Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Hádegistónleikaröð Hafnarborgar hefur göngu sína í dag, þriðjudag, kl. 12, fimmtánda starfsárið í röð. Á þessum fyrstu tónleikum haustsins kemur Kristinn Sigmundsson, bassi og einn ástsælasti söngvari þjóðar- innar, fram ásamt Antoníu Hevesi pí- anóleikara, sem verið hefur listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar frá upphafi. „Þetta verður í fyrsta sinn,“ segir Kristinn þegar hann er spurður hversu oft hann hafi sungið á hádegistónleikum í Hafnarborg. „Við Antonía þekkjumst hins vegar vel úr óperunni þar sem við höfum unnið saman,“ segir Kristinn og tekur fram að flygillinn í Hafnarborg sé fyrir- taks gripur og hljómburðurinn í saln- um góður. „Við munum flytja nokkrar óperu- aríur,“ segir Kristinn þegar hann er spurður um efnisskrá tónleikanna. „Ég mun syngja aríu Sarastrós úr Töfraflautunni eftir Mozart, aríu Leporellos úr Don Giovanni eftir Mozart, aríu Bancos úr Macbeth eftir Verdi, aríu Basilios úr Rakar- anum frá Sevilla eftir Rossini og svo kemur bara í ljós hvað fleira stemn- ingin býður upp á.“ Kristinn hefur síðustu þrjá áratugi komið fram í óperu- og tónleika- húsum víðs vegar um heim, m.a. í New York, San Francisco, Los Ang- eles, Milano, London, Berlín, Amsterdam, Brussel, Tókýó og Beij- ing. „Þegar mest var dvaldi ég er- lendis við störf í allt að níu mánuði að ári, en það verður ekki aftur. Ég hugsa að ég dvelji þó í dag hátt í fjóra til fimm mánuði við störf erlendis á hverju ári,“ segir Kristinn, sem um miðjan mánuðinn heldur til Houston í Texas til að syngja hlutverk Dalands í Hollendingnum fljúgandi. „Ég verð í Houston fram í miðjan nóvember. Ég kem heim í nokkrar vikur áður en ég held til Óslóar þar sem ég verð fram í miðjan febrúar að syngja hlutverk Danskers, gamla sjómannsins í Billy Budd eftir Ben- jamin Britten hjá Norsku óperunni,“ segir Kristinn og tekur fram að bæði verði þetta í fyrsta skipti sem hann takist á við umrætt hlutverk og syngi hjá Norsku óperunni. Breytist í klám og guðlast „Ég er að berjast við að læra hlut- verkið,“ segir Kristinn kíminn og viðurkennir að með aldrinum taki sífellt lengri tíma að læra nýja hluti. „Það fer reyndar eftir því hversu erf- ið eða auðveld tónlistin sjálf er og á hvaða tungumáli er sungið,“ segir Kristinn og rifjar upp að erfiðasta tungumálið sem hann hafi á ferlinum sungið á sé tékkneska, en fyrir nokkrum árum söng hann hlutverk Vodníks í Rusölku eftir Dvorák. „Í tékknesku eru t.d. sex eða sjö afbrigði af bókstafnum s og rangur framburður getur breytt um merk- ingu orðs þannig að þetta verði klám eða guðlast. Ég lenti einu sinni í því að tékkneskur hljómsveitarstjóri fékk svo heiftarlegt hláturskast á æf- ingu vegna framburðar hjá mér að hann varð að stöðva æfinguna og spurði mig svo hvort ég gerði mér grein fyrir hvað ég hefði verið að segja,“ segir Kristinn og bendir á að tímarnir séu breyttir og því megi söngvarar búast við að öll mistök þeirra rati á netið. „Í gamla daga fór tónninn út í loft- ið og var þar með dauður. Hann lifði aðeins í minningu áheyrenda. Í dag er allt tekið upp og iðulega sent út beint,“ segir Kristinn og rifjar upp að hann hafi vanist því að syngja alltaf með hljóðnema á sviðsbrúninni þeg- ar hann söng hjá bæði Metro- politan-óperunni og Parísaróper- unni. „Hjá Metropolitan eru um fimm þúsund manns í salnum, þannig að það munar ekki um alla þá sem sitja við viðtækið, hvort heldur er út- varpið eða tölvuna, úti í heimi,“ segir Kristinn og víkur því næst að sviðs- skrekk söngvara, sem hann segir „merkilegt fyrirbæri“. „Það að syngja fyrir eina manneskju sem maður þekkir ekki getur verið jafn stressandi og að syngja fyrir hundr- að eða þúsund manns. Vegna þess að upplifunin af því sem maður er að gera er alltaf einstaklingsbundin. Þegar ég áttaði mig á því minnkaði sviðsskrekkurinn og það hætti að skipta máli hversu margir áhorfend- urnir eru.“ Í ljósi þess að Kristinn hefur á löngum og farsælum ferli sungið yfir 100 óperuhlutverk og gæti væntan- lega ferðast um heiminn og einvörð- ungu sungið hlutverk sem hann þekkir vel liggur beint við að spyrja hvers vegna hann taki enn að sér ný hlutverk. „Það heldur mér á tánum að læra ný hlutverk og mér finnst spennandi að takast á við nýja hluti. Ég gæti hæglega sungið t.d. Daland úti um allan heim. En það þarf að vera eitthvað sem reynir á mann. Annars sofnar maður inni í sér. Hlut- verk mitt í Billy Budd er ekki stórt, en þetta er spennandi ópera,“ segir Kristinn, en E. M. Forster og Eric Crozier sömdu líbrettóið sem byggir á samnefndri smásögu eftir Herman Melville. „Sagan gerist um borð í skipi seint á 18. öld og er býsna dramatísk. Þetta er mjög flott stykki,“ segir Kristinn. Bæði ljúft og skylt að kenna Síðustu árin hefur Kristinn verið gestaprófessor við Listaháskóla Íslands, þar sem hann er í 30% stöðu- gildi. „Þegar ég er hér heima er ég mjög mikið að kenna,“ segir Krist- inn, sem auk þess að kenna við LHÍ kennir við Söngskólann í Reykjavík og aðstoðar nemendur í óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz við sviðsuppfærslur. „Það er mér bæði ljúft og skylt að kenna. Mér finnst það skylda mín að skila einhverju broti af reynslu minni til þeirra sem eru að byrja í faginu og upplýsa unga fólkið um það á hverju það gæti átt von, hvað beri að varast og hvernig skynsamlegt sé að vinna. Svo hef ég alveg óskaplega gaman af því að kenna. Ég geng auðvitað út frá því að ég sé með áhugasama og vinnusama nemenda. Þegar maður sér framfarirnar hjá fólkinu sem maður er að kenna þá er það alveg óskaplega gefandi. Það er hrein un- un.“ Aðspurður segist Kristinn reikna með að dvöl hans langtímum saman erlendis muni minnka þegar fram í sækir. „Sem stendur er ég þó með verkefni bókuð fram til ársins 2020. Á meðan menn sækjast enn eftir kröftum mínum og ég hef heilsu og áhuga á að sinna því geri ég það nú,“ segir Kristinn. Hádegistónleikar eru á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann. Þeir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. „Heldur mér á tánum“  15. starfsár hádegistónleikaraðar- innar í Hafnarborg hefst í dag kl. 12 Ljósmynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir Samstarf Antonía Hevesi og Kristinn Sigmundsson í Hafnarborg. Guðrún Nielsen opnar myndlistar- sýninguna Breytingar í sýningar- sal SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, að Hafnarstræti 16 á morgun kl. 17. Guðrún sýnir ljósmyndaröðina Fjallaseríu 2014 –2018 ásamt innsetningunni Ferðalög 2000 – 2015. „Undanfarin ár hefur Guðrún Nielsen orðið vitni að hægfara breytingum í nærumhverfi vinnu- stofu sinnar í Gufunesi. Á vinnu- svæðinu fer fram endurvinnsla og flokkun þar sem hringrás og niður- brot efna, svo sem timburs og plasts, á sér stað. Úrgangurinn hleðst upp og verður að mann- gerðum fjöllum sem staldra aðeins stutt við í borgarlandslaginu en færast svo til eða hverfa,“ segir um sýninguna í tilkynningu. Guð- rún lauk námi frá skúlptúrdeild Myndlistar- og handíðaskóla Ís- lands árið 1989, framhaldsnámi í myndlist við Chelsea College of Art and Design í London árið 1992 og MA-námi í skúlptúr og um- hverfisfræðum við East London- háskólann árið 1995. Hún hefur lengst af starfað í Bretlandi og hefur unnið samkeppnir og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Guðrún hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga víðs vegar um heiminn og þá meðal annars í Bretlandi, Þýska- landi og Ástralíu. Sýningin stendur yfir til 24. september og er opin á virkum dögum kl. 10-16. Umbreyting Innsetningin Ferðalög 2000-2015. Breytingar í sal SÍM ICQC 2018-20 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.