Fréttablaðið - 29.01.2019, Side 20

Fréttablaðið - 29.01.2019, Side 20
Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Emilía Baldursdóttir á Syðra-Hóli og Blesa að fara að vinna með hestarakstrarvél. Myndin er tekin sumarið 1961. Fendt 724 240 hestafla dráttarvél ásamt KRONE KWT 11.22/10 heyþyrlu. Vélar í eigu Guðmundar Óskarssonar og Helgu B. Hreinsdóttur á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit. Hér er verið að hlaða í hey í Mývatnssveit eða forðahey eins og það var kallað þar. Sjá má heybagga ofan á heyinu og torfið sem á að fara á heyið er búið að rista. Hestaverkfæri mörkuðu tímamót. Fyrsta hestasláttuvélin og rakstrarvélin komu 1895. Sólveig Benný Jóhanns- dóttir í Víðigerði í Eyjafjarðarsveit situr á rakstrarvél. Ford 8N dráttarvél ár- gerð 1951 kom ný í Fífilgerði í Eyjafjarðar- sveit og er ein af 15 vélum af þessari tegund sem fluttar voru til landsins 1949 til 1951. Vélin er í eigu hjónanna Helgu B. Haraldsdóttur og Hjartar Haraldssonar í Víðigerði. Baldur Steingrímsson annaðist upp- gerð á vélinni, ásamt Skarp- héðni Sigtryggs- syni og Hirti. Birgir Marinósson á Massey Ferguson 135 með heykvísl á ámoksturstækjum og heygreip tengdri á þrítengibeisli. Myndin er tekin í Engihlíð á Árskógsströnd á 7. áratug. Hanomag R 12 dráttarvél árgerð 1955 frá Setbergi við Akureyri með KUHN heyþyrlu. Eigandi dráttar- vélarinnar er Þröstur Agnars- son, Akureyri. Allt frá landnámi fram til 1900 breyttust aðferðir við heyskap lítið og nánast allt unnið með handafli. Kjartan Ólafsson, Guðrún Kjartansdóttir og Kristinn Kjartansson við heyskap í Miklagarði í Eyjafjarðarsveit laust fyrir 1940. Búsaga var stofnuð árið 2011 af nokkrum áhugamönnum um íslenska búnaðarsögu. „Ýmsir aðilar höfðu unnið mikið starf í því að safna tækjum og tólum og forða þeim frá skemmdum. Þar fremstur í flokki fór Baldur Steingrímsson, eða Billi, frá Akureyri en hann vann ötullega að söfnun véla og búnaðar í mörg ár,“ segir Sigurður Steingrímsson, formaður Búsögu. Félagar í Búsögu eru um 100 í dag, bæði karlar og konur. „Þetta er afskaplega skemmtilegur félags- skapur,“ segir Sigurður sem sjálfur fékk áhuga á tækjum og tólum þegar hann ólst upp í sveit. Meginmarkmið safnsins er að varðveita búsöguna, sér í lagi eftir að tæknin byrjaði að ryðja sér til rúms. Á safninu er því að finna vélar og tæki frá aldamótum 1900 og til dagsins í dag. Safnið hefur aðstöðu á Saurbæ í Eyjafjarðarsveit og er með afnot af útihúsum en unnið hefur verið að innréttingu þeirra. „Við erum að stilla upp safni og koma því í þann- ig form að hægt verði að sýna það,“ segir Sigurður en safnið hefur þó verið opið öðru hvoru. Settar eru upp nokkrar sýningar á ári. „Sú stærsta er á Hrafnagili, þá daga sem Handverkssýningin stendur yfir. Hvert ár er nýtt þema en á síðasta ári var það Heyskapur í 100 ár. Á sýningunni sýndum við þróun heyskapar frá orfi og ljá, fyrstu hestatengdu vélunum og til fyrstu dráttarvélanna og nútíma- legra tækja.“ Sigurður segir að það hafi komið á óvart hversu almennur áhugi sé á landbúnaðartækjum. „Sérstak- lega hjá fólki sem kynntist þessum gömlu vélum þegar það fór í sveit á árum áður. Það kemur fyrir að fólk sjái aftur dráttarvélina eða tækin sem það vann á í sveit í gamla daga, og þá verða fagnaðarfundir.“ Sigurður vonast til að geta sett upp sýningu um Ferguson dráttar- vélarnar í ár, en 2019 eru einmitt 70 ár liðin frá því fyrsta Ferguson vélin kom til landsins. „Ferguson dráttarvélin þótti ákveðið verk- fræðilegt afrek og bylting fyrir landbúnaðinn. Með Ferguson kom fyrst fram svokallað þrítengibeisli, sem í grunninn er enn notað í dag.“ Búsaga hefur gefið út dagatal frá árinu 2013 sem fjáröflun og er þemað iðulega það sama og á sýningunni á Hrafnagili. „Í daga- talinu birtum við skemmtilegar myndir en leggjum einnig áherslu á að segja söguna sem er okkur mikilvægt. Viðfangsefni dagatals- ins 2019 er heyskapur í 100 ár.“ Þeir sem vilja nálgast dagatalið geta farið á Facebook-síðuna Búsaga eða sent tölvupóst á busaga@simnet.is. Heyskapur í 100 ár Búsaga, búnaðarsögusafn Eyjafjarðar, gefur árlega út veglegt dagatal. Í ár er þemað heyskapur í 100 ár. Saga heyskapar á Íslandi er sögð í máli og fallegum myndum af dráttarvélum, tækjum og fjölbreyttum tólum. Meginmarkmið safnsins er að varðveita búsöguna, sér í lagi eftir að tæknin byrj- aði að ryðja sér til rúms. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 B -9 D 8 C 2 2 2 B -9 C 5 0 2 2 2 B -9 B 1 4 2 2 2 B -9 9 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.