Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Side 56
4. janúar 2019 51. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 ford.is Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Ford tekur þig lengra Komdu, reynsluaktu og upplifðu nýjan Ford Focus M A R K A R N Ý J A T Í M A ! Nýr Ford Focus markar nýja tíma hvað varðar tækni, þægindi, innra rými og akstursupplifun í sínum flokki fólksbíla. Hann hefur fengið frábæra dóma um allan heim. Ford tekur þig lengra, komdu, upplifðu og reynsluaktu nýjum Ford Focus A L V E G N Ý R F O R D F O C U S VERÐ FRÁ AÐEINS: 3.190.000 KR. Staðalbúnaður er sérlega ríkulegur: Mikill öryggisbúnaður: Ökumannsvaki (Drivers Alert), Árekstravari (Active City Stop), Veglínuskynjari (Lane Keeping Alert). Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth og neyðarhringingu (112), My Key búnaður (forritanlegur lykill með takmörk á hámarkshraða, hljóðstyrk hljómtækja ofl.), Apple CarPlay og Android Auto, Stillanlegir akstursmátar (Normal/Eco/Sport) o. m. fl. Einnig fáanlegur sjálfskiptur og station Nýr Focus heilsíða Ongoing 255x380 20181105_END.indd 1 05/11/2018 10:40 Barsmíða- meistarar fram- tíðarinnar! Tvíbent skilaboð G óður rómur var gerður að nýársávarpi Guðna Th. Jóhannessonar, for- seta Íslands. Forsetinn fór um víðan völl en áhrifaríkt þótti þegar hann vakti athygli á tíðum sjálfsvígum íslenskra ungmenna. „Við erum að missa ungt fólk. Í þessu landi velmeg- unar eru sjálfsvíg helsta dánar- orsök ungra karlmanna. Í þessu landi frelsis og framfara verða of mörg ungmenni háð fíkniefn- um og ávanalyfjum,“ sagði for- setinn. Fannst mörgum skjóta skökku við að nokkrum klukku- stundum síðar sæmdi Guðni Agnesi Önnu Sigurðardóttur, áfengisframleiðanda á Árskógs- strönd, fálkaorðunni. Rétt er að minna á að orðunefnd, sem Guðni Ágústs- son veitir for- stöðu, ákveð- ur hverjir skuli fá veg- semdina. Myndbönd af íslenskum börnum að stunda gróft ofbeldi í dreifingu F jöldi myndbanda af ís- lenskum börnum á grunn- skólaaldri er nú í dreifingu á Instagram. Um er að ræða á annan tug myndbanda sem sett hafa verið inn á samfélagsmið- ilinn nafnlaust. Börnin virðast flest vera á aldrinum 12 til 16 ára. Myndböndin eru tekin upp á síma af einhverjum sem er að fylgj- ast með, sum þeirra virðast vera skipulögð en önnur myndböndin sýna beinlínis grófar líkamsárásir þar sem fjöldi barna fylgist með. Síðan sem um ræðir er nafn- laus og auglýsir eftir myndbönd- um af slagsmálum barna. Önnur börn geta þá sent inn myndbönd og látið þau birtast án þess að hægt sé að rekja þau beint til þeirra. Dæmi eru um fjölmargar síður af þessu tagi tengdar slúðri, en DV fjallaði ítarlega um það fyrr í þessum mánuði. Í þessu tilviki er um að ræða síðu sem var nýlega og miðað við hvað hún er virk er búið að dreifa henni víða, í mörgum tilfellum er búið að horfa á myndböndin allt að þúsund sinnum. Í einhverjum tilfellum er búið að tagga þá sem sjást á myndböndunum. Síðunni hefur nú verið lokað, að minnsta kosti í núverandi mynd. Myndböndin, sem DV hefur undir höndum, sýna flest mjög gróft ofbeldi þar sem margir eru að fylgjast með. Í einu myndbandinu sjást piltar í slag í undirgöngum. Orðaskiptin eru lítil sem engin, heyra má hlát- ur í bakgrunninum. Í öðru myndbandi má svo sjá grófa líkamsárás þar sem meðal annars er sparkað í höfuð á ung- menni, viðkomandi stóð þó fljótt upp aftur. Síðar í sama myndbandi sjást einstaklingarnir tala saman, heyra má á röddum þeirra að um er að ræða börn á grunnskólaaldri. Af samtalinu má ráða að sá sem sparkað var í höfuðið á er sagður hafa „lamið fyrrverandi“ og ef hinn einstaklingurinn heyri að sagan sé „fokking sönn“ þá muni hinn „finnast dauður út í fokking skúr“. Borgarfulltrúinn og sjónvarpskonan Tvífarar: T vífarar eru Vigdís Hauks- dóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Linda Blöndal, fjölmiðlakona á Hringbraut. Báðar eru þær þaulreyndar og beittar á sínu sviði. Vigdís hefur verið mjög áberandi eftir að hún tók sér pásu frá stjórnmálunum. Til að mynda hefur hún látið til sín taka í braggamálinu og sýnt borgarstjórninni meira aðhald en aðrir fulltrúar í minnihlut- anum til samans. Linda hóf störf hjá Hringbraut árið 2016 og stýrir meðal annars þættin- um Þjóðbraut. Áður starfaði hún sem fréttamaður hjá RÚV og Stöð 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.