Mosfellingur - 12.01.2017, Side 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna
sunnudagurinn 15. janúar
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00
Sr. Arndís Linn
sunnudagurinn 22. janúar
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20:00
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir
sunnudagurinn 29. janúar
Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00
Sr. Arndís Linn
sunnudagaskólinn
er í lágafellskirkju
kl. 13:00 á sunnudögum
Allir velkomnir.
Allar nánari upplýsingar um
safnaðarstarfið og dagskrá aðventunni
er að finna á heimasíðu kirkjunnar:
www.lagafellskirkja.is
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64
Rafræn kosning um
íþróttakarl og -konu
Búið er að tilnefna 17 einstaklinga
til íþróttakarls og -konu Mosfells-
bæjar 2016. Sjö karlar eru tilnefndir
og tíu konur. Íþróttafólkið er kynnt
betur til sögunnar annars staðar í
blaðinu. Bæjarbúum gefst kostur
á, ásamt aðal- og varamönnum í
íþrótta- og tómstundanefnd, að
kjósa um tilnefningarnar. Kosningin
fer fram á vef Mosfellsbæjar www.
mos.is dagana 12.-16. janúar. Velja
skal karl í 1., 2. og 3. sæti sem og
konu í 1., 2. og 3. sæti. Úrslit verða
kynnt fimmtudaginn 19. janúar kl.
19 í íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Þangað eru allir velkomnir. Á mynd-
inni hér að ofan má sjá íþróttamenn
Mosfellsbæjar 2015, þau Írisi Evu
Einarsdóttur skotfimikonu og Reyni
Örn Pálmason hestaíþróttamann.
laugardaginn 21. janúar 2017
Góðar hugmyndir óskast frá bæjarbúum • Kosið um bestu hugmyndirnar að lokum
lýðræðisverkefnið Okkar
Mosó sett á laggirnar
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur ákveðið að
fara af stað með lýðræðisverkefnið Okkar
Mosó á árinu 2017.
Verkefnið er samráðsverkefni íbúa og
bæjarins um forgangsröðun og úthlutun
fjármagns til smærri nýframkvæmda- og
viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Gert er ráð
fyrir að 25 milljónum króna verði varið í að
framkvæma þær hugmyndir sem fá braut-
argengi.
kosið í rafrænni kosningu
Óskað verður eftir snjöllum hugmynd-
um frá íbúum sem síðan verður kosið um
í rafrænni íbúakosningu. Hugmyndirnar
geta varðað leik- og afþreyingarsvæði íbúa,
vistvænar samgöngur, bætta lýðheilsu eða
umhverfið almennt.
Hægt verður að skila inn hugmyndum
rafrænt í þar til gerðu kerfi sem verður að-
gengilegt á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Verkefnið í heild er í fjórum fösum. Hug-
myndasöfnun, umræða um hugmyndir og
úrvinnsla, kosningar og framkvæmd.
Hugmyndasöfnunin hefst 1. febrúar
næstkomandi og allar upplýsingar
um verkefnið verður að finna á heimasíðu
Mosfellsbæjar www.mos.is.
Sa
m
se
tt
ar
m
yn
di
r
VatnaVeröld
á Stekkjarflöt?
drykkjarStöð
í hamrahlíð?
Breytingar á húsa-
leigubótakerfinu
Um áramót tóku gildi ný lög um
húsnæðisbætur sem voru samþykkt
á Alþingi í vor. Framvegis mun
Vinnumálastofnun fyrir hönd ríkis-
ins taka að sér að greiða út húsnæð-
isbætur sem koma í stað almennra
húsaleigubóta. Sveitarfélög munu
sjá um að taka á móti umsóknum
og afgreiðslu á sérstökum húsnæð-
isstuðningi sem voru áður sérstakar
húsaleigubætur. Nánari upplýsingar
um almennan húsnæðisstuðning
má finna hér á vefnum husbot.is
Lítill drengur kom í heiminn kl. 02:20 þann 3. janúar • Fjölskyldan býr í Einiteig 1
fyrsti Mosfellingur ársins
Þann 3. janúar kl. 02:20
fæddist fyrsti Mosfellingur
ársins 2017 á Heilbrigð-
isstofnun Vesturlands á
Akranesi. Það var drengur
sem var 3.474 gr og 52 cm.
Foreldrar hans eru
Sigurður Grétar Ágústs-
son og Svanfríður Arna
Jóhannsdóttir og búa þau
í Einiteig 1. Drengurinn er
þriðja barn þeirra hjóna
en fyrir eiga þau Hörpu
Dagbjörtu 14 ára og Almar
Jökul 6 ára.
„Ég átti að eiga hann
1. janúar en hann ákvað
að koma þann þriðja.
Fæðingin gekk ótrúlega vel,
hann kom í rauninni mjög
hratt í heiminn. Hann er
mjög rólegur og við erum
í skýjunum með hann. Við
erum búin að búa hér í
Mosfellsbænum í rúmt ár.
Okkur líkar mjög vel, hér er
rólegt og mjög barnvænt,“
segir Svanfríður Arna.
drengurinn
í góðum höndum
Landsleikur í beinni
í íþróttahúsinu
Fyrir kjör íþótta-
fólks Mosfells-
bæjar fimmtu-
daginn 19. janúar
verður lands-
leikur Íslands
og Makedóníu
sýndur. Leiknum
verður varpað á
stórt tjald í íþróttahúsinu að Varmá
og eru allir velkomnir. Gestir fá ís í
hálfleik. Leikurinn hefst kl. 16:45.