Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Síða 54
54 4. janúar 2019FÓKUS Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Fregnir af frægum Söngkonan Stefanía Svavarsdóttir og Benjamín Náttmörður Árnason, gítarleikari og tónlistarkennari, eignuðust sitt fyrsta barn þann 18. desember þegar í heiminn kom dásamlegur drengur. „Svo urðu þau sex. Kettinum er nokk sama og þverneitaði því að vera með á mynd en við fjögur erum að springa úr hamingju!“ sagði parið á Facebook í sumar þegar það tilkynnti um bumbubúann, en fyrir á heimilinu voru einn köttur og tveir hundar. „Við foreldrarnir erum gjörsamlega að springa úr ást og mamman grætur bara endalaust úr hamingju yfir þessu „litla“ fullkomna kraftaverki,“ skrifuðu hinir nýbökuðu foreldrar þegar drengurinn var fæddur. Fókus óskar þeim hjartanlega til hamingju með soninn. Leikstjóraparið Margrét Seema Takyar og Grímur Hákonarson á von á stúlku. Parið tilkynnti um bumbubúann með myndbirtingu á Facebook á gamlársdag. „2018 var fullkomið, upp og niður og allt, alveg eins og ég vildi hafa það. Mín ósk er að 2019 mæti eins og skemmtilegur, flókinn og kraumandi elskhugi sem hristir upp í þér. Ástir frá mér og stúlku Grímsdóttur Takyar,“ skrifar Margrét. Mar grét er nýlega flutt heim eftir 15 ára viðveru í New York og sá síðast um leikstjórn og tökur á þáttunum Trúnó, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Grímur er þekktastur fyrir myndirnar Hrútar og Litla Moskva. Fókus óskar parinu hjartanlega til hamingju með bumbubúann. Áramótaskaupið 2018 er milli tannana á fólki á nýju ári, eins og venjan er, og sitt sýnist hverjum um ágæti þess. En hvort sem fólki finnst skaupið gott, lélegt eða eitthvað þar á milli, þá er frammistaða leikaranna með miklum ágætum, bæði reyndra leikara, sem flestir þekkja og leikara af yngri kynslóðinni, sem jafnvel eru að stíga sín fyrstu skref frammi fyrir alþjóð. Einn af fulltrúum yngri kynslóðarinnar er Rakel Björk Björnsdóttir, sem gerir sér lítið fyrir og bregður sér í gervi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með miklum ágætum og nær hún andlitsgeiflum Katrínar einstaklega vel. Rakel Björk er nemandi á lokaári við Lista­ háskóla Íslands. Hún hefur fengist töluvert við leiklist síðustu ár og kom meðal annars fram í kvikmyndunum Falskur fugl og Þrestir. Hún lagði stund á söngnám áður en hún fór í leiklistina og 2016 kom út frumraun hennar í söngheiminum, What If. Leikkonurnar Steiney Skúladóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir vinna nú að þátta­ röðinni Heilabrot, þáttum um geðsjúkdóma, sem sýndir verða á RÚV í mars. Leikstjóri er Arnór Pálmi Arnarsson. Þríeykið vann áður að þáttaröðinni Framapot, sem sýnd var fyrir tveimur árum. Þættirnir fjölluðu um Steineyju og Sigurlaugu Söru sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í þáttunum komast þær að því hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða og fá nasasjón af ýmiss konar starfsframa. Eggert Skúlason, sjónvarpsmaður og fyrrverandi ritstjóri DV, hefur undan­ farna mánuði staðið í ströngu við upptöku veiðiþáttanna Sporðakasta sem sýndir verða á næsta ári. Tekur Eggert þar með upp þráðinn frá því fyrir tuttugu árum þegar samnefndir þættir hans slógu í gegn hjá veiðimönnum. Ver­ kefnið er Eggerti afar kært enda er hann annálaður áhugamaður um hvers konar veiði. Sonur Eggerts, Hafþór Eggertsson, er hæfileikaríkur húðflúrlistamaður og því fékk Eggert hann til þess að flúra á sig heiti verkefnisins. Hann deildi af­ rakstrinum með Facebook­vinum sínum á dögunum. „Eitt skemmtilegasta ár sem ég hef átt lengi,“ sagði sjónvarps­ maðurinn. Erlendum leikurum í hópi Íslandsvina fjölgar stöðugt. Einn þeirra sem var staddur á Íslandi yfir áramótin og inn í nýárið er bandaríski leikarinn Drew Van Acker, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jason DiLaurentis í sjónvarpsþáttunum Pretty Little Liars, en hann hefur einnig leikið í sjónvarpsþáttunum Training Day og Devious Maids. Á Instagram má sjá að hann hefur meðal annars heimsótt Reynisfjöru, farið Gullna hringinn og kafað í Þingvallavatni. Kærasta hans, Markie Adams, er með honum í ferðinni og gerði Van Acker sér lítið fyrir og skellti sér á skeljarnar í Reynisfjöru og bað hennar. Svarið var að sjálfsögðu já!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.