Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Page 7

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Page 7
7LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 Líkaminn er rauði þráðurinn í allri minni list- sköpun. Þegar sköpunarferli listaverka minna hefst er skynjun líkamans mikilvægust og í raun grundvöllur fyrir því að þörfin til sköpunar sé til staðar. Líkaminn gegnir mörgum hlutverkum í þessu samhengi; hann er uppsprettan, viðfangið, útkoman og jafnvel listaverkið sjálft. Hann kemur mér á sporið, heldur mér við efnið þegar hinn rökvísi hugur efast og er endalaus brunnur sem ég sæki í. Þannig er líkaminn og listin tengd órjúfan- legum böndum. (Sunna María Schram, 2010) Þessi orð skrifaði ég í inngangi að lokaritgerð minni, Listin í líkamanum - líkaminn í listinni, úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Þarna hafði ég fengist við listsköpun í 4 ár og var falið það verkefni að fjalla um eigin verk í lokarit- gerð til BA prófs. Þegar ég hafði tekið saman grunnstefin mín og þá hugsun sem tengdi saman hugðarefni mín var svarið nokkuð ljóst. Líkaminn var rauði þráðurinn en efnistökin fólust í hugmyndinni um valdeflingu kvenna og feminíska nálgun á líkamann, ekki síst sprottið frá jákvæðri fæðingarupplifun minni tveimur árum áður. Ég velti því fyrir mér á þessum tíma hvaða forsendur lægju að baki því að sköpun listaverks hæfist, áður en fullur skilningur í formi orða, hugmynda eða kenninga mótast í huga þess sem skapar. Líkamlega skynjaði ég þörf til sköpunar og framkvæmda og upplifði þá tilfinningu að standa frammi fyrir tómarúmi sem skapaði tækifæri til uppfyllingar. Þetta er kallað í fyrirbærafæðinni forskynjun holdsins eða fagurfræði villtu hugsunarinnar þar sem grunnforsenda sköpunar er líkaminn. Með því að treysta líkamanum opnast tækifæri til frumsköp- unar og sterkrar líkamlegrar upplifunar. Strax eftir útskrift úr LHÍ eignaðist ég annað barn mitt, í fallegri og magnaðri heimafæðingu, en í kringum það ferli var ég svo heppin að kynnast Áslaugu Hauksdóttur, ljósmóður. Sáði hún fræi hjá mér um að láta draum minn rætast um að verða ljósmóðir. Ég fann þó að mig vantaði enn nokkur verkfæri í verkfærakassann minn áður en ég gæti látið þann draum rætast. Í kjölfarið sat ég einn vetur tíma í kynjafræði við Háskóla Íslands og lærði þar að hið persónulega er pólitíkst og gerði mér grein fyrir því að mín fyrsta feminíska ákvörðun í lífinu hafði falist í því að treysta líkama mínum og innsæi í allri minni sköpun, í víðum skilningi. Eftir eitt ár í meistaranámi við skúlptúrdeild Kunsthochschule Berlin, Weissensee fannst mér ég fyrst tilbúin til þess að hefja ferðalagið að því að verða ljósmóðir. Fyrsta önnin í hjúkrunarfræði var ótrúlegur tími. Ég sat á bókasafni í Berlín, hlustaði á fyrir- lestra frá Háskólanum á Akureyri og gerði mér grein fyrir því að í fyrsta sinn fannst mér allt vera rétt og að meika sens. Fannst mér öll púslin vera að falla á rétta staði og hefur sú tilfinning bara vaxið frá þeim tíma. Sú reynsla sem ég tek með mér í ferðalagið í átt að ljósmóðurdraumnum er fyrst og fremst sú að treysta innsæinu. Ég hef einnig óbilandi trú á konum og að fæðingar þeirra geti verið uppspretta og forsenda þess að varðveita og viðhalda krafti þeirra og sjálfstæði! Girlpower! Ég upplifi því að snertiflötur hugmyndafræði þessara tveggja faga, myndlistar og ljósmóður- listar, sé augljós. Að líkaminn kunni, geti og skilji hvert hans hlutverk er og sé alltaf grunnforsendan. Þegar öllu er á botn- inn hvolft tók ég kannski ekki þá u-beygju sem ég hélt í upphafi, heldur meira eins og z-beygju. Eða kannski var þetta allt saman rökrétt framhald þar sem eitt leiddi af öðru og varð að þessu hressilega ferðalagi sem enn sér ekki fyrir endann á. Sunna María Schram, myndlistarmaður og ljósmóðurnemi LJÓSMÓÐURLIST // LIST LJÓSMÓÐUR L I S TAV E R K Á F O R S Í Ð U FORSÍÐAN – UM MYNDLISTARMANNINN OG VERKIÐ Einkasýningar 2010 - Crymo gallerí, Hér sé stuð – hálfvitinn Samsýningar 2013 - Stiftung Bauhaus Dessau, Hello Goodbye 2011 - Monty Abn Belgía, The Dimons that are inside me 2010 - UKS Osló, Bad Moon Rising 2010 - Skaftfell, Seyðisfirði, The Flag Factory 2010 - Salthúsið, Stöðvarfirði, Æringur 2009 - Kaffistofan, nemendagallerí LHÍ, Er þetta ekki bara helvíti fínt? 2008 - Hallgrímskirkja, Bók bókanna 2006 - Gallerí Gyllinhæð, mótamælasýning vegna Kárahnjúkavirkjunnar Sunna María Schram lauk BA námi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hún hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis en hún var einnig nemandi í Kunsthochschule Berlin, Weissensee í Þýskalandi í skúlptúr- deils skólans á mastersstigi. Hún lauk BS. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskól- anum á Akureyri vorið 2017. Nú er hún nemandi á 1. ári í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Sunna María segir um verkið: „Meðganga og barnsfæðingar voru mér ofarlega í huga þegar ég skapaði verk mitt sem ber heitið Fléttukjóllinn, árið 2007, þá barnshafandi af frumburðinum mínum. Þarna hafði ég skapað fléttukjólinn í hálfgerðri leiðslu þar sem líkam- inn tók yfir og framkvæmdi nánast að mér óafvitandi, í tvennum skilningi. Meðganga mín og Fléttukjóllinn urðu hliðstæður. Undirmeðvitundin fékk að ráða för, eitt leiddi að öðru og einhvern veginn myndaðist verkið af sjálfu sér“.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.