Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 10
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 Samstarf LMFÍ og KNOV Alþjóðasamstarf ársins hófst á því að formanni Ljósmæðrafélagsins og formanni Norðurlandasamtakanna var boðið til Utrecht í Hollandi til að ræða hugsanlegt samstarf LMFÍ og Ljósmæðrafélagsins í Hollandi (KNOV) um svokallað Twinning verkefni. Á fundinn voru einnig boðaðir fulltrúar frá Bretlandi og Grikklandi og stóð valið um samstarf KNOV við eitt þessara þriggja félaga. Á fundi ICM í Toronto í júní var málið rætt frekar og ljóst varð að KNOV vildi helst starfa með LMFÍ. Einnig var fundað með fjárhagslegum bakhjarli verk- efnins sem er styrktarfélagið ,,Midwife for mothers“ í Hollandi. Í september lá fyrir að styrktarfélagið var tilbúið að styrkja verk- efnið og í framhaldinu auglýsti LMFÍ eftir verkefnastjóra í launað starf til að sinna þessu samstarfi og útfæra í samráði við bæði félögin og verkefnastjóra í Hollandi. Franka Cadee formaður ICM mun vera samhæf- ingaraðili og ábyrgðarmaður verkefnisins. Stjórnarfundur Norðurlandasamtaka ljósmæðra (NJF) Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Kaupmannahöfn dagana 21.-22. apríl 2017 í húsnæði danska ljósmæðrafélagsins. Mættir voru einn til tveir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Lillian Bondo formaður danska ljósmæðrafélagsins bauð okkur velkomnar, síðan kynntu fundarmenn sig og loks var gengið til hefðbundinna fundarstarfa. Að venju fluttu löndin skýrslur sínar og erindi sem óskað var eftir að fjallað yrði um á fundinum og spunnust um þessi efni góðar og gagnlegar umræður. Hér á eftir er stuttlega fjallað um það helsta sem kom fram. Í Danmörku er áfram unnið með stefnumótun félagsins sem þær kalla ,,jordemødre til hele livet –hele liv til jordemødre“, stefnumót- unin er lifandi og tekur sífelldum breytingum, hún nær yfir sex meginsvið; gott vinnuumhverfi, verkefni ljósmæðra, uppbygging og skipulag ljósmóðurstarfa, rannsóknir og menntun, stjórnun og leiðtogar. Árangur þessarar vinnu kemur stöðugt betur í ljós og sem dæmi má nefna hefur orðið 40% aukning fullra stöðugilda ljós- mæðra. Ljósmæður starfa nú við fjölbreyttari störf en áður og t.d. hafa tvær unglingamóttökur verið opnaðar. Töluverð aukning hefur orðið á fjölda ljósmæðra sem starfa sjálf- stætt bæði í einkageiranum og líka innan stofnana. Það nýjasta er opnun þriggja fæðingaheimila sem ljósmæður eiga og reka. Þessi fæðingarheimili taka einungis að sér verkefni sem ríkið greiðir fyrir. Fram til þess tíma að fundurinn fór fram höfðu 171 kona fætt á þeim og aðeins er 15% flutningstíðni á hærra þjónustustig. Á árinu var lögð vinna í að búa til nýtt merki félagsins og er mikil ánægja með það og bera það nú mun fleiri ljósmæður en áður. Haldið er áfram að vinna að ,,amba- ssadör“ verkefninu þar sem ljósmæðrum stendur til boða að sækja námskeið þar sem fjallað er um samskipti, að koma fram í fjöl- miðlum, hugmyndafræði og hvernig er rætt um stefnumótun. Þykir þetta verkefni hafa tekist mjög vel og það heyrist mun meira í ljósmæðrum opinberlega og þær taka að sér fleiri störf fyrir félagið sitt. Kjaraviðræður fóru fram á árinu og fengu ljósmæður um 6% launahækkun og lagfær- ingu á eftirlaunakerfi þeirra. Finnskar ljósmæður berjast fyrir því að lengja nám ljósmæðra úr 4 1/2 ári í 5 ár sem veitir bæði hjúkrunar- og ljósmóðurleyfi. Þessi vinna hefur ekki skilað neinum árangri ennþá og aðalrökin gegn þessu eru að þá þurfi að færa námið á hærra skólastig. Miðstýring fæðinga heldur áfram og eru fæðingardeildir nú aðeins 26 en voru rúmlega helmingi fleiri fyrir um 10 árum síðan. Í Finnlandi fæddust 55.759 börn árið 2015. Meðalaldur fæðandi kvenna var 30,6 ár. Keisaratíðni hefur lækkað og er nú 15,9%, sogklukkufæðingar eru 9,2% og fer fjölgandi. Árið 2015 höfðu um 90% allra fæðandi kvenna notað að minnsta kosti eina verkjameðferð og er notkun epidural deyfinga 49,5% og spin- aldeyfing er notuð vð 19,8% fæðinga um fæðingarveg. Verkjameð- ferð án lyfja eins og nálastungur, vatnsbólur, nudd, vatn o.fl. voru notaðar við um 32% fæðinga. Fæðingar á leið á fæðingarstað voru 78, fjöldi fyrirframákveðinna heimafæðinga voru 45 og 104 konur fæddu heima án þess að hafa ákveðið það fyrir fram. Í Færeyjum er nú aðeins ein fæðingardeild eftir að fæðingar- deildinni á Suðuröya var lokað. Þetta var gert samkvæmt ósk sjúkrahússtjórnarinnar, fyrst og fremst vegna skorts á sérfræði- læknum. Vinnuumhverfi ljósmæðra á sjúkrahúsinu í Þórshöfn hefur verið erfitt sérstaklega þar sem þær hafa ekki yfirljósmóður þrátt fyrir að um það sé samið í kjarasamningum. Mikið hefur verið fundað um þetta mál og er það svo að hjúkr- unarfræðingar sjúkrahússins telja að þær eigi að stjórna sængur- kvennahluta deildarinnar og þar með umönnun sængurkvenna og barnanna og ljósmæðurnar sjái bara um fæðingarnar. Þetta hefur leitt til margs konar funda og m.a. þess að áralöng barátta ljósmæðra fyrir því að stjórna sínum störfum, sem var komin í þokkalegt horf, hefur nú blossað upp aftur með mikilli reiði meðal ljósmæðra og samstarfserfiðleika við sjúkrahússtjórnina. Á árinu 2016 fæddust 676 börn í Færeyjum sem er 11% aukning frá árinu áður. ALÞJÓÐASAMSTARF LJÓS- MÆÐRAFÉLAGSINS ÁRIÐ 2017 F R É T T I R A F F É L A G S S TA R F IF R É T T I R Ú R F É L A G S S TA R F I Hildur Kristjánsdóttir, formaður Norrænu ljósmæðrasamtakanna.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.