Fréttablaðið - 29.01.2019, Blaðsíða 40
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin.Á vef Félags íslenskra
bifreiðaeigenda www.fib.is er
að finna góðar ráðleggingar um
hvernig búa eigi bílinn fyrir vetrar-
færðina.
l Þrífið bílinn og bónið, það dregur
úr viðloðun snjós og frosts. Góð
bónhúð ver einnig gegn tæringu
frá götusaltspæklinum sem þétt-
býlisbúar aka oft í dögum saman.
l Smyrjið læsingar með lásaolíu,
það dregur verulega úr líkum á því
að þær frjósi fastar.
l Berið varnarefni (silicon) á
þéttilista dyra til að fyrirbyggja að
dyrnar festist í frosti.
l Fyllið bílinn í hvert skipti sem
bensín er keypt. Hætt er við að
loftraki þéttist á veggjum bensín-
tanks sem fylltur er óreglulega og
safnist fyrir í tankbotni.
l Góðir hjólbarðar eru grund-
vallaröryggisþáttur og geta skipt
sköpum við erfiðar vetrarað-
stæður. Áríðandi er að hafa réttan
loftþrýsting í hjólbörðum til að
þeir endist vel og virki rétt.
l Athugið frostþol kælivökvans.
Frostþol ætti að vera a.m.k -25°C.
Einfaldast er að nota frostlagar-
mæli sem hægt er að fá að láni
á flestum bensín- og smur-
stöðvum.
l Fyllið upp rúðuvökvakútinn með
frostþolnum vökva. Athugið
virkni þurrkanna og hvort blöðin
séu í lagi.
l Kannið ástand viftureimarinnar.
l Útfellingar á geymasamböndum
geta orsakað erfiðleika við gang-
setningu, sérstaklega í kuldatíð.
Útfellinguna er auðvelt að fjar-
lægja með volgu vatni, stálull eða
fínum sandpappír.
l Rafgeymar nýrri bíla þurfa
lítið sem ekkert viðhald þann-
ig að ekki þarf að fylgjast með
magni rafgeymavökvans. Á
eldri geymum þarf að athuga
sýrumagn. Vanti á rafgeyminn þá
bætið á hann eimuðu vatni.
l Yfirfarið kveikjukerfið. Lélegir
kveikjuþræðir auka mótstöðuna
fyrir rafneistann til kertanna og
það er mjög algengt vandamál
við gangsetningu. Lélegir kerta-
þræðir eða háspennuþráður
koma oft fram þegar verst á
stendur eða í frosti og kulda.
l Munið að hafa rúðusköfu og lítinn
snjókúst á aðgengilegum stað.
Önnur góð hjálpartæki eru keðjur,
vasaljós, startkaplar, dráttartóg
og handhæg snjóskófla.
Heimild: www.fib.is
Góð ráð í
vetrarfærðinni
Ef ástvinur þinn dvelur langdvölum undir stýri á þjóðveginum geta eftirtaldar tæki-færisgjafir gert vistina þægilegri auk þess
sem þær ylja bílstjóranum um hjartarætur. Eftir-
farandi tækifærisgjafir hitta í mark:
l Hljóðbækur. Það er tilvalið að hlusta á skáld-
verk, tungumálakennslu, sjálfshjálparbækur
eða hvað sem er undir stýri.
l Rafmagnsteppi. Það er ljúft að geta hjúfrað sig
undir funheitu rafmagnsteppi þegar kalt er í
veðri og þarf að taka orkublund.
l Baðsett. Með handklæði, sápu, greiðu og
kremi, til að fríska sig við með góðri sturtuferð
á leiðinni um landið.
l Ísskápur. Lítill, til að stinga í samband í bílnum
og geymir hollt nesti og hressandi drykki.
l Dagbók. Til að skrá í eldsneytiseyðslu, veggjöld
eða hugrenningar og minningar á leið um
landið.
l Sjúkraveski. Með plástrum, sárabindi, hita-
mæli, brunasmyrsli og verkjalyfjum sem létta
lífið við smá óhöpp.
l Herða- og höfuðpúði. Til að hvíla þreyttan háls
og hnakka eftir langa setu í sömu stellingu.
Ég hugsa til þín
A.Wendel ehf
Tangarhöfða 1
110 Reykjavík
Sími 551 5464
wendel@wendel.is
www.wendel.is
Nissen Gátskildir. Merkjavagnar frá Nissen.Árekstarpúðar frá Nissen. Öryggisgirðingar frá Nissen.
Hilltip rafdrifnir dreifarar fyrir pallbíla og minni
vörubíla. 500-2600 lítrar.
Stáltromluvaltarar
frá Ammann, 1,5-12 tonn.
Jarðvegsþjöppur og
hopparar frá Ammann.
Malbikunarvélar frá Ammann.
Hilltip Snjótennur fyrir pallbíla, jeppa og
minni vörubíla.
Epoke salt-og sanddreifarar í öllum stærðum og gerðum.
Hilltip 200 rafdrifnir dreifarar fyrir jeppa, vinnu-
vélar og lyftara.
Gúmmíhjólavaltarar frá Ammann.
24 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
2
9
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
B
-8
4
D
C
2
2
2
B
-8
3
A
0
2
2
2
B
-8
2
6
4
2
2
2
B
-8
1
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
8
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K