Mosfellingur - 12.01.2017, Side 32

Mosfellingur - 12.01.2017, Side 32
Harpa María kom í heiminn 1. sept- ember 2016. Hún var 19 merkur og 53 cm á lengd. Foreldrar hennar eru Sólrún Björg Þorgilsdóttir og Ólafur Karlsson. Harpa María á eldri systur sem heitir Freyja Ösp. Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Kjúklingur að hætti Baska Í eldhúsinu Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir og Gauti Lax- dal færa okkur hér girnilega uppskrift sem er vinsæl hjá fjölskyldunni. Kjúklingur að hætti Baska Fyrir fjóra, undirbúningur 15-20 mínútur, suða 45 mín. Hráefni: • 1 kjúklingur skorinn niður í litla bita • 2-3 hvítlauksrif • 1 paprika • 3 tómatar • 250 g sveppir • 1 glas hvítvín • 2 sneiðar hráskinka (má sleppa) • salt, pipar • ólífuolía Notið helst þykkan leirpott eða pönnu með loki. Hitið pottinn með olíunni, steikið kjúkl- inginn við meðalhita. Takið hann upp úr pottinum, skerið niður grænmetið og steikið. Látið kjötið aftur í pottinn ásamt víni, pipar og salti. Látið malla saman í 45 mín. Skerið skinkuna í litla bita og bætið út í 5 mínútum áður en tíminn er liðinn. Best er að borða soðin hýðishrísgrjón með þessum rétti. Njótið! Eitt hrós á dag Það er ótrúlegt hvað neikvæðni smitar út frá sér. Ég ákvað fyrir nokkrum mánuðum að taka mig sjálfa á, ég var orðin rosalega neikvæð sem hafði áhr if á alla í kringum mig. Ég var ekki einu sinni meðvituð um það hversu neikvæ ð ég var fyrr en vinkona mín sagði það hreint út við mig. Þá fór ég að átta mig á hvað allir eru neikvæðir í daglegu lífi. Ég var ekki meðvituð um hvað allt er neikvætt fyrr en ég tók mig á, þá fyrst áttar maður sig á öllu. Ég las ekkert nema neikvæðar greinar og fréttir þegar ég opnaði samfélagsmiðla. Allta f þarf að gagnrýna allt með neikvæðni o g segja hvað er ómögulegt. En hvað er gott? Af hverju skoðum við það ekki oftar? Þegar maður les og sér ekkert nema neikvæðar fréttir og grei n- ar þá verður maður ómeðvitað nei- kvæður líka, það eru allir alltaf ómögu - legir og aldrei hægt að finna neitt gott við neinn. Þegar ég fór í menntaskóla núna síðastliðið haust þá ákvað ég að ég skyldi ekki vera svona neikvæð því ekki vill maður fá það orðspor á sig þegar maður kynnist nýju fólki. „Vá hvað þú ert sæt,“ „þú ert með svo flotta n fatastí,l“ „vá hvað hárið á þér er falleg t“ eru dæmi um setningar sem ég heyri daglega í nýja skólanum mínum vegna þess að fólk er ennþá að kynnast en um leið og einstaklingar hafa kynnst betu r þá er eins og hrósið gleymist. Ég ákvað að opna facebook-ið mitt og skoða aðeins statusana. Langflestir statusarnir voru um það hvað fólk var óánægt með þetta og hitt. Hvað ef allir myndu taka sig á og setja eitt hrós með í statusinn sinn? Það er rosalega miki ll skortur á hrósi og því sem gengur vel í dag. Þegar ég horfði á fréttir um dagin n þá var meirihlutinn af öllu sem fram kom neikvæð gagnrýni, en af hverju ekki að segja okkur hvað er gott við okkar samfélag? Við búum í svo flottu samfélagi að það á ekki að þurfa þessa neikvæðni alltaf. Nú er nýtt ár og margir búnir að setja sér ný markmið. Eitt af mínum markmiðum þetta ár er að sjá alltaf það jákvæða í öllu og taka ekki inn all a þessa neikvæðni í umhverfinu. Það myndi breyta svo miklu að tala vel um allt og alla. emma íren hjá ingibjörgu og ga uta - Heyrst hefur...32 Ingibjörg og Gauti skora á Kolbrúnu og Björgvin í Hrafnshöfða að deila næstu uppskrift Takk fyrir sTuðninginn 30 X 50 CM Heyrst Hefur... ...að hljómsveitin Papar ætli að halda ball í Hlégarði laugardaginn 11. febrúar. ...að miðasala fyrir Þorrablót Aftureld- ingar ásamt borðaúthlutun fari fram á Hvíta á föstudaginn kl. 18. ...að Mosfellingar hafi mjög misjafnar skoðanir á því hvenær þrettánda- brennan í Mosó er haldin. ...að búið sé að draga í 8 liða úrslit Coca-Cola bikarsins í handbolta þar sem strákanir munu mæta Gróttu og stelpurnar Haukum. Leikirnir fara fram í byrjun febrúar. ... að Menningarvor Bókasafnsins verði tvö að þessu sinni, þriðju- dagana 28. mars og 4. apríl. ...að Greta salóme sé að vinna að tónlistarmyndbandi með sterkasta manni Íslands, Hafþóri Júlíusi. ...að fjallað hafi verið um föður bæjarfulltrúans Kollu Þorsteins í ránsfeng, áhrifamikilli mynd á rúv á dögunum. ...að enn ein rútan hafi farið út af veginum á Mosfellsheiði um síðustu helgi. ...að Kærleiksvikan í Mosfellsbæ verði haldin vikuna 12.-19. febrúar. ...að sr. skírnir, fyrrum prestur í Lága- fellssókn, segist hafa verið sviptur embætti og organistinn fyrrverandi vitni um einelti í hans garð. ...að Guðbjörn og Inga eigi von á sínu fyrsta barni í maí. ...að Þorrablót Dalbúa verði haldið laugardaginn 28. janúar. ...að Danni í Kaleo hafi trúlofað sig á dögunum og stefni að því að giftast unnustu sinni í Mexíkó um næstu áramót. ...steindi Jr. sé að fara til Asíu að taka upp Asíska drauminn með félögum sínum í fM Blö. ...að Ásthildur Ólöf og Andri Már eigi von á barni í sumar. ...að landsleikur Íslands og Makedóníu verði sýndur á risaskjá að Varmá áður en íþróttamaður Mosfellsbæjar verður tilkynntur 19. janúar. ...að Hjalti Úrsus í eldingu hafi verið að taka á móti heilum gámi af nýjum líkamsræktartækjum sem verið er að taka í notkun. ...að knattspyrnukonan Lára Kristín sé farin að keyra leigubíl. ...að raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds verði á Þorrablóti Aftureldingar. ...að Ásgeir sveinsson sé að verða fimmtugur. ...að Birna Hrönn hafi nælt sér í brons á heimsmeistaramótinu í íssundi. ...að gamli góði getraunaleikur knatt- spyrnudeildarinnar sé að fara í gang á Hvíta riddaranum á laugardaginn. ...að 25 milljónum verði varið í verkefnið Okkar Mosó, þar sem íbúar geti komið með hugmyndir að framkvæmdum í bæjarfélaginu sem kosið verði um. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.