Morgunblaðið - 14.09.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
• Bolir
• Túnikur
• Blússur
• Peysur
• Vesti
• Jakkar
• Buxur
1988 - 2018
Nýjar glæsilegar
haustvörur
Eigum alltaf vinsælu bómullar- og
velúrgallana í stærðum S-4XL
– fyrir dýrin þín
Ást og umhyggja fyrir dýrin þín
Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn
Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
15 kg
8.990 kr.
Lokið er framkvæmdum við upp-
setningu stoðvirkja í Norður-
Fífladölum í Hafnarfjalli á Siglu-
firði. Vinna við uppsetningu stoð-
virkjanna hófst um miðjan ágúst
2015 og lokaúttekt fór fram 31.
ágúst. Þetta var þriðji áfangi
framkvæmda við uppsetningu
stoðvirkja á Siglufirði, en fyrsti
áfanginn var í Gróuskarðshnjúki í
norðurhlið Hvanneyrarskálar.
Verkið fól í sér að setja upp
stoðvirki eða grindur úr stáli á
upptakasvæðum snjóflóða til
snjóflóðavarna ofan byggðar á
Siglufirði. Um 2.200 metra af stoð-
virkjum var að ræða í þessum
áfanga, en hæð þeirra er 3,5–5
metrar.
Framkvæmdir gengu vel og
áfallalaust, segir á heimasíðu
Framkvæmdasýslu ríkisins. Verk-
taki var Köfunarþjónustan ehf. en
verkkaupi var Fjallabyggð.
Verkið er fjármagnað af of-
anflóðasjóði og Fjallabyggð í hlut-
föllunum 90/10%.
Framkvæmdasýsla ríkisins,
FSR, hafði umsjón með verkefninu
fyrir hönd verkkaupa.
Stoðvirki sett
upp ofan byggð-
ar á Siglufirði
Ljósmynd/Sigurður Hlöðversson
Hátt uppi Starfsmenn Köfunarþjónustunnar nýttu meðal annars þyrlur til að koma búnaði upp í fjallið.
Framkvæmdirnar tóku þrjú ár
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Stjórn Örykjabandalags Íslands sam-
þykkti á stjórnarfundi 11. september
að fela lögmanni síum að hefja inn-
heimtuaðgerðir gegn Trygginga-
stofnun ríkisins og/eða íslenska ríkinu
vegna bótaflokksins sérstök fram-
færsluuppbót.
Í tilkynningu frá stjórn ÖBÍ segir
að í þessu felist að lögmanninum sé
heimilt að beita þeim innheimtuað-
gerðum sem nauðsynlegar eru til ár-
angurs, þ.m.t. að höfða mál fyrir dóm-
stólum ef þörf krefur.
Öryrkjum sé mismunað
„Uppbótin skerðist um „krónu á
móti krónu“ sem gerir það að verkum
að aðrar tekjur lífeyrisþegans
gagnast honum ekki sem viðbót,“ seg-
ir í tilkynningu frá bandalaginu þar
sem rakið er að skerðingin hafi árið
2017 verið afnumin hjá ellilífeyrisþeg-
um, en örorkulífeyrisþegar hafi einir
setið eftir og ekki notið þeirrar íviln-
unar sem falist hafi í lögunum. Telur
bandalagið að í þessu sé fólgin mis-
munun enda hafi engin rök verið færð
fyrir því að neita örorkulífeyris-
þegum um sömu tækifæri við laga-
setninguna.
„Ef til dómsmáls kemur mun reyna
á Stjórnarskrá Íslands og alþjóða-
sáttmála sem Ísland er aðili að, meðal
annars samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks. Áhugavert
verður að sjá hvort dómstólar veita
samningnum það vægi sem honum er
ætlað að hafa sem grunnur að rétt-
indum fatlaðs fólks,“ segir í tilkynn-
ingu stjórnarinnar sem skorar á Al-
þingi að bregðast strax við og setja
sérstaka framfærsluuppbót inn í
bótaflokkinn tekjutryggingu og leið-
rétta meinta mismunun.
Hefja innheimtuað-
gerðir gegn ríkinu
ÖBÍ krefst leiðréttingar gagnvart lífeyr-
isþegum Gæti leitt til málsóknar
Morgunblaðið/ÞÖK
Barátta ÖBÍ segir örorkulífeyr-
isþega hafa eina setið eftir.
Í gær gaf Pósturinn út sex ný frí-
merki í fimm útgáfuröðum. Þær
eru Lífríki hafsbotnsins við Ísland
III, Háskólinn á Bifröst / Sam-
vinnuskólinn 100 ára, Upphaf
dráttarvélaaldar á Íslandi, Norður-
landafrímerki 2018 og Sepac frí-
merki 2018.
Fjólufætla, sem er af tegund sæ-
bjúgna, og svampdýr prýða frí-
merki í fyrstnefndu útgáfuröðinni
og mynd af fyrsta traktornum sem
hingað kom til lands er á frímerk-
inu í röðinni um dráttarvélar.
Nýtt frímerki Á þessu frímerki er mynd af
fjólufætlu (Laetmogone violacea).
Svampdýr, fjólu-
fætla og traktor