Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Side 22
22 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017
að fá að hringja í þær. Getnaðarvarnir eru ekki leyfilegar og flestar
fjölskyldur eiga að meðaltali 5 til 10 börn og í samfélaginu sem við
heimsóttum var ein móðir sem átti 18 börn. Þó flestar mæður kjósi
að fæða heima með aðstoð ljósmóður, mega konur fæða á spítala
með aðstoð lækna, t.d. kona í áhættumeðgöngu. Þar sem Amish
fólk er ekki með sjúkratryggingu leggjast allir á eitt í samfélaginu
til að borga fyrir sjúkrahúsdvöl. Enginn í samfélaginu er með
bankareikning og þykir það víst skondin sjón þegar höfuð fjöl-
skyldunnar mætir með ferðatösku fulla af peningum á sjúkrahúsið
til að borga fyrir vist og þjónstu.
Við fengum far með Pamelu til að heimsækja Millie sem bjó í
nágrenninu. Umhverfið var hjúpað dulúð. Flennistórir akrar þar
sem ræktað var allskonar grænmeti og maís. Húsin voru falleg
og reisuleg og óhætt að segja að það hafi komið okkur spánskt
fyrir sjónir þegar við mættum prúðbúnum Amish hjónum í fullum
skrúða keyrandi um á hestakerru. Okkur var boðið heim til ljós-
móðurinnar í bænum og var heimilið hreint og snyrtilegt. Olíu-
lampar héngu á veggjum í stað rafmagnsljósa. Gaseldavél var í
eldhúsinu og hver innanstokksmunur hafði sínu hlutverki að
gegna. Við fengum að sjá ljósmæðratöskuna hennar sem var stút-
full af jurtalyfjum sem hún bjó til sjálf. Þar voru meðal annars
jurtalyf fyrir gangsetningu, svefnleysi og ógleði ásamt mörgu
öðru. Í töskunni var hún einnig með samdráttarlyf Syntocinon og
Methergin sem Pamela hafði látið hana fá og kennt henni að nota.
Í lokin fengum við að fara í “apótekið” hjá Millie og var boðið
að kaupa jurtalyf við hinum ýmsustu kvillum eins og stinningar-
vandamálum, ófrjósemi, kvíða og þunglyndi svo eitthvað sé nefnt.
AÐ LOKUM
Á síðasta kvöldi námskeiðsins héldu ljósmæðurnar á The Farm
athöfn þar sem allar komu saman. Allar sátu saman í hring með
kerti. Hver og ein sagði frá einhverju sem stóð upp úr eftir vikuna.
Edythe talaði um innblásturinn og styrk kvennanna sem kemur
fram þegar konur hafa trú á sjálfa sig og styðja hvor aðra. Hulda
talaði um mikilvægi þess að hlusta alltaf á innsæi sitt og vitnaði
í orð eins kennarans “If you don’t use it, you’ll lose it.” Í lokin
vorum við kallaðar upp ein og ein þar sem fram fór blessun á
höndum, við dýfðum höndunum í stóra skál sem var full af vatni,
blómum og lavender. Á sama tíma bað Pamela Guð um að blessa
hendur okkar, sem koma til með að hlúa að konum og börnum
í framtíðinni. Með þessum fallegu orðum lauk ógleymanlegu
námskeiði á The Farm.
Hugmyndin sem við vorum með í byrjun námskeiðsins um að
við myndum lítið bæta við þekkingu okkar hafði verið algjörlega
röng. Það kom okkur svo sannarlega á óvart hvað námskeiðið var
vandað og fór langt fram úr væntingum okkar. Eftir námskeiðið
flugum við til Boston þar sem við slökuðum á og versluðum. Það
var undarleg tilfinning að koma aftur í hraðann sem fylgir nútíma
samfélagi með netsamband, sjónvarp, hrein handklæði og ofgnótt.
Fræðsludagur um brjóstagjöf var haldinn með þátttöku Ljósmæðrafélagsins þann 27. október, auglýstur fyrir ljósmæður, hjúkrunar-
fræðinga og lækna sem sinna mjólkandi mæðrum. Aðalfyrirlesari var Catherine Watson Genna (BS, IBCLC, NYC). Haldin voru erindi
um fjölbreytt efni brjóstagjafar svo sem um blæbrigði gripsins (Nuances of Latch), Rauð flögg ráðgjafans! (Red flags for BF helpers),
Barnið sem vill ekki taka brjóstið (Non- Latching Babies) Bakflæði (Reflux), Þegar barnið braggast ekki (Feilure to thrive). Eins og
heiti fyrirlestra gefur til kynna var þetta spennandi og fræðandi dagur um þetta mikilvæga viðfangsefni í ljósmóðurstarfi.
FRÆÐSLUDAGUR UM BRJÓSTAGJÖF
F R É T T I R Ú R F É L A G S S TA R F I
Með Inu May og þátttakendum í námskeiðinu