Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Qupperneq 28
Nýtt ár – nýr lífsstíll 4. janúar 2019KYNNINGARBLAÐ Kísilsteinefnið inniheldur hreinan jarðhitakísil Kísilsteinefnið geoSilica inniheldur hreinan jarðhitakísil sem unninn er úr jarðhitavatni Hellisheiðar- virkjunar. Læknisfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að kísill gegnir mikil- vægu hlutverki í mannslíkamanum og er honum nauðsynlegur. Kísill er sér- staklega mikilvægur fyrir heilsu beina enda örvar hann myndun kollagens í líkamanum, en kollagen er helsta uppi- staða bandvefjar sem er að finna í beinum, húð, hári, nöglum, liðböndum, sinum og brjóski. Kísill hjálpar einnig kalki að koma sér fyrir í beinvef og er því mikilvægt að taka inn kísil samhliða kalkinntöku til að kalkið nýtist sem best. Inntaka kísilsteinefnis gæti haft fyrirbyggjandi áhrif gegn beinþynningu. Kísilsteinefnið geoSilica styrk- ir bandvef, styrkir hár og neglur og vegna betri myndunar kollagens getur inntaka kísilsins stuðlað að sléttari og fallegri húð. Fyrirtækið geoSilica Iceland hef- ur þróað vöruna, framleiðir hana og selur. Þau Fidu Abu Libdeh og Burkni Pálsson, ásamt Ögnum ehf., stofnuðu fyrirtækið árið 2012. Um haustið það ár fékk geoSilica verkefnastyrk Tækni- þróunarsjóðs til rannsókna og þróunar á vörunni. Hún kom síðan á markað í desember árið 2014: 100 prósent há- gæða náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi, tilbúið til inntöku. Nýjar vörur frá geoSilica slá í gegn geoSilica hefur eflt mjög vöruþróun á síðustu misserum og hafa nýjar vörur frá fyrirtækinu slegið rækilega í gegn. geoSilica kísilsteinefni eru á metsölulistanum Top 10 Best Sell- ers in Silica Mineral Supplements á Amazon US. geoSilica býður nú upp á eftirfar- andi vörulínu: n geoSilica kísill -Íslenskt kísilstein- efni n geoSilica Renew – Fyrir húð, hár og neglur n geoSilica Recover – Fyrir vöðva og taugar n geoSilica Repair – Fyrir liði og bein Nánari upplýsingar um vörurnar og virkni þeirra er að finna á vef- síðunni geosilica.is. Þar er einnig að finna merkilegar reynslusögur margra Íslendinga sem hafa notað vörurnar frá geoSilica með undraverðum árangri. Við látum eina fljóta hér með: Ásdís Geirsdóttir „Nokkrum mánuðum eftir að ég átti yngri dóttur mína í nóvem- ber 2014 fór að bera á miklu hárlosi hjá mér. Ásamt því var ég mjög slæm í húðinni og neglurnar á mér brotnuðu endalaust. Mér var þá bent á kísilsteinefnið frá geoSilica. Það er 100% náttúrulegt steinefni sem er þróað og fram- leitt á Íslandi úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun. Kísilsteinefnið kemur í vökvaformi og ætlast er til að maður taki inn 1 msk. (10 ml) á hverjum degi. Það sem mér fannst líka virkilega gott við kísilinn er að hann inniheldur engin aukaefni – aðeins kísil og vatn – og er einnig bragðlaus. Ég ákvað að prófa enda orðin frekar langþreytt á þessu ástandi og búin að prófa bæði sjampó fyrir hárlos, ýmis krem og naglaherði. Ein flaska dugði mér í einn mánuði og eftir um 2 vikur var ég farin að sjá verulegan mun á húðinni, hárinu og nöglum. Ég ákvað því að taka aðra góða törn og keypti flöskur næstu tvo mánuðina og ár- angurinn lét ekki á sér standa! Ég náði svo að sannfæra manninn minn um að prófa kísilinn líka. Hann er með psoriasis en kísillinn hefur reynst fólki með psoria- sis einstaklega vel. Hann sá einnig mikinn mun á húðinni sinni og margir blettir sem hann var með urðu þynnri og minnkuðu til muna. Síðan þá höfum við nokkrum sinnum tekið tarnir með kísilinn frá geoSilica og alltaf sé ég jafn mikinn mun á mér og þá sérstaklega á húðinni og nöglunum. Auk þess finnst mér þetta minnka slen og stirðleika sem oft hellist yfir marga yfir vetrartímann.“ n Vatnsleikfimi er frábær líkams-rækt sem hentar bæði fullfrísku fólki og fólki með ýmis stoð- kerfisvandamál, bakverki, vefjagigt eða slitgigt. Jóna Örlygsdóttir íþróttakennari hefur um árabil boðið upp á hressandi og skemmtilega vatnsleikfimi í Mýrinni í Garðabæ (TM-höllin). „Vatnsleikfimin hjá mér er ætluð fólki á vinnufærum aldri eins og það er kallað, aldursbilið í tímunum er frá u.þ.b. 45–65 ára,“ segir Jóna en hennar þjálf- un byggist upp á fjölbreyttum æfing- um til að auka liðleika, styrk og úthald. Áherslan í leikfiminni er lögð á að nýta vatnið sem mótstöðu til að bæta hreyfi- getu og auka líkamlega færni. Margir sem mæta eru með gigtarvandamál, bakverki og önnur stoðkerfiseinkenni, aðrir eru tiltölulega heilsuhraustir og er leikfimin þá góð viðbót við aðra hreyf- ingu. „Maður getur svo margt í vatni sem ekki er gott að gera á þurru landi og ávinningurinn af því hafa vatnið sem mótstöðu er mikill. Meiðslahætta er nánast engin og líðanin eftir hreyfingu í vatni er alveg dásamleg.“ Jóna kennir vatnsleikfimi fimm daga vikunnar og er yfirleitt með tvo til þrjá hópa á dag. „Ég gæti þess að hafa hópana ekki of stóra, það er nauðsyn- legt að hver einstaklingur fái leiðbein- ingar samkvæmt sinni getu,“ segir Jóna. „Ég legg líka mikið upp úr því að kynna mér ástand hvers og eins og hafa þjón- ustuna eins persónulega og hægt er. Ég hef mikla og góða reynslu af þjálfun, starfaði til dæmis lengi á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, hef starfað á líkams- ræktarstöðvum og undanfarið hef ég líka verið í samstarfi við starfsendur- hæfinguna VIRK.“ Næstu hópar í vatnsleikfiminni fara í gang þann 16. janúar. Skráning er hafin og skal skrá sig með því að senda skila- boð á Facebook-síðunni Mýrin vatns- leikfimi eða senda tölvupóst á netfangið myrin.vatnsleikfimi@gmail.com. n MÝRIN VATNSLEIKFIMI: Heilsuefling í vatni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.