Morgunblaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 a Auðveldara að þrífa penslana aGufar ekki upp aMá margnota sama löginn aNotendur anda ekki að sér eiturefnum a Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum aUNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn Hágæða umhverfisvæn hreinsivara Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mansjúríusveppurinn var vinsælt fyrirbæri á íslenskum heimilum fyrir rétt tæpum aldarfjórðungi. Úr hon- um var unnið te sem átti að vera allra meina bót. Einn af forvígismönnum þessa æðis var Gunnar Eyjólfsson leikari en þrátt fyrir mikla um- fjöllun og áhuga misstu flestir móðinn við svepparæktina. Síðustu ár hefur sveppurinn náð aftur vinsældum og nú er víða hægt að verða sér úti um svokallað kombucha sem er afurð hans; gerjað te sem unnið er eftir kúnstarinnar reglum. Kombucha Iceland er hugarfóstur hjónanna Manuels Plasencia Gutier- rez og Rögnu Bjarkar Guðbrands- dóttur og er fyrsta brugghúsið til að sérhæfa sig í kombucha hér á landi. Afurðir þess hefur meðal annars ver- ið hægt að fá í Frú Laugu og Búrinu. Nú hafa þau Manuel og Ragna tekið höndum saman við Árna Theó- dór Long og félaga hjá Borg brugg- húsi og síðar í vikunni kemur á markað fyrsti íslenski kombucha- bjórinn. Hann kallast Skoffín. Nafn- ið vísar til afkvæmis kattar og refs sem er í raun hvorugt heldur ein- hvers konar bastarður. Þannig er Skoffín hvorki bjór né kombucha heldur einhvers konar blanda af þessu tvennu. „Áhugi okkar kviknaði út frá því að bragðeiginleikar kombucha eiga margt sameiginlegt með súrbjórum sem við höfum verið að gera talsvert af,“ segir Árni Theódór Long, bruggmeistari hjá Borg, í samtali við Morgunblaðið. Nota íslenskt blóðberg Skoffín er 3,8% að styrkleika og inniheldur hefðbundin hráefni bjórs auk tes. Drykkurinn er svo bragð- bættur með íslensku blóðbergi. „Þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt samstarf og við erum gríðarlega ánægð með útkomuna. Við höfum lengi verið áhugafólk um kombucha og höfum verið að gera tilraunir með þetta í heimahúsum og höfum haft á stefnuskránni lengi að brugga þetta í græjunum inni í brugghúsi. Manuel og Ragna eru að gera mjög góða hluti með framleiðsl- una hjá sér og því var frábært að fara í gegnum þetta með þeim,“ segir Árni. Ljósmynd/Thinkstock Sveppurinn snýr aftur Nú þarf fólk ekki að rækta hann sjálft heldur kaupir te í heilsubúðum eða bjór í vínbúðum. Sveppurinn sækir á  Kombucha hefur notið sívaxandi vinsælda hér á landi að undanförnu  Fyrsti íslenski kombucha-bjórinn á markað Skoffín Fyrsti kombucha-bjórinn. Árni Long Matvælastofnun hefur auglýst eft- ir umsóknum um bætur til að úrelda gyltuhús á svínabúum. Stykirnir eru aðeins auglýstir einu sinni og síðan verða fjárveitingar næstu ára notaðar til að greiða ár- legan stuðning. Úreldingarstyrkirnir eru hluti af fjárfestingastuðningi við svínarækt sem samið var um í síðustu bú- vörusamningum. Hluti stuðnings- ins sem samið var um fer í úteld- ingarstyrki og hluti til að styrkja fjárfestingar. Svínaræktin stendur illa vegna stöðugrar aukningar á innflutningi svínakjöts, lækkandi verðs á mark- aðnum og aukinna krafna um að- búnað dýra á svínabúum í reglu- gerð þar um. Markmið stuðningsins er að hraða endurbótum í svínarækt til samræmis við kröfur um velferð dýra. Þinglýst verður kvöð á við- komandi gyltuhús um að það megi ekki nota lengur fyrir gyltur. Bændur geta þá byggt sér ný hús eða keypt sér grísi af sérhæfðum uppeldisbúum sem hafa byggt sig upp í samræmi við gildandi kröfur. 80 milljónir í upphafi Úreldingarstyrkirnir eru 40 milljónir á ári, samkvæmt búvöru- samningi. Styrkirnir voru auglýst- ir í fyrsta skipti á síðasta ári en bændur drógu allar umsóknir sín- ar til baka vegna óvissu sem þeir töldu ríkja um úthlutunarreglur. Í ár verður því úthlutað tveggja ára framlagi. Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri búnaðarstofu Mast, segir að miðað sé við að út- hlutun fyrir næstu ár verði ákveð- in í ár og ekki verði hægt að sækja um næstu árin. Styrkjunum verði úthlutað eftir stærð gyltuhúsanna sem tekin verða úr notkun. Há- marksstyrkur miðast við 200 gylt- ur. Sækja þarf um fyrir 25. sept- ember. helgi@mbl.is Stutt við úreld- ingu gyltuhúsa  Ætlað að hraða umbótum í svínarækt Morgunblaðið/Ásdís Gráðugir grísir Víða þarf að bæta aðstæður dýra á svínabúum. Karlmaður sem eftirlýstur er af al- þjóðalögreglunni Interpol vegna gruns um nauðgun á Íslandi var í farbanni meðan á rannsókn málsins stóð. Maðurinn, Hermn Rasul Hamd, fór úr landi áður en ákæra vegna nauðgunar var honum birt. Samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Interpol er Hamd 33 ára gamall og er frá Írak. Hann er 1,77 metrar á hæð og talar bæði sænsku og kúrdísku. Sú krafa er gerð að aðildarríki Interpol leiti Hamd og handtaki, svo framselja megi hann til Íslands þar sem mál hans yrði væntanlega leitt til lykta fyrir dóm- stólum. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðs- saksóknara, sagði í samtali í gær- dag að erfitt væri að koma í veg fyrir að menn yfirgæfu landið ef þeir væru ekki í gæsluvarðhaldi. Því væri málið nú komið í þann far- veg sem að framan greinir og því væri maðurinn eftirlýstur. Yfirgaf landið í far- banni grunaður og er nú eftirlýstur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.