Morgunblaðið - 14.09.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Ertu klár fyrir
veturinn?
Við hreinsum úlpur, dúnúlpur,
kápur og frakka
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Magnús Heimir Jónasson
Ákæruvaldið krefst þess í endurupp-
töku á Guðmundar- og Geirfinnsmál-
inu sem hófst fyrir Hæstarétti í gær,
að allir dómfelldu verði sýknaðir af
því að hafa ráðið mönnunum bana ár-
ið 1974
Davíð Þór Björgvinsson, settur
saksóknari í Guðmundar- og Geir-
finnsmáli, byggir sýknukröfu sína að
miklu leyti á niðurstöðum endurupp-
tökunefndar.
Guðjón Skarphéðinsson hlaut tíu
ára dóm í Hæstarétti árið 1980 vegna
meintrar aðildar að málinu, Kristján
Viðar Viðarsson hlaut sextán ára
dóm og var Sævar Ciesielski dæmd-
ur til átján ára fangelsis.
Ekkert vitað í raun
Fyrir liggur að sakfelling í málinu
byggist eingöngu á játningum dóm-
felldu en ekki á áþreifanlegum sönn-
unargögnum. Lík Guðmundar og
Geirfinns Einarssonar hafa aldrei
fundist og ekki er vitað hvort þeim
var yfirhöfuð ráðinn bani.
„Það er afar mikilvægt að í þess-
um dómi verði skilið við fortíð þessa
máls, tekið verði á mistökum og þau
viðurkennd,“ sagði Ragnar Aðal-
steinsson, lögmaður Guðjóns, í mál-
flutningi sínum.
„Núna, virðulegi Hæstiréttur,
loksins gefst hinum virðulega rétti
tækifæri til að vinda ofan af þessari
skrípasögu sem hefur leitt þessar
hörmungar yfir þessa einstaklinga,“
sagði Jón Steinar Gunnlaugsson,
verjandi Kristjáns Viðars.
Falskar játningar
Fram kom í máli Davíðs að for-
sendur sakfellingar í Hæstarétti árið
1980 hefðu verið þær að dóm-felldu
hefðu haldið fast í játningar sínar í
gegnum rannsóknina þrátt fyrir að
þær hefðu verið dregnar til baka
undir lokin. Í skýrslu endurupptöku-
nefndar kemur hins vegar fram að
sakborningar hafi á sínum tíma bæði
bætt í og dregið úr þætti sínum í
málunum meðan á rannsókninni
stóð. Fyrst hafi þeir staðið fyrir utan
miðju átaka við Guðmund og Geir-
finn en færst nær átökunum eftir því
leið á rannsóknina.
Ragnar sagði að þar sem játning
Guðjóns væri fölsk væri ekkert að
marka hana. Hann færi því ekki ein-
göngu fram á að skjólstæðingur sinn
yrði sýknaður heldur að hann væri
saklaus. Það yrði að horfast í augu
við það þrátt fyrir að sami dómstóll
hefði dæmt hann á sínum tíma.
„Þessar játningar urðu til við al-
gjörlega óforsvaranlegar rannsókn-
araðferðir. Þetta væri grófara í dag
því það er búið að bæta réttarstöðu
sakborninga en þetta eru algjörlega
óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir
sem höfðu það aldrei að markmiði að
upplýsa málið. Heldur að laga at-
burði að einhverri kenningu. Þetta
var ekki leit að sannleikanum,“ sagði
Jón Steinar. „Öll frásögn sem þessar
játningar byggjast á getur einfald-
lega verið komin frá lögreglunni. Við
vitum ekkert annað.“
Dómfelldu beitt harðræði
Sævar Ciesielski var búinn að sitja
í einangrun í eitt ár þegar hann féllst
á þá atburðarás sem átti að hafa leitt
til dauða Geirfinns. Kristján Viðar
hafði verið í einangrun í 10 mánuði
þegar hann féllst á sinn þátt. Áreið-
anleiki þessara játninga er því talinn
mjög veikur, samkvæmt skýrslu
endurupptökunefndar.
Þá má leiða líkur að því að harð-
ræði sem dómfelldu í málinu máttu
sæta í gæsluvarðhaldi hafi verið mun
meira en Hæstiréttur hafði vitneskju
um á sínum tíma. Ekki hafi verið um
einstök atvik að ræða heldur hafi
harðræðið verið viðvarandi um lang-
an tíma.
Aðgengi dómfelldu í málinu að
verjendum og réttargæslumönnum
var takmarkað og það hafi hamlað
vinnu við málsvörn. Einnig hafi
skráningu yfirheyrslna verið ábóta-
vant og leiða megi líkur að því að
spilliáhrif hafi átt sér stað. Í mörgum
tilfellum hafi verið ómögulegt að vita
hver sagði hvað, um hvað var spurt
og hverju var verið að svara.
Ragnar sagði það hafið yfir allan
skynsamlegan vafa að Guðjón hefði
gefið falska játningu í málinu. Dag-
bækur Guðjóns, sem hann hélt í
gæsluvarðhaldinu, eru meðal gagna í
málinu en þar skrifaði hann um með-
ferðina sem hann mátti þola og óhóf-
lega lyfjagjöf þar sem fangaverðir
skömmtuðu lyfin en ekki læknar.
Ragnar sagðist telja að Guðjón hefði
í raun ekki játað neitt þó að Hæsti-
réttur hefði gengið út frá því á sínum
tíma.
Hann sagði langvarandi gæslu-
varðhald og einangrun vera pynt-
ingu í sjálfu sér. Allt fram yfir 15
daga einangrun væri stórhættulegt,
hvað þá 90 eða 100 daga. Dæmi væru
um að menn játuðu á sig glæpi, sem
þeir hefðu ekki framið, eftir aðeins
nokkrar klukkustundir í einangrun.
Ragnar benti á að verjandi skjól-
stæðings síns hefði ekki alltaf fengið
að vera viðstaddur yfirheyrslur og
að spurningar hefðu ekki verið bók-
aðar.
Sögusagnir og ágískanir
Ragnar benti á að í ákæru hefði
hlutur hvers og eins í málinu ekki
verið skilgreindur og það hefði því
verið óljóst í huga ákæruvaldsins
hvenær atburðirnir áttu sér stað.
„Saklaus er hver maður uns sekt
hans er sönnuð,“ benti Ragnar á en
sagði þá reglu hafa verið brotna frá
fyrsta degi við rannsókn málsins.
Allir þeir sem komu að rannsókninni
hefðu talið dómfelldu seka og bein-
línis fullyrt það. Ákæruvaldinu hefði
þó aldrei tekist að sanna sekt þeirra.
Atburðir hefðu hins vegar verið
tengdir saman með ágiskunum og öll
atvik skýrð ákæruvaldinu í hag.
„Það er alltaf talið skipta máli við
rannsókn á sakamáli hvert var upp-
hafið? Hvernig byrjaði þetta? Guð-
mundarmálið, hvernig byrjaði það?
Það veit það enginn. Það er staður í
málinu þar sem er sagt að einhver
orðrómur hafi sett það af stað,“ stað-
hæfði Jón Steinar.
Ný þekking skiptir sköpum
Davíð sagði ýmislegt hafa gerst
frá því dómur var kveðinn upp í mál-
inu í Hæstarétti. Einn mikilvægur
þáttur væri að lagagrundvöllur nú
væri annar en hann var á þeim tíma
er varðar rangt metin sönnun-ar-
gögn.
Einnig hefðu rannsóknir á gæslu-
varðhaldi og einangrun sýnt fram á
eyðileggjandi áhrif á persónuleika
manna og framburð þeirra. Ný þekk-
ing á þessu sviði skipti miklu máli.
Davíð sagði vert að hafa það í huga
að á þessum tíma hefði gæsluvarð-
hald verið notað til að knýja fram
játningar. Mörg dæmi væru um að
mönnum hefði verið haldið lengur í
gæsluvarðhaldi en þörf var á. Sterk-
ar vísbendingar séu um að gæslu-
varðhaldi með tilheyrandi einangrun
og afarkostum hafi í tilfellum dóm-
felldu verið beitt til að brjóta þau á
bak aftur. Húsakynnin í Síðumúla-
fangelsinu, þar sem dómfelldu voru
vistuð í gæsluvarðhaldi, hafi heldur
ekki verið búin fyrir svo langa dvöl.
Morgunblaðið/Hari
Í Hæstarétti Við upphaf málflutnings í Hæstarétti í gær þegar Guðmundar- og Geirfinnsmálið var flutt að nýju gagnvart fimm af sex sakborningum. Davíð Þór Björgvinsson er saksóknari en
hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Helgi I. Jónsson, Þorgeir Örlygsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Gréta Baldursdóttir dæma í málinu. Málflutningurinn heldur áfram í dag.
„Tekið verði á mistökum“
Aðgengi að verjendum ábótavant og skortur á skýrslum Tíma í einangrun líkt við pyndingar
Bæði ákæruvald og verjendur fara fram á sýknu Dómfelldu beitt harðræði Falskar játningar
„Það lýtur allt að því augljósa
markmiði að þetta endi með sýknu-
dómi, ég sé ekki nein efni standa til
annars,“ segir Jón Steinar Gunn-
laugsson, verjandi Kristjáns Viðars
Viðarssonar, í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins um fram-
vindu endurupptöku Guðmundar-
og Geirfinnsmálsins. Hann segir
einnig að það sem skipti mestu máli
sé að ákæruvaldið hafi gert kröfu
um að sakborningarnir í málinu
verði sýknaðir og á þeim grunni
telur hann ekki heimilt að gera
annað en að verða við þeirri kröfu.
Jón Steinar segir einstaklinga
sem hafa orðið fyrir álíka ágjöfum
vera í erfiðri stöðu þar sem aldrei
verði hægt að bæta tjónið með
sýknudómi. „Menn eru búnir að
tapa stórum parti ævi sinnar í
þessa vitleysu og þeim verður aldr-
ei bættur sá skaði,“ staðhæfir hann.
Þá fullyrðir hann að dóminn frá
1980 og það sem leiddi til hans sé
aðeins hægt að kalla réttar-
hneyksli. „Ég trúi því að þjóðin læri
af þessu,“ segir Jón Steinar.
Hann telur jafnframt að ein-
hverju leyti mega rekja dómana frá
1980 til þess að dómarar hafi fund-
ið fyrir almannakröfu um áfell-
isdóma. Jón Steinar bætir við að
málið sýni mikilvægi þess að dóm-
arar dæmi á grundvelli laga en
ekki eftir því hvernig vindar blási í
samfélaginu hverju sinni.
gso@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Hneyksli Verjendur sakborninga fyrir málflutning fyrir Hæstarétti í gær.
Segir dómana réttarhneyksli