Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Síða 2
2 4. janúar 2019FRÉTTIR Þ ykkvabæjarsnakkið fæst hvergi. Mér skilst að fram- leiðslunni hafi verið hætt,“ segir ónefndur heimildar- maður í textaskilaboðum til blaða- manns. Sá gengur undir nafninu Nostalgíu-Halli og elskar allt það sem tengdist íslenskri dægur- menningu á síðustu öld. Slíkar ábendingar eru líf og yndi okkar fjölmiðlamanna, sérstaklega á erf- iðum fréttadögum. „Hvers eiga beikonbugðufíklar að gjalda?“ hugsaði blaðamaður og hóf þegar rannsóknarvinnu. Ekki bara fyrir sig og Nostalgíu-Halla heldur fyrir þjóðina alla. Ein dýrasta auglýsing Íslandssögunnar Ef ungmenni eða einhverjir með skert langtímaminni eru að lesa þessa grein þá er mikilvægt að staldra við. Þetta er ekkert gaman- mál. Þykkvabæjarnaslið hefur lif- að með þjóðinni í áratugi, þökk sé ekki síst eftirminnilegri sjónvarps- auglýsingu sem á líklega Íslands- met í langlífi. Þar fer stórleikarinn Rúrik Har- aldsson á kostum en auglýsingin er líklega ein sú dýrasta sem fram- leidd hefur verið. Það var ekki síst vegna þess að í lok auglýsingarinn- ar stakk persóna Rúriks Þykkva- bæjarsnakki upp í sig og um leið og hann sagði hina goðsagna- kenndu línu: „Trúir þú á álfasög- ur?“ þá stækkuðu eyru hans. Það þótti mikið tækniundur á sínum tíma og kostaði sitt. Áður hafði Egill Ólafsson hafið upp raust sína með eftirminnileg- um hætti. „Þar lifa litlir grasálf- ar með langar grænar húfur, sem grafa þar upp gullin sín og gera úr þeim skrúfur,“ söng Egill og á meðan hömuðust lúsiðnir álfar við að framleiða snakk. Ljúffengt íslenskt snakk. Á meðan minningarnar helltust yfir blaðamann rannsakaði hann málið fljótt og vel. Ekkert snakk var að finna á vörusíðum Þykkva- bæjar og því var ekkert annað í stöðunni en að hringja í fyrirtæk- ið. Þegar réttur einstaklingur svar- aði loks tók martröðin við. „Já, við erum hætt með þessar vörur í framleiðslu. Það var í september,“ staðfesti fulltrúi fyrirtækisins. „Ókei, í september núna í fyrra,“ sagði undirritaður annars hugar á meðan hann skrifaði niður svar- ið. „Nei, árið 2017,“ sagði starfs- maðurinn. „Ha?“ var það eina sem blaðamaður gat stunið upp. Í ljós kemur að martröð beikon- bugðufíkilsins er verri en nokkurn grunaði. Eina íslenska kartöflu- snakkið sem framleitt var á Íslandi heyrði sögunni til fyrir tæpu einu og hálfu ári og ekki múkk heyrð- ist í fjölmiðlum. Aðspurður hvort fréttatilkynning hefði verið send út svaraði starfsmaður Þykkva- bæjar: „Nei, við tilkynntum það ekkert sérstaklega. Ástæðan var sú að tollar voru felldir niður á erlent snakk í byrjun árs 2017 og við gátum ekki lengur keppt við þau verð.“ Þrátt fyrir enga fjölmiðlaumfjöllun sagði hann að að- dáendur Þykkva- bæjarsnakksins hafi reglulega sam- band og spyrjist fyrir um vörurnar. „Já, við fáum tals- vert af fyrirspurnum. Við finnum alveg að margir sakna Þykkvabæjarsnakks- ins,“ sagði starfsmað- urinn. n Sous vide Fyrir nokkrum misserum sló „sous vide“-eldunaraðferðin í gegn. Allir keyptu sér tæki og rúmlega 11 þúsund Íslendingar gengu í samnefndan hóp á Facebook. Þegar fárviðrinu slotaði stóð eftir sú staðreynd að fólk var að sjóða mat í plasti. Sous vide-tækin munu fá heiðurssess í geymslum landsmanna eins og fóta- nuddtækin forðum. Floss Hinn hressi dans fór sem eldur í sinu á síðasta ári. Fyrst byrjuðu börnin og síðan fóru fullorðnir að reyna fyrir sér. Að sjá miðaldra fólk reyna að „flossa“ er mannleg eymd í sinni tærustu mynd. Floss-dansinn mun falla í gleymskunnar dá á árinu. Skegg Skegg á öllum kynjum er á útleið. Skegg eru óþægileg, fagurfræðilega á skjön og þjóna ekki neinum praktískum tilgangi. Tenerife Hjarðhegðun Íslendinga er mikil og enginn er maður með mönnum nema hann skelli sér til „Tene“. Núna eru allir búnir að fara og það er vísindalega sannað að það er mannskemmandi að fara ítrekað í sumarleyfi á sama áfangastað. Fer einhver lengur í sumarfrí til Rimini eða Mallorca? Hélt ekki. Snapchat Það mun fjöldi fólks nota Snapchat áfram á árinu en miðillinn er ekki lengur „kúl“. Það er auðvitað dauðadómur. Unga fólkið er farið á aðra miðla og eftir standa miðaldra einstaklingar og reyna að halda í rafrænan æskuljómann. hlutir sem fara úr tísku árið 2019 Á þessum degi, 4. janúar 871 – Orrustan um Reading er háð. Aðalráður af Wessex berst við og lýtur í lægra haldi fyrir innrásarher Dana. Síðustu orðin „Mér hefur aldrei liðið betur.“ – Bandaríski leikarinn Douglas Fairbanks eldri (1883–1939) 1874 – Samuel Colt selur bandarísku ríkisstjórninni fyrstu Colt-skamm- byssuna. 1903 – Fíllinn Topsy er drepinn með rafstraumi. Það var gert að undirlagi eiganda Topsy, Luna Park á Coney-eyju í Brooklyn í Bandaríkjunum. 1972 – Rose Heilbron sest fyrst kvenna í dómarasæti í Old Bailey í London. 1999 – Jesse Ventura, fyrrverandi glímukappi, verður ríkisstjóri Minnesota- fylkis í Bandaríkjunum. ENGINN TRÚIR LENGUR Á ÁLFASÖGUR Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Stækkun eyrna Rúriks Haraldssonar heitins þóttu mikið tækniundur á sínum tíma. Enginn mun aftur geta bragð- að á beikonbugðum. Enginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.