Morgunblaðið - 14.09.2018, Page 13

Morgunblaðið - 14.09.2018, Page 13
ei hefur áður farið ein á flakk út í heim en hún kann því einstaklega vel. „Ég held að maður kynnist fleira fólki þegar maður er einn að þvælast því þá gefur maður sig frekar að fólki sem er kannski líka eitt á ferð. Ég hef hitt og kynnst alls konar fólki, sumt af því er mjög skrautlegt og fæst af því á mínum aldri því það er meira um ungt fólk á flakki um heiminn,“ segir Gunna og bætir við að einn af kynlegu kvistunum sem hún hafi hitt hafi verið bílstjóri rútu sem hún ferð- aðist með um langan veg. „Ég fékk óvænt bónorð frá hon- um. Hann var alla þessa rútuferð að kalla aftur í hvað hann elskaði mig mikið og hvort ég vildi nú ekki giftast honum. Þetta var mjög skemmti- legt,“ segir Gunna og hlær en bætir við að hún hafi hryggbrotið manninn. Hún hefur lent í ýmsum öðrum óvæntum og ánægjulegum uppá- komum, til dæmis þegar hún ferðað- ist með annarri rútu og hjá henni settist kona frá Ástralíu og í ljós kom að sú var búin að plana ferð til Ís- lands um næstu jól. Báturinn næstum farinn á kaf Gunna velur ekki þægilegustu leiðirnar til að ferðast; hún tekur ódýrar óloftræstar rútur á milli staða og vill engan lúxus á sínu flakki. „Ég reyni að kaupa mér aldrei gistingu sem kostar meira en 800 krónur nóttin, ég gisti oftast á hostel- um og í heimagistingu og það er bara frábært. Nú hef ég verið á flakki í sjö vikur og allt gengið upp en stundum geri ég vissulega eitthvað sem ég hélt að yrði öðruvísi. Til dæmis í morgun þá keypti ég farmiða að ég hélt með hraðbát hingað yfir á eyjuna en svo kom í ljós að það var lítilfjörleg flat- bytna, opinn bátur, og það var ösku- sjór! Þetta var hrikalegt, báturinn var næstum farinn á kaf, ég þakkaði Guði þegar ég var komin á leiðar- enda,“ segir hún og hlær. „Þegar ég fór til þorps í Víetnam sem heitir SaPa hélt ég að ég hefði keypt mér gistingu þar en hún reyndist vera á allt öðrum stað. Þá varð ég bara að bregðast við því. Ég er stundum svo- lítið fljótfær en það er bara skemmti- legt.“ Og hið óvænta hittir hana óhjá- kvæmilega fyrir, hún lenti í svaka- legri rigningu kvöld eitt í Hanoi í Ví- etnam. „Það gerði algert úrhelli, rafmagnið fór af og ég var að flýta mér til að missa ekki af næturstrætó sem ég þurfti að ná. Ég vafraði þarna með mín gleraugu sem ég sá ekkert út um og ég varð mjög áttavillt í þessu myrkri og rigningu, allar þröngu göturnar urðu eins í þessum aðstæðum. Þetta var rosalegt; ég óð upp í hné vatnið á götunum. Nokkrir Bretar sem ég hitti tóku það ráð að hátta sig og þeir hlupu um á nærbux- unum. Þetta var mikil upplifun, rétt eins og þegar maðurinn sem ég hélt að kæmi á bíl til að keyra mig á rútu- stöð mætti á mótorhjóli. Ég varð að skutla mér aftan á hjá honum og eng- inn hjálmur í boði, hann keyrði á svakalegum hraða milli bíla á götun- um svo ég næði rútunni. Mér varð ekki um sel, en maður verður að láta vaða, það þýðir ekkert annað. Það er líka langskemmtilegast.“ Borða, biðja, elska-ferðalag Gunna segist margoft hafa horft á myndina Borða, biðja, elska, sem gerð var eftir samnefndri bók, sem hún líka las nokkrum sinnum, en þar segir af konu sem fer til Asíu í leit að sjálfri sér. „Ég heillaðist af þessu og þetta varð mér hvatning til að fara í þetta ferðalag. Þar fyrir utan er svo gott að kúpla sig út úr öllu hvers- dagsamstri, maður fer að hugsa öðruvísi og horfa með öðrum hætti á sjálfan sig þegar maður er svona langt í burtu og einn á ferð. Þá er nægur tími til að hugsa og það er gott og þroskandi. Svona ævintýri er ómetanlegt nám í lífsins skóla; ég er alltaf að læra og bæta við mig á svo margan hátt í þessu ferðalagi. Ég lít því á ferðalagið sem mjög gott nám- skeið fyrir mig og ég tek allan lær- dóminn með mér heim þegar ég fer aftur að kenna og stjórna skóla.“ Blogg Guðrúnar: gunnapeturs.com instagram og snapp: gunnape DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 SÆKTU APPIÐ Sæktu Hreyfils appið - þannig ræður þú ferðinni! Nú er auðvelt að panta bíl með snjallsímanum Þú pantar bíl, 2 3 1 og færð SMS skilaboð að bíllinn sé kominn fylgist með bílnum í appinu Hreyfils appið fyrir iphone og android á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Með Hreyfils appinu er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú getur líka pantað bíl fram í tímann, á tilteknum tíma næsta sólarhringinn eða lengra. Það eina sem þarf, er iPhone eða Android snjallsími. Þú hleður niður Hreyfils-appi með App Store eða Google Play. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllinn er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Hreyfils-appið er ókeypis. Sæktu þér Hreyfils appið og þú ræður ferðinni. Tónlistarkonan Daria Marmaluk- Hajioannou kemur til Íslands á veg- um Söguhrings kvenna og verður með vinnustofu fyrir konur um heimstónlist og þjóðlagatónlist Am- eríku fyrir landnámstíma. Vinnustof- an verður í Borgarbókasafninu í Gróf- inni á morgun, laugardag 15. sept., og sunnudaginn 16. sept kl. 14-16. Daria kennir á alls kyns skemmtileg hljóð- færi; shekere frá Afríku, chapchas frá Perú og söngskál frá Tíbet. Í tilkynn- ingu segir að Daria hafi alist upp í Perú þar sem hún varð vitni að mikl- um kynþáttafordómum og ofbeldi en sú reynsla hafði mikil áhrif á þá ákvörðun hennar að leggja þessa braut fyrir sig. Hún hefur komið fram í ýmsum heimshornum, á hátíðum, söfnum, bókasöfnum, skólum, bæna- húsum, o.s.frv. Í þetta sinn verður smiðjan opin konum á öllum aldri sem vilja koma og prófa skemmtileg hljóðfæri og fræðast um heimstón- list. Í smiðjunni læra konur að spila á skeiðar, þvottabretti, limberjack- dúkkur og amerískt langspil (dulc- imer). Allar konur velkomnar á öllum aldri hvaðanæva úr heiminum. Fer fram á ensku. Vinnusmiðja fyrir konur með Dariu á Borgarbókasafninu Lærið að spila á skeiðar, þvotta- bretti og limberjack-dúkkur Tónlistarkona Daria Marmaluk-Hajioannou hin magnaða er frá Perú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.