Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Síða 41
414. janúar 2019 TÍMAVÉLIN Suðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 588 0188 • slysabaetur@slysabaetur.is VIÐ SÆKJUM BÆTURNAR Ekki flækja málin. S igurður Eiríksson Breið- fjörð var eitt af merkisskáld- um 19. aldar en lifibrauð sitt hafði hann af beykisiðn. Sigurður var rímnaskáld mikið og ótal verk hans hafa verið gefin út á prenti. Minningu hans fylgdi hins vegar alltaf sú skömm að hafa hloti dóm fyrir tvíkvæni. Trassaði að skilja í Eyjum Sigurður var fæddur árið 1798 á Rifgirðingum í Breiðafirði. Hann hélt út til Danmerkur til að nema beykisiðn og starfaði við það víða um land, til dæmis á Ísafirði, í Reykjavík, Flatey og Vestmanna- eyjum. Einnig á Grænlandi. Sig- urður varð ekki ríkur af þessu og um tíma var hann í óreglu og fór illa með peninga. Kvennamál hans voru einnig mikið til tals. Árið 1826, þegar Sigurður bjó í Eyjum, gekk hann að eiga Sig- ríði Nikulásdóttur, vinnukonu í Kornhól. Það hjónaband var ekki sprottið af ást heldur af greiða við kaupmanninn, Andreas Petreus, sem hafði barnað hana. Nokkrum mánuðum síðar eignaðist Sigurð- ur sjálfur barn með með annarri vinnukonu í Kornhól, Guðríði Sigurðardóttur. Það dó hins vegar ungt úr ginklofa. Tveimur árum síðar flutti Sigurður vestur á Snæ- fellsnes og skildi Sigríði eftir í Eyj- um. Hún tók þá saman við versl- unarmann að nafni Otti Jónsson. Dómar, fátækt og drykkja Árið 1836 flutti Sigurður á Gríms- staði í Breiðavík á Snæfellsnesi og hóf sambúð með Kristínu Ill- ugadóttur sem þar bjó. Eftir eitt ár í sambúð giftust þau en Sig- urður hafði aldrei skilið við Sig- ríði í Eyjum. Gengið var á Sigurð í tvö ár vegna tvíkvænisins og var hann að lokum dæmdur til 20 vandarhögga og hárra fjársekta. Fór svo að konungur náðaði Sig- urð hvað vandarhöggin varðaði en sektirnar lágu á honum eins og mara. Árið 1841 fluttu þau snauð til Seltjarnarness og var Sigurður þá orðinn mjög bitur. Yfirgaf hann jörðina með þessum orðum: „Fjögur ár lét ég ljá leiðar þúfur rota, aldrei vaxi á þeim strá eigendum til nota.“ Var sagt að túnin á Gríms- stöðum hafi aldrei orðið söm eft- ir þessi álög skáldsins. Sigurður fékk vinnu í Reykjavík en bjó í fá- tækt, drykkju og heilsuleysi. Fékk hann reglulega köst, hugsan- lega flogaveikisköst. Árið 1843 var hann dæmdur til fangelsisvistar fyrir ávísanafölsun en landlæknir beitti sér fyrir því að hann myndi ekki þurfa að sæta þeirri refsingu. Heilsa Sigurðar var þá þannig að líklegt væri að hann myndi ekki lifa lengi og mannúðlegra að hann fengi að deyja heima hjá sér. Hann var hins vegar látinn sitja inni um hríð árið 1845. Ári síðar var Sig- urður látinn úr mislingum. n H jörtur Þórðarson var á með- al fremstu vísindamanna þjóðarinnar, ef ekki sá fremsti. Nafn hans er hins vegar lítt kunnugt hér á landi, enda flutti hann ungur til Ameríku og þar var hann þekktur sem Chest- er. Hirti var líkt við sjálfan Nikola Tesla. Hann stofnaði stórfyrirtæki, fékk um eitt hundrað einkaleyfi og keypti sína eigin eyju. Auk þess er bókasafn hans eitt af þeim merki- legri sem til eru í gervöllum Banda- ríkjunum. Heillaður af náttúruöflunum Hjörtur var fæddur í Hrútafirði árið 1867, næstyngstur fimm barna Þórðar Árnasonar og Guðrúnar Grímsdóttur frá Bjarnastöðum í Hvítársíðu. Þegar Hjörtur var að- eins sex ára flutti fjölskyldan vestur um haf til borgarinnar Milwaukee í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Síðar á lífsleiðinni sagðist hann eiga tvær minningar frá æsku sinni á Ís- landi, hafölduna og norðurljósin. Fannst honum mesta furða að full- orðna fólkið vissi ekkert af hverju norðurljósin dönsuðu svo björt. Skömmu eftir að fjölskyldan kom út veiktist Þórður af taugaveiki og lést. Guðrún flutti þá með börn- in fimm í sveitina í Dane-sýslu þar sem norskir trúboðar höfðu komið upp samfélagi. Hjörtur var forvit- inn um náttúruöflin strax í frum- bernsku. Skógurinn og árnar í hinu nýja heimalandi heilluðu hann og kveiktu spurningar. Sem ungur piltur hannaði hann alls kyns stífl- ur og tæki til að láta árnar snúa hjól- um. Hjörtur hjálpaði við bústörfin heima en hugur hans hneigðist til eðlisfræðinnar. Hann fékk eðlis- fræðibók eftir J.G. Fischer sem hann las upp til agna og rafmagn- ið heillaði hann mest. Hjörtur talaði enn betri íslensku en ensku en enskt nafn fékk hann strax í skólagöngunni, Chester H. Thordarson. Yfirmaður hjá Edison Átján ára flutti Hjörtur til Chicago og bjó þar með systur sinni. Hann hafði ekki efni á langskólagöngu í eðlisfræði en fékk vinnu við smíðar á raftækjum. Öll laun sem ekki fóru í uppihald notaði hann til að kaupa bækur um raftækni og vísindi. Hjörtur starfaði við rafsmíðar, sem var þá ný iðn, bæði í Chicago og St. Louis. Loks fékk hann yfirmanns- stöðu hjá félagi Thomasar Edison. Árið 1895 hætti hann þar og stofn- aði sitt eigið fyrirtæki, Thordarson Electric Manufacturing Company. Einnig giftist hann íslenskri sauma- konu, Júlíönu Friðriksdóttur frá Eyrarbakka, og eignuðust þau þrjú börn. Lítið var að gera fyrstu árin hjá Hirti enda rafmagn ekki orðið al- mennt. Hann hafði þó nokkuð að gera við að smíða kennslutæki fyr- ir háskóla. Þá fór hann að prófa sig áfram með alls kyns uppfinningar og sótti um einkaleyfi fyrir mörgum þeirra. Á ævinni allri fékk Hjörtur um eitt hundrað einkaleyfi og flest- ir háskólar Bandaríkjanna áttu að minnsta kosti eitt tæki frá Hirti. Orðspor hins sjálfmenntaða manns reis hratt og árið 1915 fékk Smith- sonian-stofnunin hann til að smíða milljón volta spenni á stórri heims- sýningu í San Francisco. Fékk hann viðurnefnið Nicola Tesla Chicago- borgar. Missti stjórnina í kreppunni Fyrirtæki hans stækkaði jafnt og þétt og frægð hans jókst með hverju árinu. Áður en kreppan mikla skall á störfuðu 1.500 manns hjá honum og veltan var fimm milljónir dollara á ári. Eftir kreppuna var fyrirtækið í gjörgæslu og Hjörtur varð að láta aðra um stjórnina. Flutti hann þá út í eyjuna Rock Island sem hann hafði keypt og vann þar að fleiri uppfinn- ingum. Árið 1939 hlaut hann fálka- orðuna frá Kristjáni X. konungi. Í upphafi árs 1945 fékk Hjörtur hjartaslag og lést. Skömmu síðar var fyrirtækið sameinað öðrum og fékk nýtt nafn Thordarson Meissner sem er enn þá starfandi í dag. Árið 1965 keypti Wisconsin-fylki Rock Island af erfingjum Hjartar og kom þar á fót þjóðgarði. Í Wisconsin-há- skóla er nafni Hjartar einnig haldið á lofti þar sem Hjörtur arfleiddi skólann að bókasafni sínu. Í safn- inu eru margir fágætir munir og er heildarvirði þess metið á um einn og hálfan milljarð króna. n SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ DÆMDUR FYRIR TVÍKVÆNI n Dó í fátækt og eymd MESTI VÍSINDAMAÐUR ÍSLANDS n Hjörtur Þórðarson, uppfinningamaður og rafsmíðamógúll „Orðspor hins sjálfsmenntaða manns reis hratt og árið 1915 fékk Smithsonian-stofnunin hann til að smíða milljón volta spenni á stórri heimssýningu í San Francisco Rock Island Hjörtur bjó þar síðustu árin. Sigurður Breiðfjörð Þjóðskáld sem lifði í eymd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.