Morgunblaðið - 04.09.2018, Page 31

Morgunblaðið - 04.09.2018, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 árinu. Hjortenberg leggur áherslu á að CHART hafi frá upphafi verið hugsuð sem „öðruvísi listkaup- stefna“ með áherslu á norræn gall- erí, á þá bestu list sem þau byðu upp á og á norræna myndsköpun. „Ein hugmyndin að baki þegar stofnað var til CHART var að skoða hvert gæti verið framtíðarmódel slíkra listkaupstefna eða markaðar með myndlist yfir höfuð,“ segir hún. „Helstu gallerí samtímans taka öll þátt í listkaupstefnum víða um lönd, ferðast með valin verk á milli heims- álfa, hitta þar sömu safnarana og það er eins óstöðvandi hringekja sem allir taka sér snúning með. En margir velta engu að síður fyrir sér hvort það sé besta og áhrifaríkasta leiðin til að koma þessum verkum á framfæri. Hér reynum við að setja saman myndlistarhátíð sem höfðar jafnt til safnaranna og almennings, og með því að reyna að finna framtíðarmódel fyrir stefnumót við myndlistina.“ Heimilislegri framsetning Hjortenberg segir að frá upphafi hafi verið stefnt að því að móta CHART eftir því sem kalla mætti norræn gildi. Ekki með því að sýna bara listamenn frá Norðurlöndum, þeir geti komið mun víðar að, heldur með því að bjóða til stefnumóts nor- rænna listhöndlara og áhugafólks um myndlist og hönnun á þann hátt sem Norðurlandabúar kunni svo vel, í opnu og áhugaverðu samfélagi. Brosandi bætir hún við að í upp- hafi ekki verið auðvelt að sannfæra alla um tækifærin sem fælust í þessu óvenjulega módeli að list- kaupstefnu. „En frá upphafi höfum við unnið út frá þeirri hugmynd að þar sem Norðurlöndin séu lítið svæði þá þurfi að bjóða upp á eitt- hvað sérstakt og ólíkt því sem þekk- ist annars staðar til að fólk frá öðr- um heimshornum geri sér ferð til okkar.“ Hjortenberg bendir á þá sérstöðu CHART að í sölum Charlottenborg- ar séu engir básar úr lausum skil- rúmum fyrir stök gallerí eins og þekkist á öðrum listkaupstefnum, sem venjulega eru settar upp í stórum sölum fyrir hverskonar kynningar, ekki í raunverulegum sölum fyrir myndlist eins og hér. „Þetta fyrirkomulag þekkist hvergi annarsstaðar. Vissulega var það svolítil barátta í byrjun að fá gall- eristana til að fallast á að deila söl- um með öðrum. En þegar við fórum svo að undirbúa CHART-hönn- unarstefnuna nú í fyrsta skipti, þá kusu umsjónarmenn hennar að hönnunargalleríin kynntu sín verk með sama hætti, tvö til þrjú gallerí saman. Hugmyndin er að sýningarrýmin séu opin og listaverkin eigi í samtali og styðji hvert annað, innan sýninga hvers gallerís en jafnframt blandist svolítið.“ Hún segir að í undirbúningsferl- inu fyrir hverja sýningu sé rætt við forsvarsmenn galleríanna um það hvað þau hyggist sýna og hvernig og út frá því séu galleríunum raðað inn í salina og reynt að huga að teng- ingum, sjónrænum sem hugmynda- fræðilegum, í framsetningunni. „Þetta er langt undirbúningsferli og við reynum að gera þetta vel; í sama sal má til að mynda sjá tvö allþekkt gallerí setja upp verk til hliðar við tvö frekar ung og minna þekkt. Við viljum að þau hagnist öll á sam- spilinu, til að mynda með því að gall- eristanir hitti þá safnara sem koma að ræða við hina. Og ég held að gestirnir finni þetta vel, ég heyri bæði safnara og almenna gesti segja að þetta skapi sérstaka tilfinningu hér ár eftir ár. Þetta sé miklu heimilislegri framsetning en fólk á að venjast á listkaupstefnum annars staðar. Svo bjóðum við upp á viðamikla dagskrá fyrir almenning samhliða sýningu galleríanna og erum stolt af henni. Það má sjá sýningar sem sýn- ingastjórar setja upp og við nýtum okkur líka samspilið við fjölmargar aðrar menningarstofnanir í borg- inni, við galleríin, söfnin og sýning- arstjóra sem hér starfa. Í stað þess að skapa þröngan aflokaðan heim sem gestir stíga inn í, eins og þekk- ist á öðrum listkaupstefnum, þá vilj- um við skapa tengingar við sem flestra sem starfa innan þessa geira hér á svæðinu. Og sýningar eins og á þeim ungu og efnilegu í húsakynn- um akademísins, í Den Frie og á arkitektúrverkefnunum í görðum bygginganna eru tilraunir til að kynna ungt hæfileikafólk á þeim sviðum.“ „Skemmtileg myndlistarhátíð“ Þegar haft er á orði að þegar gall- eristar mæti með verk á list- kaupstefnur sé það til að selja og ná árangri á því sviði, segir Hjörten- berg að allar hinar fjölbreytilegu sýningar og uppákomur á CHART, gjörningar sem kúratoraðar sýn- ingar, eigi mikilvægan þátt í því að draga safnara víða að. „Í nokkra daga viljum við safna hér saman fjölbreytilegum hópi fólks, sem margt hvað hefur ástríðufullan áhuga á myndlistinni – sumir kaupa verk – og við trúum því að allir hagnist á því á einhvern hátt,“ segir hún. „Við viljum að fyrirbærið list- kaupstefna verði aðgengilegra al- menningi og við sjáum vel að okkur er að takast að stefna saman ólíkum hópum, söfnurum, sem eru margir hverjir mikilvirkir á því sviði, og ungum og áhugasömum íbúum stór- Kaupmannahafnarsvæðisins. Mér finnst stefnumót þessara hópa hér mjög áhugavert og held að stór hluti ungs og skapandi fólks í Kaupa- mannahöfn sæki CHART heim. Við vitum að þegar safnarar snúa heim þá hafa þeir á orði að CHART sé vel heppnað fyrirbæri, hvað gæði lista- verka og upplifunina í heild varðar. Sumir ungu gestanna koma einkum á tónleikana sem við bjóðum upp á hér í portinu á kvöldin og það er fínt, það er ímynd okkar, sem lifandi og skemmtileg myndlistarhátíð, fyr- ir listunnendur jafnt og fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Hér er fjöldi erlendra gesta, víða að úr heim- inum, þeir eru komnir sérstaklega fyrir CHART og mikilvægar sýn- ingar sem eru samtímis á svæðinu – og vissulega er þessi hátíð orðin mikilvæg fyrir menningarlífið í Kaupmannahöfn,“ segir Hjorten- berg. Efnileg Sýning sænsku listakonunnar Helena Lund Ek í hátíðarsal Akadem- ísins var hluti samsýningar fimm ungra og efnilegra listamanna. Forvitni Gestir rýna í verkin hjá i8 galleríi, eftir Rögnu Róbertsdóttur, Ólaf Elíasson og Kristján Guðmundsson. Íslenskt úrval Á hönnunarsýningunni í sýningarskála Den Frie mátti í nor- rænni samsýningu sjá úrval ólíkra verka eftir nokkra íslenska hönnuði. Sjálfsmyndir Finnska Heino-galleríið lagði allt rýmið undir sýningu ljósmyndarans kunna Elinu Brotherus. Gjörningur Í porti við Akademíið voru nokkir listamenn með ólíka gjörninga, þar á meðal Malin Bülow við salernin. Öll kvöld hátíðarinnar var boðið þar upp á tónlistarflutning plötusnúða og nutu þeir mikilla vinsælda gesta. Connexions Fyrir miðju hönnunarsýningarinnar í Den Frie-skálanum var stór innsetning úr koparþráðum eftir listakonuna Alice Anderson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.