Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Qupperneq 8
8 4. janúar 2019FRÉTTIR Bjóðum uppá frítt söluverðmat Grensásvegi 13, 108 Reykjavík / S: 570 4800 Næsti kafli hefst hjá okkur ÓSVARAÐAR SPURNINGAR VARÐANDI BRAGGAMÁLIÐ n Arkitekt undrast skýrslu Innri endurskoðunar n Starfsmenn forðast að svara B raggamálið svokallaða hefur verið í fjölmiðlum undanfarna mánuði og skapaði fjaðrafok innan borgarstjórnarinnar í Reykjavík. Búið er að eyða 425 milljónum króna af skattpeningum borgara Reykjavíkur í að byggja bragga undir  veitingastað  og félagsmið­ stöð fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík.  Bragginn var  upp­ runalega byggður í síðari heims­ styrjöld og var hann hluti af hót­ eli. Hótelið brann svo og lá undir skemmdum í fjölmörg ár. Fram kom í fréttatilkynningu haustið 2015 að bragginn væri hluti af metnaðarfullri áætlun Há­ skólans í Reykjavík um að byggja upp nýsköpunargarð að erlendri fyrirmynd. Vinna átti verkið í samráði við stúdenta HR og hafa þar félagsaðstöðu, veitingasölu stúdenta og aðstöðu fyrir sprota­ fyrirtæki. Dagur  B. Eggertsson borgarstjóri sagði við undirritun samninganna á sínum tíma: „Ástæðan fyr ir því að borg in vill leggja þessu lið er að við vilj um að borg in sé spenn andi stað­ ur, þar sem verða til nýj ar hug­ mynd ir og ný fyr ir tæki og þetta verk efni pass ar mjög vel inn í þá mynd.“ Upprunalega átti að verja 158 milljónum í verkefnið. Auðvelt fyrir borgarstarfs- menn að brjóta lög og reglur Dagur  B. Eggertsson, borgar­ stjóri Reykjavíkur, hefur ítrek­ að í viðtölum við fjölmiðla talað um að um minjavernd væri að ræða þegar hann er spurður  út í  braggamálið. Minjavernd rík­ isins  hins vegar  taldi ekki að bragginn myndi falla undir lög um minjavernd og var því ekki um minjavernd að ræða þegar bragginn var gerður upp. Einnig kemur fram í skýrslu Innri endur­ skoðunar að það hafi verið eftir  hentugleika  arkitekts verk­ efnisins hvað ætti að varðveita og hvað ekki. DV hefur í meira en tvo mánuði beðið um heildarlista yfir þau verkefni sem borgin flokkaði undir kostnað vegna verndunar­ sjónarmiða, en heildarkostnaður vegna þess var 71 milljón. Enn hefur DV ekki borist listi yfir þessi verkefni og er ástæðan fyrir því, að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upp­ lýsingarstjóra Reykjavíkurborgar, sú að skrifstofa eigna og atvinnu­ þróunar Reykjavíkurborgar hefur ekki enn svarað beiðni hans um að fá fullan lista. Sama skrifstofa tók sér meira en ár í að svara borgarlögmanni og afhenda hon­ um gögn varðandi skoðun hans á braggamálinu. Framkvæmdum við braggann er ekki enn lok­ ið en forseti borgarstjórnar gaf það út 11. október að borgar búar myndu ekki greiða krónu í við­ bót í braggann. Samkvæmt leig­ usamningi á milli  Háskólans  í Reykjavík og Reykjavíkurborgar er talað um að leigan eigi við full­ búið húsnæði. DV óskaði eftir reikningum fyrir leigu á húsnæð­ inu sem Reykjavíkurborg sendi á Háskólann í Reykjavík þann 20. desember síðastliðinn, enn hefur ekki borist svar frá Reykjavíkur­ borg vegna þeirrar fyrirspurnar. Samkvæmt skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkur­ borgar er augljóst að nánast allt hafi farið úrskeiðis varðandi þessa framkvæmd og sýndi skýrslan hversu auðvelt það er fyrir borgar starfsmenn að brjóta bæði lög og reglur í starfi og eyða hund­ ruðum milljónum króna skatt­ greiðenda án þess að bera nokkra ábyrgð á mistökum sínum. Skip­ aður hefur verið hópur sem á að fara yfir tillögur Innri endur­ skoðunar um hvernig koma eigi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur innan stjórnsýslu borg­ arinnar. Mun Dagur  B. Eggerts­ son leiða þá vinnu. Hafa borgar­ fulltrúar minnihlutans  bent  á að það sé afar óheppilegt að Dagur leiði þá vinnu þar sem hann var meðal annars yfirmaður Hrólfs Jónssonar, ásamt því að hann hafi ekki brugðist neitt við ábending­ um Innri endurskoðunar frá ár­ inu 2015. DV mun fjalla ítarlega um braggamálið á næstu dögum. Skellti á blaðamann DV hafði samband við Ólaf  I. Halldórsson, fyrrverandi verk­ efnastjóra hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkur­ borgar. Í  skýrslunni  kemur fram að Ólafur hafi engan veginn ver­ ið að sinna sínum skyldum í starfi. Vildi Ólafur ekkert tjá sig um málið og vísaði á upplýs­ ingarstjóra Reykjavíkurborgar og skellti svo á blaðamann. DV hafði samband við Bjarna Brynjólfsson en hann kannaðist ekki við að hann ætti að svara fyrir Ólaf þar sem hann hefði sagt upp störfum hjá borginni í desember. DV mun fjalla ítarlega um braggamálið á næstu dögum. n M argrét Leifsdóttir var  verkefnisstjóri  yfir verkefninu, hún starfar hjá arkitektastofunni Arkibúllunni og er fyrrverandi starfsmaður Reykjavíkurborgar. Margrét kvittaði upp á reikninga fyrir hönd Reykjavíkurborgar og er því nafn hennar á flestum reikningunum sem Reykjavíkur­ borg greiddi verktökum fyrir vinnu við verkefnið. Hún var ekki aðalhönnuður verksins að henn­ ar sögn en sinnti hún einnig eft­ irliti fyrir hönd borgarinnar og sat vikulega fundi með fulltrúum borgarinnar þar sem kostnaður­ inn lá fyrir hverju sinni. Í skýrslu Innri endurskoðun­ ar kemur fram að eftirliti með verkefninu hafi verið ábótavant og segir í skýrslunni að viðvera Margrétar hafi verið takmörkuð. Samt sem áður sendi Arkibúllan reikning fyrir alls 616 klukkutím­ um vegna vinnu við eftirlit. Af þeim fóru 114 í  vettvangsferð­ ir  og fundi vegna framkvæmda við braggann.  Margrét mætti í morgunútvarp RÚV á sínum tíma og sagðist hafa verið mikið á staðnum og að þessi tímaskrán­ ing hafi verið algjörlega rétt. Í samtali við DV segir Margrét að hún hafi verið búin að kynna sér skýrsluna og að hún hafi ver­ ið afskaplega ítarleg. Það kem­ ur henni á óvart að Innri endur­ skoðun telji að eftirliti hafi verið ábótavant. „Ég er búin að setja niður nokkrar athugasemdir við skýrsluna sem ég á eftir að senda á Innri endurskoðun. Ég skil ekki alveg þá athugasemd, það kemur mér mjög á óvart. Ég held að allir þeir sem stóðu að byggingunni, ég gæti ekki  ímyndað  mér það að neinn þeirra myndi halda því fram að ég hefði verið lítið á staðnum.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að Margrét hafi brotið inn­ kaupareglur borgarinnar þar sem hún sótti ítrekað eingöngu tilboð frá einum aðila. Margrét segir að það sé stór  misskiln­ ingur  í fréttaflutningi að hún hafi  handvalið  verktaka. Reikn­ ingar sem einn verktakanna skil­ aði inn sýna að verktakinn keypti verkfæri á kostnað Reykjavíkur­ borgar og samþykkti Margrét þá reikninga. Þegar hún var spurð hvort hún teldi eðlilegt að borgin greiddi fyrir verkfæri verktaka sagði Margrét: „Ég ætla alls ekki að fullyrða að það sé eitthvað óeðlilegt við það.“ Skýrslan sýnir að þú hafir ver- ið að fara mjög illa með skattfé, þú varst ekki að fara eftir inn- kaupareglum borgarinnar og þú varst með takmarkaða viðveru á byggingarstað. Finnst þér ekki að þú eigir að bera einhverja ábyrgð á þessu máli? „Ég er  búin að læra mjög mik­ ið á þessu máli.“ Þetta er líka búið að vera mjög dýr lexía sem hefur kost- að skattgreiðendur tugi milljóna vegna brota þinna. „Ég er að læra mjög mikið á þessu verkefni,“ segir hún hik­ andi. Telur þú þig vera hæfa til að vinna að frekari verkefnum fyrir borgina? „Já, reyndar geri ég það, al­ gjörlega.“ Þó svo að skýrslan segi að þú hafir brotið innkaupareglur Reykjavíkurborgar ítrekað? „Ég tel mig bara vera fullhæfa til þess, algjörlega. Ég ætla ekki einu sinni að fullyrða að ég hafi brotið reglur.“ n UNDRAST SKÝRSLU INNRI ENDURSKOÐUNAR Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is „Ástæðan fyr ir því að borg in vill leggja þessu lið er að við vilj um að borg in sé spenn andi staður 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.