Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Síða 34
34 FÓLK - VIÐTAL 4. janúar 2019 Á vinnustofu Þrándar við Nýlendugötu er nýtt verk í fæðingu. Stórt og ógnvæn­ legt verk af frelsisstyttunni sem tengist stöðu Íslands í Atl­ antshafsbandalaginu. Meistarinn segist eiga eftir að laga það til og setja meiri húmor í það. Eru einhver verk sem þú byrjar á en verða aldrei fullvaxta? „Já, það kemur fyrir að ég missi trúna á verkum. Verk sem ég er kannski búinn að vera að hamast á í einhvern tíma en svo verða þau ekki eins og ég vildi.“ Þrándur sækir tvær gulleitar myndir af Reykjavíkurtjörn. Önnur þeirra fæddist aldrei en hin yngri er stærri og gerð á betri striga. Þránd­ ur deilir húsnæði með öðrum listamönnum, í húsnæði þar sem Royalbúðingarnir voru áður fram­ leiddir. Tækin eru þarna enn innan um listmuni af ýmsum toga. Teiknaði með Hugleiki frænda Þú ert að norðan, er það ekki? „Jú, í aðra röndina. Norðmaður í hina. Pabbi er úr Svarfaðardalnum og mamma frá Noregi. Ég fæddist á Akureyri og ólst þar upp að hluta til. Annars vorum við að flakka mik­ ið milli Íslands og Noregs, við og systur mínar tvær.“ Faðir Þrándar er sagnfræðingur að mennt og starfaði við stálplötu­ smíði. Móðir hans þýddi fyrir norsku lögregluna. „Ég var mikið rólyndisbarn og alltaf að teikna og dunda mér, vel upp alinn og þægilegur strákur,“ segir Þrándur. „Það var lítið um vandræði á mér. Teikningin átti hug minn allan og ég var aldrei í nein­ um íþróttum. Ég átti einnig ýmis lúðaáhugamál eins og hlutverka­ FEGURÐ ENDING MÝKT Kostirnir eru ótvíræðir: • Fallegra hús • Ekkert viðhald Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is VEGGKLÆÐNINGAR Fyrir allar gerðir húsa, ný jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða Þrándur Þórarinsson hefur haslað sér völl sem umtalaðasti listmálari þjóðarinnar. Hann rær gegn straumnum og málar verk í anda gömlu meistar- anna, en er óhræddur við að skeyta nútímanum inn í. Útkoman getur verið allt í senn falleg, undarleg, stuðandi og bráðfyndin. DV ræddi við Þránd um æskuna, einmanaleikann, frægðina, hina árlegu höfnun um listamannalaun og fleira. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Þrándur hefur varla undan að mála Umtalaður Nábrók Bjarna og Klausturfokk komust í fréttirnar. n Fær ekki listamannalaun n Erfiðara að stuða fólk í dag nGangverðið 300 til 500 þúsund krónur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.