Morgunblaðið - 14.09.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
8 Vöruflokkar · 200 PLU númer
· Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · Rafrænn innri strimill
· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 49.900,-
ORMSSON.IS LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800
99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri
strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að
flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · íslenskur strimill· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 74.900,-
99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer ·
Rafrænn innri strimill 9000 línur · Stór LCD
skjár · SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á
PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun ·
íslenskur strimill· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 79.900,-
XE-A217BXE-A207BXE-A147B
ÖRUGGAR OG
ENDINGARGÓÐAR
40 ár á Íslandi
VæNtANLE
GuRVerð kr. 74.900,-
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég var orðin leið á aðhanga í sófanum heimahjá mér, strákarnir mínirfluttir að heiman og ég ein
í kotinu. Mig hafði lengi langað til að
ferðast samfleytt í einhverja mánuði
svo ég lét bara vaða. Ég var búin að
safna mér pening og ekkert til fyrir-
stöðu að hoppa út í djúpu laugina. Áð-
ur en ég lagði upp í þessa langferð
losaði ég mig við mikið af verald-
legum eigum, seldi og gaf sem mest
ég mátti. Og ég tók aðeins með mér
sjö kílóa bakpoka í þessa ferð, það er
mikið frelsi að ferðast létt, maður
þarf ekkert meira en þetta,“ segir
Guðrún Pétursdóttir, eða Gunna Pé
eins og hún er oftast kölluð, en hún
gerði sér lítið fyrir og lagði nú í ágúst
ein upp í langt bakpokaferðalag,
rúmlega fimmtug konan. Hún var
stödd á Gili Air, eyju í Indónesíu,
þegar blaðamaður náði tali af henni.
„Ég byrjaði í Víetnam, var þar í
þrjár vikur, og þaðan fór ég hingað til
Balí, þar sem ég hef verið í tvær vik-
ur. Næst fer ég til Singapúr og senni-
lega til Indlands eftir það. Frá Asíu
ætla ég svo til Grikklands. Ég ætla að
vera á þvælingi í þrjá til fjóra mánuði,
en að því loknu ætla ég til Spánar að
læra spænsku og vera þar fram á
vorið,“ segir Guðrún sem er í ársleyfi
frá vinnu, en hún er skólastjóri og
kennari á Flúðum í Hrunamanna-
hreppi.
„Ég planaði ferðalagið ekki of
mikið fyrirfram því ég ákvað að láta
ráða för hvernig liggur á mér hverju
sinni og hvert forvitnin rekur mig.
Ég er mjög forvitin að eðlisfari og hef
óskaplega gaman af fólki, menningu
og öðru sem verður á vegi mínum.
Fyrir vikið læt ég bara ráðast hversu
lengi ég staldra við á hverjum stað.
Mér finnst mjög þægilegt að ferðast
með þeim hætti. Ég hitti oft fólk sem
segir mér sögur af einhverjum
áhugaverðum stað og þá skelli ég
mér þangað,“ segir Gunna, sem aldr-
Flinkar að bera á höfði Glæsilegar konur á leið heim í Ubud. Saumakona í Ubud Fólkið í Asíu er oft glaðlynt við störf sín. Eftir jarðskjálfta Byggingarefni borið í land á Gili Trangwan.
Fröken forvitin fer ein út í heim
„Maður verður að láta
vaða, það þýðir ekkert
annað. Það er líka lang-
skemmtilegast,“ segir
Gunna Pé sem stökk með
sjö kílóa bakpoka í nokk-
urra mánaða ferðalag.
Góðar saman Gunna með Frei, yndislegum gestgjafa sínum í fjallaþorpinu
Tá Van, en Frei sem leit út eins og barn, reyndist vera tveggja barna móðir.
Slakað á Gömul, þreytt og tannfá sölukona með ávexti í bænum Hôi An.
Á hækjum sér Allra handa fiskur, stór og smár, er til sölu víða í Víetnam.