Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Síða 16
16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017
Maruish, 2007; Rannveig Jónasdóttir, 2009). Hér verða aðeins birtar
niðurstöður fyrir líkamlega og andlega heilsu. Réttmæti og áreiðanleiki
mælitækisins hafa verið staðfest í stórum rannsóknum sem tóku til
heilbrigðra og veikra einstaklinga (Ware og Gandek, 1998). Mælitækið
var þýtt á íslensku af viðurkenndum aðilum (Rannveig Jónasdóttir,
2009) og hafa próffræðilegir eiginleikar íslensku útgáfunnar mælst
viðunandi í hópi íslenskra stúdenta (Margrét Eiríksdóttir, 2011) og
meðal gjörgæslusjúklinga (Rannveig Jónasdóttir, 2009).
Viðhorf til blæðinga voru mæld með Spurningalistanum um
skoðun á og viðhorf til tíðablæðinga (e. Beliefs and Attitudes
Towards Menstruation Questionnaire (BATM)) (Marván, Ramírez-
Esparza, Cortés-Iniestra og Chrisler, 2006). BATM er 40 atriða listi
(svarmöguleikar mjög ósammála=1 til mjög sammála=5). Listinn
skiptist í fjóra undirflokka:
1. Skapraun samanstendur af 11 atriðum og snýr að löngun til að
hafna blæðingum (fleiri stig, meiri löngun).
2. Leynd (10 atriði) fjallar um mikilvægi þess að halda blæðingum
leyndum, vera vandræðaleg á blæðingum og að eiga erfitt með
að tala um þær. Fleiri stig benda til að þátttakendur séu frekar
sammála þessu.
3. Fordæming og forskrift (14 atriði) fjallar um að konur eigi að
haga sér á ákveðinn hátt á blæðingum og fleiri stig benda til að
þátttakendur séu frekar sammála því.
4. Ánægjulegar sem samanstendur af 5 atriðum sem snúa að
tilfinningum um vellíðan og stolt. Fleiri stig þýða meiri vellíðan
og meira stolt yfir blæðingum (Marván o.fl., 2006).
Almennt má segja að fleiri stig á mælitækinu í heild þýði að
þátttakendur séu mjög sammála því að blæðingar hafi áhrif á
frammistöðu og daglegt líf en færri stig þýða að þeir séu ósammála
því.
Hlutgerving var mæld með tveimur mælitækjum. Sjálfshlutgervingar-
spurningalistinn (e. Self-Objectification Questionnaire (SOQ))
mælir að hvaða marki þátttakendur líta á eigin líkama á huglægan,
útlitstengdan hátt eða á hlutlausan, hæfnitengdan hátt. Þátttakendum
er sagt að skrá 10 eiginleika líkamans út frá mikilvægi þeirra, fimm eru
útlitstengdir (þyngd, kynþokki, líkamlega aðlaðandi, stæltir vöðvar
og mælingar) og fimm hæfnitengdir (líkamleg samhæfing, heilsa,
styrkur, orka og líkamlegt ástand). Við úrvinnslu eru annars vegar
útlitstengdir eiginleikar lagðir saman og hins vegar hæfnitengdir.
Því næst eru heildarhæfnistig dregin frá heildarútlitsstigum. Stig
liggja á bilinu -25 til 25. Því hærri sem útkoman er því meira horfa
þátttakendur til útlitstengdra eiginleika og hlutgera sig. Lægra gildi
þýðir að þátttakendur meti meira hæfnisþætti tengda líkamanum og
hlutgeri sig minna. Ekki er unnt að mæla innri áreiðanleika SOQ þar
sem þátttakendur verða að velja á milli svara. Hitt mælitækið var
Hlutgerði líkamskvarðinn (e. Objectified Body Consciousness Scale
(OBCS)) sem er 24 atriða listi og merkja þátttakendur við á tölukvarða
frá 1 til 7 þar sem 1 þýðir mjög ósammála og 7 mjög sammála. OBCS-
kvarðinn inniheldur þrjá undirkvarða Líkamsskömm (8 atriði), Trú
á stjórnun (8 atriði) og Eftirlit (8 atriði). Hátt gildi á Líkamsskömm
veldur því að konunni líður eins og hún standi sig ekki ef hún uppfyllir
ekki menningartengdar væntingar um líkama sinn, lágt gildi þýðir að
henni finnist hún í góðu lagi þó hún uppfylli ekki slíkar væntingar.
Hátt gildi á Trú á stjórnun, þýðir að konan trúir að hún hafi stjórn á
þyngd sinni og útliti ef hún leggur hart að sér, lágt gildi felur í sér að
konan telji sig ekki stjórna þyngd og útliti heldur sé þessum þáttum
stjórnað af erfðum. Hátt gildi á Eftirliti þýðir að konan fylgist iðulega
með útliti sínu og hugsar um líkama sinn út frá útliti hans, lágt gildi
þýðir að hún fylgist sjaldan með útliti sínu og hugsar um líkamann
út frá líkamlegri líðan (sjá frekari lýsingu í Herdís Sveinsdóttir o.fl.,
2015, og Sveinsdóttir, 2017).
Upphaf blæðinga var mælt með fimm spurningum og núverandi
blæðingar með 8 spurningum (sjá töflur 1 og 2 þar sem sjá má
breyturnar og hvernig þær voru mældar).
Að lokum var spurt um líkamsþyngdarstuðul, hversu oft var farið í
líkamsrækt, aldur, sambúð, börn heima og menntun (sjá töflur 1 og 2
þar sem sjá má breyturnar og hvernig þær voru mældar).
Úrvinnsla
Tölfræðiúrvinnsla fór fram með tölfræðiforritinu Statistical Package
for the Social Sciences 22.00 (IBM Corp, 2013). Notuð var lýsandi
tölfræði auk þess að t-próf, krosstöflur og Fisher-próf var notað til að
skoða marktæk sambönd meginbreyta rannsóknarinnar (sem sýndar
eru í töflum 1 og 2) við tilvist tíðaverkja. Línuleg aðhvarfsgreining var
gerð til að skoða hvað spáir fyrir um styrk tíðaverkja (útkomubreyta)
hjá konum með verki. Spearmans-rho var notað til að skoða tengsl
útkomubreytunnar við breytur rannsóknarinnar. Breytur með marktæk
tengsl, auk bakgrunnsbreyta, voru settar í greininguna.
Siðfræði
Fengið var leyfi frá Vísindasiðanefnd (Nr VSN-13-120) auk þess
sem rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (S6385). Þátttakendur
fengu kynningarbréf með viðeigandi upplýsingum, m.a. um rétt sinn
til að hætta þátttöku hvenær sem væri óskuðu þeir þess. Þá voru
í bréfinu upplýsingar um ábyrgðaraðila rannsóknarinnar og hvert
þátttakendur gætu snúið sér ef þeir óskuðu frekari upplýsinga. Svar við
spurningalistanum var talið ígildi samþykkis.
NIÐURSTÖÐUR
Til að meta hversu vel úrtakið endurspeglar þýðið var meðalaldur
þátttakenda (M=30+7,0; n=319) borinn saman við meðalaldur þýðis
(M=29,3+6,9, N=54186). Munurinn var ekki marktækur (t=1,922;
df=319; p=0,06).
Lýsandi niðurstöður
Meginbreyta rannsóknarinnar er tíðaverkir og sögðust 84,4% (n=270)
þátttakenda hafa tíðaverki en 15% (n=48) ekki. Meðalstyrkur verkja
hjá þeim sem greindu frá verkjum var 5,4 (sf=2,4) á kvarða frá 0-10.
Aðrar lýsandi niðurstöður er að finna í töflum 1 og 2. Hluta þeirra hefur
verið lýst annars staðar en eru birtar hér með samþykki þess tímarits
(Sveinsdóttir, 2017). Í töflu 2 kemur fram að meginhluti þátttakenda
er í sambúð, með börn á heimilinu, með háskólapróf og útivinnandi.
Mat þátttakenda á líkamlegu heilsufari (M=49,1) og almennu heilsufari
(M=49,0) út frá SF-36v2 var aðeins lægra en mat bandarískra kvenna
(sjá töflu 1). Viðhorf til blæðinga var frekar hlutlaust þó tilhneiging
væri til að þykja skapraun að þeim (M=3,6) en óþarfi að leyna þeim
(M=1,9). Sjálfshlutgerving mælist ekki mikil. Meðalgildi á SOQ var
-16,8 þannig að þátttakendur meta sig út frá hæfni frekar en útliti
líkamans. Meðalgildi á Eftirliti var 4,3 sem sýnir að þátttakendur
fylgjast vel með útliti sínu, meðalgildi á Trú á stjórnun var 5,4 sem
þýðir að þátttakendur trúi því að þær geti haft stjórn á þyngd sinni og
útliti ef þær leggja nógu hart að sér og á Líkamsskömm var meðalgildið
Tafla 1. Meðalstig á raðbreytum rannsóknarinnar og marktækur munur á meðalstigum
út frá tilvist tíðaverkja.
Tíðaverkir
Já Nei Marktækni*
n M+ (sf)+ n M (sf) n M (sf)
Lifnaðarhættir og bakgrunnur
Aldur (ár) 319 30,0 (7,0) 270 29,7 (6,9) 48 31,7 (7,4) em
Líkamsþyngdarstuðull 313 25,9 (5,2) 265 25,8 (5,2) 46 26,2 (5,0) em
Hugsa of mikið um mat# 320 3,0 (1,1) 270 2,9 (1,1) 48 3,1 (1,2)
Samviskubit yfir því að borða of mikið# 320 2,8 (1,1) 270 2,8 (1,1) 48 2,7 (1,1)
Líkamlegt heilsufar (út frá stöðluðu þýði kvenna) 320 49,1 (10,4) 270 53,4 (7,3) 48 55,9 (5,2) p<0,05
Sálrænt heilsufar (út frá stöðluðu þýði kvenna) 320 49,0 (10,7) 270 47,0 (10,1) 48 51,8 (9,9) p<0,01
Skoðun á og viðhorf til tíðablæðinga
Skapraun 312 3,6 (7,0) 270 3,7 (0,7) 47 3,3 (0,8) p<0,01
Leynd 318 1,9 (0,5) 270 1,9 (0,5) 47 1,9 (0,6) em
Fordæming og forskrift 311 2,1 (0,6) 270 2,1 (0,6) 47 1,9 (0,5) p<0,01
Ánægjulegar 316 2,7 (0,7) 270 2,8 (0,8) 47 2,6 (0,7) em
Sjálfshlutgerving 292 (-16,8) 244 -16,4 (10,5) 46 -18,8 (8,4) em
Hlutgerði líkamskvarðinn
Eftirlit 318 4,3 (1,0) 269 4,3 (0,9) 48 4,2 (1,0) em
Trú á stjórnun 317 5,4 (0,8) 268 5,3 (0,8) 47 5,5 (0,8) em
Líkamsskömm 313 3,1 (1,1) 269 3,1 (1,1) 48 2,7 (1,0) p<0,05
Fyrstu blæðingar
Meðalaldur við fyrstu blæðingar 316 12,8 (1,6) 266 12,8 (1,6) 48 13,0 (1,5) em
Núverandi blæðingar
Lengd blæðinga (dagar) 317 5,1 (1,5) 269 5,3 (1,4) 47 5,0 (1,7) em
Lengd tíðahrings (dagar) 290 28,5 (5,6) 246 28,8 (5,4) 42 27,8 (3,5) em
Styrkur tíðaverkja (0=enginn verkur;
10=mjög miklir verkir 289 5,0 (2,7) 265 5,4 (2,4) 23 0,6 (1,6) p<0,001
Hversu mikil áhrif telur þú tíðaverki hafa á líf þitt?
(1=engin áhrif; 10=mjög mikil áhrif) 312 2,7 (2,5) 268 3,1 (2,5) 43 0,5 (0,9) p<0,001
Lifnaðarhættir
Mat á þyngd 317 2,4 (0,7) 267 2,4 (0,7) 48 2,3 (0,7)
Reglubundin líkamsrækt 269 2,9 (1,2)
+ M=meðaltal; sf=staðalfrávik * Notað er t-próf # Aldrei=1 til alltaf=5