Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 32
Vettvangur Nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd kynntu sér framkvæmdir við Dýrafjarðargöng. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður umhverfis- og samgöngu- nefndar Alþingis telur að gera þurfi ráð fyrir endurbótum á veginum frá Reykhólum að Vestfjarðavegi við mat á tillögu norskra ráðgjafa um þverun Þorskafjarðar við Reykjanes. Þegar sá kostnaður bætist við og leiðin bor- in saman við jarðgangaleið og Teigs- skógarleið Vegagerðarinnar muni Teigsskógarleiðin koma betur út á alla mælikvarða. Umhverfis- og samgöngunefnd fór í vinnuferð um Vestfirði fyrir helgi og skoðaði þá meðal annars Teigsskóg og hugmyndir um hugsanlegar veg- línur. Ný tillaga metin Vegagerðin er nú að meta tillögur frá norsku verkfræðistofunni Multi- consultant um brú yfir mynni Þorska- fjarðar, á milli Skálaness og Reykja- ness, samkvæmt ósk hreppsnefndar Reykhólahrepps. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að vegurinn fari um Reykhóla en ekki er gert ráð fyrir kostnaði við nýjan veg frá Reykhól- um að Vestfjarðavegi en það er um 14 kílómetra leið. Þannig yrði óveruleg- ur kostnaðarmunur á milli þeirrar leiðar og leiðarinnar sem Vegagerðin og sveitarstjórn höfðu áður ákveðið og þvera mun tvo firði og liggja með suðurströnd Þorskafjarðar og í gegn- um Teigsskóg. Berþór Ólason, formaður umhverf- is- og samgöngunefndar, segir að ekki sé hægt að líta fram hjá kostnaði við Reykhólaveg við þennan sam- anburð. Hann sé mjór og hæðóttur og ef umferð um hann margfaldist þurfi að endurnýja hann. Verði sá kostn- aður tekinn með í dæmið telur Berg- þór að Teigsskógarleiðin komi betur út á alla mælikvarða sem lagðir eru á veglínu, kostnað og umferðaröryggi. Sterk rök þurfi til að víkja frá þannig veglínu. Vegagerðin stefnir að því að ljúka athugun sinni í þessum mánuði. Hreppsnefnd bíður með að gefa út framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar á meðan hún fer fram. Sú leið er langt komin í undirbúningi fyrir útboð. Verði önnur leið fyrir valinu verða enn meiri tafir á því að verkið geti hafist. Sterk rök þarf til að víkja frá veglínu  Umhverfis- og samgöngunefnd í vettvangsferð í Þorskafirði 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 fyrir öll tölvurými og gagnaver Kæling Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræsti- kerfi Bernhard - Honda á Íslandi Vatnagörðum 24 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.honda.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 VERÐ KR. 1.690.000 4X4 • AFLSTÝRI • DCT SJÁLFSKIPT SJÁLFSTÆÐ FJÖÐRUN • VATNSKÆLT TRX420FA6 Þór Steinarsson thor@mbl.is „Fólk er óttaslegið og stressað, maður finn- ur það. Það eru bílaraðir á götunum og seinkanir á vegum. Það er búið að vera upp- lausnarástand,“ segir Gyða Kolbrún Jones, íslensk kona búsett í Jacksonville í Norður- Karólínuríki í Bandaríkjunum. Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir komu fellibylsins Flórens sem er nú við Bermúda-eyjar og mun líklegast ná landi aðfaranótt föstudags. Neyðar- ástandi hefur verið lýst í Norður- og Suður- Karólínu, Virginíu, Mary- land og höfuðborginni Washington. Búist er við því að felli- bylurinn komi á land í Wilmington-sýslu í Norð- ur-Karólínu sem er í um það bil 45 mínútna akst- ursfjarlægð suður af Jack- sonville þar sem Gyða býr. Erlendir veðurfræðing- ar telja að stormurinn muni stefna rakleiðis norður í átt að Jack- sonville þegar hann nær landi. „Svæðinu var lýst sem hættusvæði í gær- morgun og öllum skipað að koma sér í burtu. Það hafa margir farið og það er hálf- tómt hérna. Allar búðir og hillur eru tómar, vatn og bensín er búið. Síðan verður út- göngubann líkega sett á snemma í fyrra- málið vegna hættu á flóðum,“ segir Gyða. Gyða og eiginmaður hennar ætla þó ekki að flýja hættuna sem fylgir fellibylnum og munu gista heima hjá sér. Gyða hefur skráð sig í vinnu hjá FEMA (Federal Emergency Management Agency), einskonar almanna- vörnum þar ytra og mun fá það hlutverk að vakta verslanir og fyrirtæki. Lögregluyfir- völd munu ekki sinna útköllum á meðan byl- urinn er í hámarki. Gyða segir yfirvöld og aðra búast við manntjóni og eyðileggingu vegna fellibylsins. Gert er ráð fyrir því að rafmagn geti farið af í allt að tvær vikur. „Já, það er alltaf búist við mannfalli í svona stórum stormum. Flóðin eru eiginlega hættulegust. Hér er mikið af ám og vötnum, og það flæðir mjög fljótt yfir bakka,“ segir Gyða og bætir við: „Það er lognið á undan storminum núna. Sól og fuglasöngur en þeir segja að við eig- um að finna fyrir rigningu og vindhviðum í kvöld.“ Fólk undirbýr flótta vegna Flórens  „Það er alltaf búist við mannfalli í svona stórum stormum“  „Flóðin eru eiginlega hættulegust“ Fellibylur Hillur í verslunum eru tómar og umferðaröngþveiti ríkir víða í Jacksonville. Útgöngubann verður sett á um það bil tólf tímum áður en fellibylurinn nær landi. Ljósmyndir/Gyða Kolbrún Jones Gyða Kolbrún Jones
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.