Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Qupperneq 6
6 4. janúar 2019FRÉTTIR Ó lafur William Hand, upplýs­ ingafulltrúi og markaðs stjóri hjá Eimskip, hefur verið fundinn sekur um alvarlegt ofbeldi gegn barnsmóður sinni, sem og brot gegn barnaverndarlög­ um þar sem dóttir þeirra varð vitni að ofbeldinu. Dómur þessa efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja­ víkur þann 19. desember síðast­ liðinn. Atvikið átti sér stað á heim­ ili Ólafs sumarið 2016 er móðirin hugðist sækja dótturina og fara með hana í sumarleyfisdvöl til Indó­ nesíu. Barnsmóðirin, sem fer ein með forsjá barnsins, greindi frá því fyrir dómi að af svörum Ólafs fyrir atvikið teldi hún mega ráða að hann ætlaði ekki að skila barninu í tíma fyrir ferðina þrátt fyrir úrskurð sýslu­ manns þar um. Vegna þessa og þar sem hún óttaðist viðbrögð hans hafi hún kallað eftir lögreglufylgd. Barnsmóðirin kom á vettvang með lögreglumanni og sambýlis­ manni sínum. Hún fór inn í hús Ólafs í óleyfi þegar Ólafur opnaði fyrir henni. Sagði barnsmóðirin í vitnaskýrslu að hún hefði gert það þegar hún heyrði barnið kalla til sín grátandi álengdar. Ólafur var ákærð­ ur fyrir að hafa tekið barnsmóðurina hálstaki og þrengt ítrekað að hálsi hennar, hrint henni þannig að hún féll í gólfið, rifið í hár hennar og ýtt henni utan í vegg. Þá er eiginkona Ólafs ákærð fyrir að hafa hlaupið ít­ rekað á konuna og klórað hana. Hin ákærðu sökuðu barnsmóðurina um húsbrot og ofbeldi á vettvangi. Lög­ reglan féll hins vegar frá saksókn á hendur barnsmóðurinni og var sú ákvörðun síðar staðfest af ríkissak­ sóknara. Ólafur neitaði að hafa tekið barnsmóðurina hálstaki, hrint henni í gólfið eða ýtt henni utan í vegg. Hann segist hins vegar hafa gripið um hana ofarlega og lagt hana niður í gólfið. Áverkar á barnsmóðurinni Barnsmóðirin kvartaði undan verk í hálsi eftir atvikið, sársauka við að kyngja, hósta, blóðbragði í munni, sem og höfuðverk og verk í herðum og baki. Þá hafi blóð verið í þvagi hennar. Hún segist jafnframt hafa orðið fyrir fósturláti vegna árásar­ innar. Staðfest er að hún missti fóstur um þetta leyti. Samkvæmt dómsniðurstöðu ber gögn hins vegar ekki með sér að fósturlátið megi rekja til árásarinnar. Gögn og myndir bráðamóttöku LSH vegna líkamsskoðunar leiða í ljós marga yfirborðsáverka á hálsi, tognun og ofreynslu á hálshrygg, yfirborðsá­ verka á bakvegg og brjóstkassa, og loks tognun og ofreynslu á brjóst­ hrygg. Ólafur sakfelldur en eiginkona hans sýknuð Ólafur var fundinn sekur um líkams­ árás á barnsmóður sína sem og um brot á barnaverndarlögum þar sem dómurinn taldi sannað að dóttir hans hefði orðið vitni að árásinni. Var hann fundinn sekur um að hafa tekið barnsmóður sína hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar og hrint henni þannig að hún féll í gólf­ ið – en sýknaður af því að hafa rif­ ið í hár hennar og hrint henni utan í vegg. Er Ólafur dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá er hann dæmdur til að greiða kon­ unni 400.000 krónur í miskabætur og verjanda sínum um 1,5 milljónir króna. Eiginkona Ólafs var sýknuð af ákæru um líkamsárás. Dráttur á rannsókn kann að hafa forðað Ólafi frá fangelsisvist en fram kemur í dómsorði að rannsókn málsins hafi dregist svo lengi að óhjákvæmilegt sé að skilorðsbinda refsingu Ólafs. Sakaði hana um umgengnis­ tálmanir í viðtali við Stöð 2 Ólafur og konan eignuðust dóttur árið 2006 en þau áttu í frem­ ur stuttu sambandi. Í febrúar árið 2017 kom Ólafur fram í löngu við­ tali á Stöð 2 þar sem hann sagðist ekki hafa fengið að sjá dóttur sína í átta mánuði. Það er nákvæmlega sá tími sem liðinn var frá þeim at­ burðum sem lýst er í framangreind­ um dómi héraðsdóms. DV hefur undir höndum gögn sem sýna að það er samkvæmt ákvörðun yfir­ valda sem Ólafur nýtur ekki reglu­ legrar umgengni við barnið. Byggir sú ákvörðun meðal annars á því að barnið treystir sér ekki til að hitta á hann vegna ofbeldisins sem það var vitni að. Í þeim gögnum kem­ ur einnig fram að Ólafur sagði sig frá ferli þar sem fagmenn unnu að því, með stuðningi móður, að byggja upp traust og koma á um­ gengni á forsendum barnsins, með­ al annars undir eftirliti. Stuttu eftir að hafa þannig neitað að vinna að umgengni, fór hann í sjónvarpsvið­ tal og ásakaði barnsmóður sína um tálmanir. Heldur hann því fram að hún hafi ruðst inn á heimili hans með ofbeldi. n PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI n Háttsettur hjá Eimskip n Lýsti umgengnistálmunum í sjónvarpi Ólafur Hand sakfelldur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.