Morgunblaðið - 04.09.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Minjastofnun leggst gegn því að Björgun ehf.
flytji starfsemi sína í Álfsnesvík nyrst í Þerneyj-
arsundi eins og áformað var. Sex valkostir voru
skoðaðir fyrir nýja staðsetningu Björgunar og var
Álfsnesvík talin besti kosturinn.
Þetta kemur fram í umhverfisskýrslu sem fylgir
tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur,
sem nú er í kynningu á vef borgarinnar.
Í umhverfisskýrslunni, sem unnin er af ráðgjaf-
arfyrirtækinu Alta, kemur fram að í bréfi Minja-
stofnunar, sem dagsett er 17. júlí 2018, beini hún
þeim tilmælum til Reykjavíkurborgar, á grunni
upplýsinga úr uppfærðri fornleifaskráningu Borg-
arsögusafns, að fundin verði önnur staðsetning
fyrir starfsemi Björgunar. Byggir Minjastofnun
tilmæli sín á að svæðið væri hluti af einstakri
minjaheild með minjum um verslun, útveg og
landbúnað.
„Reykjavíkurborg skoðar nú hvernig hægt er
að bregðast við umsögn Minjastofnunar og mun
eiga samráð við Minjastofnun um það á kynning-
artíma vinnslutillögunnar. Skoða þarf hvort
mögulegt sé að grípa til mótvægisaðgerða sem t.d.
gætu falið í sér að skráðum minjum á svæðinu yrði
hlíft að hluta eða öllu leyti, fornleifarannsóknir og/
eða aðrar leiðir við varðveislu minjanna. Niður-
staða ítarlegs kostamats er að aðrar staðsetningar
fyrir starfsemi Björgunar eru ekki tiltækar þann-
ig að sá kostur að leita annað er illfær,“ segir í um-
hverfisskýrslunni.
Núllkostur, það er ef skipulagi yrði ekki breytt
og Álfsnesvík kæmi ekki til greina sem iðnaðar-
svæði myndi leiða til þess að ekkert iðnaðarsvæði
af þessum toga færi inn á skipulag og fyrirtæki
sem þurfa að staðsetja sig á slíku svæði, eins og á
við í tilfelli Björgunar, myndu þurfa að hætta
vinnslu.
Efnisvinnsla á hafsbotni góður kostur
Það gæti haft þau áhrif að framboð á efnum t.d.
til steypuframleiðslu myndi minnka mikið og þá
þyrfti að flytja efni langt að, annaðhvort úr opnum
námum eða þá að opna þyrfti nýjar námur á landi.
Efnisvinnsla úr námum á hafsbotni hafi reynst
hagkvæmur kostur og dregið úr þörfinni fyrir efn-
isnám á landi. Aðalskipulagstillagan verður í
kynningu til 20. september nk.
Hinn 11. október 2016 voru undirritaðir samn-
ingar milli Faxaflóahafna sf. og Björgunar ehf. um
rýmingu fyrirtækisins af lóð þess í Ártúnshöfða.
Samningarnir leystu úr áratuga löngum ágrein-
ingi um gildi samninga aðila frá 1968 og 1994. Fyr-
irtækið fær að vera með starfsemi á svæðinu til
loka maímánaðar 2019. Þar er m.a. geymt bygg-
ingarefni sem sanddæluskip félagsins dæla af
hafsbotni.
Ný byggð mun rísa á landfyllingum
Hinn 18. ágúst 2017 skrifuðu Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Björgunar ehf., undir viljayfirlýs-
ingu þess efnis að Björgun flytji athafnasvæði sitt
í Gunnunes sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Frá
þeirri staðsetningu var síðar horfið.
Á svæði Björgunar í Ártúnshöfða er áformað að
rísi á landfyllingum stækkun Bryggjuhverfis í
vesturátt. Gert er ráð fyrir allt að 850 íbúðum í
þessu nýja hverfi. Björgun annast framkvæmd
landfyllinganna.
Minjastofnun leggst gegn
starfsemi í Álfsnesvík
Áform um flutning Björgunar ehf. í uppnámi Minjastofnun segir svæðið vera
hluta af einstakri minjaheild Björgun á að yfirgefa Ártúnshöfða í maí 2019
Viðey
Geldinganes
Álfsnes
Grafarvorgur
Sorpa
Leirvogur
Faxaflói
REYKJAVÍK
MOSFELLSBÆR
Björgun
Sævarhöfða
Álfsnes A
Við Kollafjörð
Álfsnes B
Við Álfsnesbæinn
Álfsnes C
Við Álfsnesvík
Gufunes
Geldinganes
Sundahöfn
Tillögur að
staðsetningu
Björgunar
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Morgunblaðið/Eggert
Undirritun Lárus Dagur Pálsson og Dagur B. Eggertsson skrifuðu í fyrra
undir viljayfirlýsinguna á klettabelti við svæði Björgunar á Ártúnshöfða.
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is | Opið kl. 10-18 virka daga
Misty
BRJÓSTARHALDARAR
2.900kr. – 3.900kr. – 4.900kr.
ÚTSALA
NÆRBUXUR
1.000kr. – 1.500kr. – 2.000kr.
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Vesti
Kr. 7.900
Str. M-XXXL
4 litir: rautt, svart,
dökkblátt, ljósblátt
Búið var að fella 872 hreindýr af
1.450 dýra kvóta um miðjan dag í
gær. Þar af voru 304 tarfar og 568
kýr. Veiða má 1.061 kú og 389 tarfa.
Tarfaveiðin stendur til og með 15.
september en veiði á kúm almennt
til 20. september. Leyft verður að
veiða 40 kýr í nóvember á svæði 8.
Mest veitt um helgarnar
„Tarfastaðan er ekki slæm, miðað
við tímann. Það ætti alveg að geta
gengið að veiða þá, lendi menn ekki í
þoku. Það er eftir að veiða aðeins
meira af kúm,“ sagði Jóhann G.
Gunnarsson, sérfræðingur Um-
hverfisstofnunar á Egilsstöðum.
Hann sagði að hreindýraveiðimenn
þyrftu að láta hendur standa fram úr
ermum eigi allur kvótinn að nást í
haust. Menn komi of lítið til veiða í
miðri viku. Langmest sé veitt um
helgar, enda virðist flestir hrein-
dýraveiðimenn vera helgarveiði-
menn. Það valdi meira álagi á dýrin
þegar margir séu við veiðar í einu.
Betra sé að dreifa álaginu. Nú er
ekki eftir nema ein og hálf helgi í
tarfaveiðinni en tvær heilar helgar
til að veiða hreinkýr. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Hreindýr Flestir hreindýraveiðimenn fara á veiðar um helgar. Æskilegt
væri að dreifa veiðinni yfir alla daga veiðitímans, að mati sérfræðings.
60% kvótans fallin
Veiði á hreintörfum gengur vel
Talsvert eftir að veiða af kúm
Allt um
sjávarútveg