Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 32
Vettvangur Nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd kynntu sér framkvæmdir við Dýrafjarðargöng. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður umhverfis- og samgöngu- nefndar Alþingis telur að gera þurfi ráð fyrir endurbótum á veginum frá Reykhólum að Vestfjarðavegi við mat á tillögu norskra ráðgjafa um þverun Þorskafjarðar við Reykjanes. Þegar sá kostnaður bætist við og leiðin bor- in saman við jarðgangaleið og Teigs- skógarleið Vegagerðarinnar muni Teigsskógarleiðin koma betur út á alla mælikvarða. Umhverfis- og samgöngunefnd fór í vinnuferð um Vestfirði fyrir helgi og skoðaði þá meðal annars Teigsskóg og hugmyndir um hugsanlegar veg- línur. Ný tillaga metin Vegagerðin er nú að meta tillögur frá norsku verkfræðistofunni Multi- consultant um brú yfir mynni Þorska- fjarðar, á milli Skálaness og Reykja- ness, samkvæmt ósk hreppsnefndar Reykhólahrepps. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að vegurinn fari um Reykhóla en ekki er gert ráð fyrir kostnaði við nýjan veg frá Reykhól- um að Vestfjarðavegi en það er um 14 kílómetra leið. Þannig yrði óveruleg- ur kostnaðarmunur á milli þeirrar leiðar og leiðarinnar sem Vegagerðin og sveitarstjórn höfðu áður ákveðið og þvera mun tvo firði og liggja með suðurströnd Þorskafjarðar og í gegn- um Teigsskóg. Berþór Ólason, formaður umhverf- is- og samgöngunefndar, segir að ekki sé hægt að líta fram hjá kostnaði við Reykhólaveg við þennan sam- anburð. Hann sé mjór og hæðóttur og ef umferð um hann margfaldist þurfi að endurnýja hann. Verði sá kostn- aður tekinn með í dæmið telur Berg- þór að Teigsskógarleiðin komi betur út á alla mælikvarða sem lagðir eru á veglínu, kostnað og umferðaröryggi. Sterk rök þurfi til að víkja frá þannig veglínu. Vegagerðin stefnir að því að ljúka athugun sinni í þessum mánuði. Hreppsnefnd bíður með að gefa út framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar á meðan hún fer fram. Sú leið er langt komin í undirbúningi fyrir útboð. Verði önnur leið fyrir valinu verða enn meiri tafir á því að verkið geti hafist. Sterk rök þarf til að víkja frá veglínu  Umhverfis- og samgöngunefnd í vettvangsferð í Þorskafirði 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 fyrir öll tölvurými og gagnaver Kæling Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræsti- kerfi Bernhard - Honda á Íslandi Vatnagörðum 24 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.honda.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 VERÐ KR. 1.690.000 4X4 • AFLSTÝRI • DCT SJÁLFSKIPT SJÁLFSTÆÐ FJÖÐRUN • VATNSKÆLT TRX420FA6 Þór Steinarsson thor@mbl.is „Fólk er óttaslegið og stressað, maður finn- ur það. Það eru bílaraðir á götunum og seinkanir á vegum. Það er búið að vera upp- lausnarástand,“ segir Gyða Kolbrún Jones, íslensk kona búsett í Jacksonville í Norður- Karólínuríki í Bandaríkjunum. Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir komu fellibylsins Flórens sem er nú við Bermúda-eyjar og mun líklegast ná landi aðfaranótt föstudags. Neyðar- ástandi hefur verið lýst í Norður- og Suður- Karólínu, Virginíu, Mary- land og höfuðborginni Washington. Búist er við því að felli- bylurinn komi á land í Wilmington-sýslu í Norð- ur-Karólínu sem er í um það bil 45 mínútna akst- ursfjarlægð suður af Jack- sonville þar sem Gyða býr. Erlendir veðurfræðing- ar telja að stormurinn muni stefna rakleiðis norður í átt að Jack- sonville þegar hann nær landi. „Svæðinu var lýst sem hættusvæði í gær- morgun og öllum skipað að koma sér í burtu. Það hafa margir farið og það er hálf- tómt hérna. Allar búðir og hillur eru tómar, vatn og bensín er búið. Síðan verður út- göngubann líkega sett á snemma í fyrra- málið vegna hættu á flóðum,“ segir Gyða. Gyða og eiginmaður hennar ætla þó ekki að flýja hættuna sem fylgir fellibylnum og munu gista heima hjá sér. Gyða hefur skráð sig í vinnu hjá FEMA (Federal Emergency Management Agency), einskonar almanna- vörnum þar ytra og mun fá það hlutverk að vakta verslanir og fyrirtæki. Lögregluyfir- völd munu ekki sinna útköllum á meðan byl- urinn er í hámarki. Gyða segir yfirvöld og aðra búast við manntjóni og eyðileggingu vegna fellibylsins. Gert er ráð fyrir því að rafmagn geti farið af í allt að tvær vikur. „Já, það er alltaf búist við mannfalli í svona stórum stormum. Flóðin eru eiginlega hættulegust. Hér er mikið af ám og vötnum, og það flæðir mjög fljótt yfir bakka,“ segir Gyða og bætir við: „Það er lognið á undan storminum núna. Sól og fuglasöngur en þeir segja að við eig- um að finna fyrir rigningu og vindhviðum í kvöld.“ Fólk undirbýr flótta vegna Flórens  „Það er alltaf búist við mannfalli í svona stórum stormum“  „Flóðin eru eiginlega hættulegust“ Fellibylur Hillur í verslunum eru tómar og umferðaröngþveiti ríkir víða í Jacksonville. Útgöngubann verður sett á um það bil tólf tímum áður en fellibylurinn nær landi. Ljósmyndir/Gyða Kolbrún Jones Gyða Kolbrún Jones

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.