Morgunblaðið - 04.09.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Sinntu aðeins þeim málum sem eru
efst á baugi og láttu allt annað bíða á með-
an. Hnýttu lausa enda þar sem við á. Njóttu
kvöldsins með fjölskyldunni.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert í algerlega nýrri aðstöðu þessa
stundina og veist varla hvað snýr upp og
hvað snýr niður. Veltu vandlega fyrir þér til-
boði sem þú færð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vonandi getur þú glaðst á þessum
degi og litið framtíðina björtum augum.
Hlustaðu á það sem aðrir segja, tjáskipti eru
þýðingarmeiri en ella í dag.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú átt stóra prófraun fram undan
og þarft á öllu þínu að halda til þess að
leysa hana. Vertu opin fyrir breytingunum,
þær eru til batnaðar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vertu óhræddur við að sækjast eftir
því sem þú vilt og láta einskis ófreistað til
að ná takmarki þínu. Þú ert allt of upptek-
inn af umhverfinu til að heyra röddina innra
með þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt þú hafir í mörg horn að líta
máttu ekki láta það verða til þess að þú
missir sjónar á markmiðum þínum. Djarfar
ákvarðanir eru góðar fyrir hjartað.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér hefur vegnað vel og mátt því gleðj-
ast yfir árangrinum með þínum nánustu vin-
um. Notaðu tækifærið og gerðu áætlanir í
tengslum við vinnu eða starfsframa.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú átt mjög auðvelt með að
leysa af hendi þau verkefni sem þér eru fal-
in. Notfærðu þér þessa velgengni en gættu
hófs í hvívetna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ef þú gætir þess að hafa allt á
hreinu máttu vænta þess að þér verði umb-
unað fyrir vel unnin verk. Leyfðu einhverjum
að njóta þess með þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er best fyrir þig að tala skýrt
og skilmerkilega núna. Sýndu öðrum tillits-
semi og umburðarlyndi og þú munt fá þá
framkomu endurgoldna þúsundfalt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vertu viss um að þú hafir lokið
öllum fyrirliggjandi verkefnum áður en þú
tekur ný að þér. Láttu aðra um þau verk
sem þú þarft ekki að sinna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur lagt óhemju hart að þér að
undanförnu og hlýtur nú umbun erfiðis þíns.
Ekki verða hissa þótt þeir sem eru í kringum
þig njóti óbeinnar ánægju af því.
Víkverja leiðist ósamræmi, ekkisíst ef það er á vettvangi sama
aðila. Ástæða er til að biðjast strax
velvirðingar á orðinu „aðili“, það er
sannarlega ofnotað, en Víkverja
datt bara ekkert betra í hug í þessu
sambandi.
Þannig er mál með vexti að Vík-
verji flaug fyrir skemmstu með er-
lendu flugfélagi frá Íslandi til Bret-
lands og þaðan áfram til Spánar.
Ein lítil taska fylgdi með flugmið-
anum sem Víkverji mátti hafa með
sér inn í vélina. Og nýtti hann sér
það.
Á Keflavíkurflugvelli var ekkert
vandamál, Víkverji skundaði óá-
reittur með töskuna út í vél og kom
henni vandlega fyrir í hólfinu fyrir
ofan sætið sitt. Þar sem vel fór um
hana.
Sama var uppi á teningnum í
Bretlandi. Víkverji hélt athuga-
semdalaust sem leið lá út í vél.
Taskan var ekki fyrir nokkrum
manni.
x x x
Þegar Víkverji flaug til baka tæp-um hálfum mánuði síðar, með
sama flugfélagi, var hann óvænt
stöðvaður á leið út í vél og honum
tjáð að taskan væri of stór til að
fylgja honum til sætis og yrði fyrir
vikið vistuð í farangursrými vélar-
innar. Fyrir það var Víkverji rukk-
aður um 60 evrur, eða 7.500 krónur.
Víkverji tók þessu ekki þegjandi
og hljóðalaust og benti á, sér til
málsbóta, að hvorki hefði verið gerð
athugasemd við töskuna á Íslandi
né í Bretlandi. Hvers vegna er hún
þá of stór á Spáni? Þetta er sama
flugfélagið, ekki satt?
Starfsmaðurinn svaraði því ját-
andi en sagði reglurnar einfaldlega
svona á téðum flugvelli. Og eftir
þeim yrði hann að fara. Rétt er að
taka fram að hann var afar kurteis
og virtist hafa fullan skilning á mál-
flutningi og undrun Víkverja. Hann
hefði bara enga heimild til að gera
neitt í málinu.
x x x
Á leiðinni heim frá Bretlandi varekkert vandamál með töskuna.
Hvers vegna er hún Ernest á Ís-
landi og í Bretlandi en Jack á
Spáni? vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég er ljós í heiminn komið svo að
enginn, sem á mig trúir, sé áfram
í myrkri.
(Jóh: 12.46)
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Guðmundur Arnfinnsson yrkir áBoðnarmiði:
Hún Grímhildur mín er grálynd,
geðstirð úr hófi og þrálynd,
segir hann Björn,
bóndi á Tjörn,
og nú eru veður öll válynd.
Steinn G. Lundholm yrkir:
Grálynd er Gróa á Leiti
gjarnan hún mætir í teiti
Kjaftar svo frá
og krítar það smá
stöðugt þó staðreyndum breyti.
Páll Imsland heilsar leirliði um
land allt á meðan rignir vestan
heiða – leikur sér að rími um leið
og hann segir „byggingarsögu göt-
unnar“:
Friðmundur byggði á 15
og Fjólmundur síðan á 16,
en þar fyrir neðan
fiktaði’ á meðan
fátækur kallinn hann Hálfdán.
Enn segir Páll að „komið sé
fram yfir höfuðdag“:
Geirlaugur kallinn á Skafli,
gjarnan hann sat yfir tafli,
en þoldi’ ekki töpin,
ja þvílík ósköpin,
þá hreinlega gekk hann af gafli.
Sigmundur Benediktsson talar
um að fyrsta haustlægðin virðist
ætla að verða með einhver leiðindi
– „sem gætu orðið eitthvað á þessa
leið ef marka má veðurspána“:
Lægðin hrjúfa, leið er hún,
lágt um grúfir sveitir.
Þoku kúfar þétt af brún
þyrlast úfinleitir.
Ingólfur Ómar tekur undir og
segir að nú sé haustið að ganga í
garð. – „Það gerði grátt í fjöll fyr-
ir skemmstu“:
Emja vindar ýfast sund
unn á skerjum brýtur.
Sölnuð hníga grös á grund
grána fjallastrýtur.
Sigurlín Hermannsdóttur yrkir
um tíðarfarið – lætur sig hafa
það!:
Að yrkja um tíð er ekki gott,
orðin leið á þessu.
„Nú er úti veður vott
verður allt að klessu.“
En Ingólfur Ómar lætur það
ekki á sig fá:
Ei mun veðrið aftra mér
ama síst ég kenni.
upp í rúm með frúnni fer
og fæ að strjúka henni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Haustlægðir og
veður válynd
„ÉG VIL ALLTAF SLÁ MÖMMU ÞINNI
GULLHAMRA. ÞAÐ ER ÞAÐ EINA SEM HÚN
ENDURGELDUR ALDREI.“
„ÉG VEIT EKKI HVORT ÉG EIGI AÐ REYNA
AÐ REYTA ARFANN Í GARÐINUM EÐA BARA
SEGJA ÖLLUM AÐ ÞETTA SÉ KÁLGARÐUR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... endalaus þolinmæði.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER AÐ BORÐA HOLLARI
MAT UM ÞESSAR STUNDIR
Æ, ÉG GET EKKI SAGT ÞETTA
OG HALDIÐ ANDLITINU!
KONUNGURINN KREFST ÞESS AÐ
ÞÚ HJÁLPIR BOGMÖNNUM HANS
VIÐ ÆFINGAR!
EN VIÐ
ERUM EKKI
BOGMENN!
RÉTT… ÞIÐ ERUÐ SKOTMÖRK!