Mosfellingur - 12.01.2017, Qupperneq 29

Mosfellingur - 12.01.2017, Qupperneq 29
Íþróttir og aðsent efni - 29 Nýlega var undirritað samkomulag um tæknilausn fyrir nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Forsaga þess máls er að árið 2013 gerðu sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu að frumkvæði Mosfellsbæjar, eigendasamkomu- lag um ráðstafanir varðandi með- höndlun úrgangs og byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Ástæða þessa samkomulags var fyrst og fremst sú að urðunarstað- urinn í Álfsnesi hefur verið okkur Mosfellingum til mikilla ama sl. ár. Lyktarmengun hefur verið frá staðnum og kvartanir borist frá íbúum. Við það var auðvitað ekki unað. Með þessu samkomulagi skuldbundu eigendur SORPU bs. sig til að vinna sam- eiginlega að heildarsýn til lengri framtíðar í úrgangsmálum og að úrgangur og förgun hans yrði ekki nærumhverfinu til ama. Nið- urstaðan var að reisa gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi. Stórt skref í umhverfismálum – urðun í Álfsnesi hætt Mosfellsbær hefur lagt sig fram við að gæta hagsmuna íbúa gagnvart málefnum Sorpu bs. allt frá því að Reykjavíkurborg ákvað að leggja niður urðunarstaðinn í Gufunesi og finna honum nýjan stað á Álfsnesi. Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinn- ar er stórt skref í umhverfismálum á höf- uðborgarsvæðinu og afar mikilvægt fyrir Mosfellsbæ. Með tilkomu hennar verður hætt að urða heimilisúrgang en í stað þess verðmæt gas- og jarðgerðarefni unnin úr honum. Áætlað er að bygging stöðvarinn- ar hefjist á þessu ári og miðað við að hún verði tekin í notkun síðari hluta árs 2018. Stefnt er að því að yfir 95% af heimilis- sorpi verði endurunnið þegar stöðin er komin í gagnið. Um 70% af því sem fer í venjulega heimilistunnu í dag er lífrænt efni sem nýtist til framleiðslu metans og jarðvegsbætis. Samkvæmt eigendasam- komulaginu verður urðun í Álfs- nesi hætt fyrir árið 2021 Kostir gas – og jarðgerðarstöðvar Gas- og jarðgerðarstöðin mun geta tekið við um 35 þúsund tonn- um af blönduðum heimilisúrgangi á ári. Hægt verður að stækka stöð- ina þegar þörf verður á því. Stefnt er að því að auka endurvinnslu- hlutfall þessa hluta úrgangsins einnig. Samkvæmt Landsáætlun er stefnt að því að árið 2020 verði einungis 15% af þessum úrgangi urðaður, árið 2021 verður ekki lengur mögulegt að urða lífrænan og/eða brennanlegan úrgang og árið 2025 er markmiðið að undir 5% af öllum úrgangi sem berst SORPU verði ekki endurnýttur. Meginástæða fyrir byggingu stöðvarinn- ar er að: • endurnýta lífrænan úrgang. • draga úr lyktarmengun. • minnka urðun á blönduðum heimilis- úrgangi. • nýta innlenda orku í stað innflutts elds- neytis. • minnka sótspor íbúa með því að nýta metanið sem ökutækjaeldsneyti. Betri tímar Með nýrri gas- og jarðgerðarstöð SORPU verður nánast allur lífrænn úrgangur sem til fellur frá heimilum á svæðinu endur- unninn. Hér er því um mjög metnaðar- fullt verkefni að ræða sem mun gjörbylta vinnslu úrgangs hérlendis og stuðla að aukinni endurvinnslu á öðrum tegundum úrgangs. Við Mosfellingar megum því eiga von á betri tímum og njóta sumars án lyktar og tilheyrandi óþæginda og því ber að fagna Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, stjórnarmaður í Sorpu og bæjarfulltrúi Hafsteinn Pálsson, varamaður í stjórn Sorpu og bæjarfulltrúi Gas- og jarðgerðarstöð rís á Álfsnesi Heilsuárið framundanGleðilegt ár kæru Mosfellingar og nærsveitungar! Um áramót eru margir sem setja sér markmið fyrir komandi ár og líta margir á þessi tímamót sem nýtt upphaf þar sem fram- undan eru 365 óskrifaðir dagar og þar með ótal tækifæri til að efla eigin vellíðan og annarra. Ég sjálf ætla t.d. að temja mér að hrósa meira, hugsa jákvætt, vera þakk- lát, sjá og grípa tækifærin og bara að vanda mig almennt við það að vera glöð og gefandi manneskja. Lífsgæði Fjórði áhersluþátturinn í uppbygg- ingu Heilsueflandi samfélags í Mosfells- bæ ber yfirskriftina Lífsgæði. Hugtakið er ansi vítt enda margt sem hefur áhrif á lífsgæði okkar. Það sem eru lífsgæði fyrir einn þurfa ekki endilega að vera lífsgæði fyrir annan. Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) skilgreinir lífs- gæði á þann hátt að þau séu huglægt mat á aðstæðum einstaklinga eða hópa sem verða fyrir áhrifum frá ýmsum þátt- um, þáttum sem ákvarða m.a. heilsu og hamingju, menntun, félagslega og vits- munalega fullnægju, frelsi og réttindi. Hvað skapar lífsgæði? WHO hefur gefið út staðlaða lista til þess að mæla lífsgæði. Þessir listar eru þvermenningarlegt mælitæki sem hafa verið notaðir víða um heim og eru margprófaðir. Það vill svo skemmtilega til að á listunum eru 26 fullyrðingar þar sem spurt er um líkam- lega heilsu, andlega heilsu, félagsleg sambönd og um- hverfi en þetta eru einmitt þeir áhrifaþættir heilsu og vellíðun- ar sem við höfum verið að fást við í vegferð okkar að heilsuefl- andi samfélagi. Verkefnin fram undan Við munum að sjálfsögðu halda áfram öllum þeim góðu verkefnum sem verið hafa í gangi varðandi næringu og mat- aræði, hreyfingu og útivist og geðrækt undanfarin ár enda erum við sífellt að byggja ofan á það sem fyrir er, að treysta grunninn. Á árinu munum við til við- bótar þessu m.a. beina sjónum okkar að öryggi, orkustjórnun og umhverfi svo fátt eitt sé talið. Þá er heldur ekki loku fyrir það skotið að Lýðheilsuverð- laun Mosfellsbæjar verði afhent í fyrsta skipti með hækkandi sól. Við hlökkum sem fyrr til að starfa áfram með ykkur að uppbyggingu heilsueflandi samfélags hér í Mosfells- bæ og þökkum kærlega fyrir samvinn- una hingað til. Góðar hugmyndir eru að sjálfsögðu vel þegnar á netfangið heilsu- vin@heilsuvin.is. Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f heilsu hornið Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuvin í mosfellsbæ Árni Bragi Eyjólfsson handknattleiksmaður og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona voru valin íþróttafólk Aftureldingar á uppskeruhátíð félagsins sem fram fór í Hlégarði þann 2. janúar. Spilar stórt hlutverk með toppliði Olísdeildarinnar Árni Bragi er harðduglegur íþróttamaður sem spilað hef- ur stórt hlutverk í liði meistaraflokks karla hjá Aftureld- ingu. Hann er 22 ára gamall og átti stóran þátt í frábærum árangri Aftureldingar í Olísdeildinni á síðasta tímabili. Árni Bragi er fjölhæfur og klókur leikmaður og getur spilað bæði sem hornamaður og hægri skytta. Hann er jafnframt einn fljótasti og besti hraðaupphlaupsmaður deildarinnar. Hann sinnir æfingum af dugnaði og samviskusemi, er reglusamur og meðvitaður um andlega og líkamlega þætti sem skipta máli í þjálfun og keppni. Hefur tekið þátt í öllum titlum liðsins Thelma Dögg Grétarsdóttir hefur æft blak með Aftureld- ingu frá því hún var 7 ára gömul. Hún hefur verið fasta- manneskja í úrvalsdeildarliði deildarinnar frá því að hún var 15 ára gömul og verið með í öllum titlum liðsins frá því að það var stofnað. Thelma Dögg, sem er 19 ára gömul, hefur spilað með unglingalandsliðum Íslands frá því að hún var 14 ára gömul og síðustu 2 ár verið með A landsliði kvenna. Thelma Dögg er mjög metnaðarfull og stundar íþrótt sína af miklum krafti og áhuga sem smitar út frá sér og mark- mið hennar eru skýr hvað íþróttina varðar. Hún náði frábærum árangri á síðustu leiktíð með Aftur- eldingu í Mizunodeild kvenna sem vann þrefalt. Thelma Dögg var valin í lið ársins í deildinni og jafnframt stiga- hæsti leikmaðurinn. Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona og Árni Bragi Eyjólfsson handknattleiksmaður heiðruð eftir gott ár Íþróttafólk aftureldinGar 2016 Thelma Dögg og árni bragi Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.