eru upp nokkrar sýningar á ári. „Sú stærsta er á Hrafnagili, þá daga sem Handverkssýningin stendur yfir. Hvert ár er nýtt þema en á síðasta ári var það Heyskapur í 100 ár. Á sýningunni sýndum við þróun heyskapar frá orfi og ljá, fyrstu hestatengdu vélunum og til fyrstu dráttarvélanna og nútíma- legra tækja.“ Sigurður segir að það hafi komið á óvart hversu almennur áhugi sé á landbúnaðartækjum. „Sérstak- lega hjá fólki sem kynntist þessum gömlu vélum þegar það fór í sveit á árum áður. Það kemur fyrir að fólk sjái aftur dráttarvélina eða tækin sem það vann á í sveit í gamla daga, og þá verða fagnaðarfundir.“ Sigurður vonast til að geta sett upp sýningu um Ferguson dráttar- vélarnar í ár, en 2019 eru einmitt 70 ár liðin frá því fyrsta Ferguson vélin kom til landsins. „Ferguson dráttarvélin þótti ákveðið verk- fræðilegt afrek og bylting fyrir landbúnaðinn. Með Ferguson kom fyrst fram svokallað þrítengibeisli, sem í grunninn er enn notað í dag.“ Búsaga hefur gefið út dagatal frá árinu 2013 sem fjáröflun og er þemað iðulega það sama og á sýningunni á Hrafnagili. „Í daga- talinu birtum við skemmtilegar myndir en leggjum einnig áherslu á að segja söguna sem er okkur mikilvægt. Viðfangsefni dagatals- ins 2019 er heyskapur í 100 ár.“ Þeir sem vilja nálgast dagatalið geta farið á Facebook-síðuna Búsaga eða sent tölvupóst á busaga@simnet.is. Heyskapur í 100 ár Búsaga, búnaðarsögusafn Eyjafjarðar, gefur árlega út veglegt dagatal. Í ár er þemað heyskapur í 100 ár. Saga heyskapar á Íslandi er sögð í máli og fallegum myndum af dráttarvélum, tækjum og fjölbreyttum tólum. Meginmarkmið safnsins er að varðveita búsöguna, sér í lagi eftir að tæknin byrj- aði að ryðja sér til rúms. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 B -9 D 8 C 2 2 2 B -9 C 5 0 2 2 2 B -9 B 1 4 2 2 2 B -9 9 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.