Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Page 10
10 4. janúar 2019FÓKUS FÓKUS Gylfaflöt 6 - 8 S. 587 - 6688 fanntofell.is BORÐPLÖTUR & SÓLBEKKIR Einbýlishúsið var skærasta stjarnan í kvikmyndinni Húsið – Trúnaðar mál sem leikstýrt var af Agli Eðvarðssyni. Kvikmyndin var gefin út árið 1983 og er fyrst íslenskra hrollvekja í flokki svonefndra „geiramynda“. Hrollur myndarinnar byggist á dulmögnuðu and- rúmslofti, flöktandi skuggum og undarlegum draumum. Húsið, sem var byggt árið 1926, er stórt og reisulegt, um 300 fer- metrar og hvítt að lit. „Þarna var mjög laglegt hús sem við gerðum ljótt,“ segir Egill um húsið við Ásvallagötu. „Eigendurnir leyfðu okk- ur að mála tvær hliðar upp á nýtt. Það stóð þarna hvítt og fínt en við vildum hafa það grátt og ljótt.“ Jóhann Páll Valdimarsson, sem stýrði Forlaginu og JPV í fjölda ára, og eiginkona hans, Guðrún Sigfúsdóttir, áttu húsið og lánuðu hópnum heimilið á meðan þau fóru í frí til Bandaríkjanna. „Kon- an mín hefur alltaf talað um að það væru vondir andar í húsinu en ég reyni að leiða drauga hjá mér,“ segir hann og bætir við að Egill og félagar hafi hrifist svo mikið af húsinu á sínum tíma að annað kom ekki til greina en að nota það fyrir kvikmyndina, en sögusagnir um draugagang hefðu ekki sakað hvað andrúmsloftið áhrærði. K vikmyndir eru töfraheimur og margt sem þarf til svo úr verði heil kvikmynd. Það er ekki bara fólk í ótal hlutverkum, bæði fyrir framan og aftan myndavélarnar. Leikmunir skipta líka öllu máli, bæði litlir og stórir, og leikmynd þarf líka að vera til staðar. Í mörgum kvikmyndum gegna hús eða íbúðir stóru hlutverki af heildarmyndinni og erfitt er að sjá fyrir sér að myndin væri sú sama hefði annað hús (eða íbúð) verið notað. Hver man til dæm- is ekki eftir húsi McCallister-fjöl- skyldunnar í Home Alone og íbúð vinahópsins í Friends? Sama á við um margar ís- lenskar kvikmyndir og hér eru fimm alkunn hús úr þekktum kvikmyndum. Húsin í bíó Ekki er allt sem sýnist Í kvikmyndinni Ég man þig, sem gerð er eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur, gegnir hús á Hesteyri á norðanverðum Vestfjörðum stóru hlutverki. Húsið er þó alls ekki á Hesteyri, heldur stendur það við Víkurbraut 4 í Grindavík og með aðstoð tölvutækninnar er það fært til Vestfjarða. Húsið heitir Bakki og er í eigu Minja- og sögufélags Grindavík- ur, en félagið eignaðist húsið í maí 2015 og hefur unnið að endur- byggingu þess. Ég man þig er að miklu leyti kvikmynduð í og við Bakka. Bakki er forn verbúð, byggð 1933, og er talin vera elsta uppistand- andi verbúð á Suðurnesjum. Vonir standa til að í framtíðinni muni Bakki hýsa byggðasafn Grindvíkinga og aðra menningartengda starf- semi. Pét ur Ein ars son, fyrr ver andi for stjóri Straums og þríþraut- ar kappi, lánaði íbúð sína í mið- bæ Reykjavíkur fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðurinn, Pétur lánaði ekki bara íbúð- ina, heldur líka sjálfan sig, þar sem hann átti stórleik sem staðgengill Baltasars Kormáks þar sem hann synti og hjólaði af miklum krafti. Í viðtali við Smartland árið 2016 sagði Pétur: „Ég er svo hepp inn að eiga íbúð við höfn- ina með út sýni sem passaði vel í mynd ina og það var bara gam an. En þetta var meira fyr- ir tæki en við gerðum okk ur grein fyr ir og mikið af tækj um og fólki í hús inu í nokkra daga en allt gekk vel á end an um. Það var vissu lega skrítið að sjá Gísla Örn og Heru reykja stór ar jón ur í sóf an um hjá mér en þau eru frá bær ir leik ar ar og íbúðin er flott ari eft ir tök urn ar. Það er mik ill heiður að vera hluti af stærstu íslensku mynd inni sem hef ur verið gerð.“ Einn þekktasti sumarbústaður landsins kom við sögu í Stellu í orlofi (1986), en Stella fékk hann lánaðan og fór með Salomon vin sinn þangað í afslöppun með kostulegum afleiðingum. Sumarbústaðurinn, sem er í Norðurnesi í Kjós, var byggður árið 1978. Hann var settur á sölu í júlí 2017 og segir á heimasíðu fast- eignasalans „mikil eftirspurn var eftir húsinu og fengu færri en vildu.“ Þegar kvikmyndin var tekin var lítill gróður við bústaðinn, sem hefur tekið ótrúlegum breytingum á þeim rúmu 30 árum sem liðin eru frá tökum myndarinnar. Baltasar Kormákur valdi eitt þekktasta og fallegasta einbýlishús landsins, sem heimili fjölskyldu persónu hans í Eiðinum; Bakkaflöt 1 í Garðabæ, sem teiknað var af arkitektinum Högnu Sigurðardóttur árið 1965. Húsið ber sterk höf und ar ein kenni en í verk um sín um lagði Högna áherslu á tengsl bygg ing ar við nátt úr una. Högna var fædd árið 1929 og var fyrst Íslendinga til að læra við École des Beaux-Arts í París, þaðan sem hún útskrifaðist árið 1960. Fyrsta húsið sem byggt var samkvæmt hönnun Högnu var ein- býl is hús í Vest manna eyj um, við Bú astaðabraut 11. Það skemmd ist í Heima eyj argos inu árið 1973 og er Brekku gerðið því elsta stand andi verk henn ar. Bakki – Ég man þig Ásvallagata 8 – Húsið Sumarbústaður Antons flugstjóra – Stella í orlofi Mýrargata - Eiðurinn Högnuhús – Eiðurinn Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.