Morgunblaðið - 14.09.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.09.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það var ekkibara skrítiðheldur bein- línis ógeðfellt að fylgjast með frétt- um frá þingi ESB í vikunni þar sem sitja 750 þing- menn. Það virðist vera einkenni sem við þekkjum úr nýliðinni sögu að þau þing eru höfð fjöl- mennust sem aðeins eru ætluð til útstillingar. Það tekur tíma að gleyma þingunum í gamla sovét með glaðbeitta fulltrúa alþýðunnar, sem höfðu öll völd á sinni hendi, fyrir utan smá- ræðið sem Stalín, Bería, Krút- sjoff og Brésnef tóku til hliðar fyrir sig. Þegar forsvarsmenn litlu ESB-landanna mæta í þennan þingsal (sem eru raunar tveir og er ferjað á milli þeirra með svimandi kostnaði) er þeim iðu- lega sýnd minni en engin virð- ing. Það sætir furðu að þeir skuli láta niðurlæginguna yfir sig ganga oftar en einu sinni. Meira að segja Juncker sjálfur hefur nokkrum sinnum sett ofan í við þennan ódannaða þingheim og sagst ekki verða undrandi þótt forystumenn þessara ríkja hætti að láta sjá sig þar. Eftir eina slíka uppá- komu sagði Juncker á þessa leið: Þið mynduð ekki láta svona við Merkel og Macron! Þessir þingmenn, sem þarna eru með ókurteisi, ónot og derring við forystumenn „sjálf- stæðra þjóða“ eru í hópi þeirra kjörnu fulltrúa sem minnsta athygli fá og fæstir nenna á kjörstað út af. Nú síðast var ráðist á for- sætisráðherra Ungverjalands sem virðist haldinn þeirri meinloku að landið sé enn að einhverju leyti sjálfstætt þótt það hafi lent inni í mulningsvél ESB. Og það má vel vera að marg- ir utan Ungverjalands séu ósáttir við ákvarðanir ríkis- stjórnar þessa manns, þótt efast megi um að allir sem ónotast þekki þær út í hörgul. En það vill þannig til að for- sætisráðherrann hefur gengið í gegnum allmargar kosningar og notið meiri lýðræðislegs stuðnings en flestir aðrir pót- intátar í ríkjum ESB. En nú hefur ESB þingið vítt hann fyrir að vera ólipur í taumi í flóttamannamálum og telji hann sig eiga að taka mið af óskum og sjónarmiðum sinna eigin landa fremur en óðagots- ákvörðunum kanslara Þýska- lands. Þingmenn stórríkja ESB víta Ungverjaland og rétt- kjörin stjórnvöld þess. Að hugsa sér þennan selskap. En þótt þetta sé ótrúlega ósvífið og undirstrikun á því hversu takmarkað fullveldi innlim- aðra landa í ESB er orðið, þá kemur á móti að frá gervi- þinginu fer áfellisdómurinn til leiðtogafundar og þar er færi á því fyrir önnur ríki en það sem á í hlut, að beita neitunarvaldi. Þótt leiðtogarnir í ráðinu sem við þá er kennt komi héð- an og þaðan úr litrófi stjórn- málanna, þá eru þeir oftast nær eins og óþekkjanleg grjón í graut þegar á þessa fundi kemur. Þess vegna skipta kosningar í einstökum ríkjum sífellt minna máli. Eðlilegt væri að ætla að Ungverjar ættu ekki annan kost en þann eftir þessa árás að koma sér út úr ESB. En það er hægar sagt en gert. Allur heimurinn horfir nú á það „í beinni“ hvaða glímutök- um Stóra-Bretland er beitt. Og gamla heimsveldið sem bjarg- aði meginlandinu frá sjálfu sér fyrir liðugri hálfri öld, og fékk afl og atbeina að vestan þegar leið á, kveinkar sér undan með- ferðinni. Og því miður er þar ekki nú forysta á borð við þá sem örlögin sköffuðu síðast þegar mest lá við. Kommissarar í Brussel, þessir ókjörnu og andlitslausu, eru ekki að fela það að óbil- girnin og heiftin í framgöng- unni við Breta eigi ekki síst rót í því að óhjákvæmilegt sé að hafa þá sem víti til varnaðar smærri og kjarkminni þjóðum, sem ella kynnu að hugsa sér til hreyfings. Pólverjar hafa lofað að bregða skildi fyrir granna sína Ungverja. Það er myndarlega gert af þeim. Íslendingar hafa vonandi ekki gleymt því, á 10 ára af- mæli „hruns“, að það voru ekki margir auk Póllands og Fær- eyja sem réttu landinu fjár- hagslega hjálparhönd þá. Þær fjárhæðir skiptu ekki sköpum fyrir okkur en sýndu sanna vináttu. Og Pólverjum er svo mikið niðri fyrir að þeir geta ekki stillt sig um að minna ESB- löndin á það hvernig þau sviku sviðna ættjörð Póllands undir hramm Sovétríkjanna eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Sú áminning bítur, því að styrj- öldin sú átti hvorki meira né minna en hið formlega upphaf sitt í því að tekin var ábyrgð á frelsi Póllands. Styrjöldin sú vannst eftir miklar fórnir, en þetta formlega tilefni hennar gleymdist og Póllandi var fórn- að á altari Stalíns. Það var blóðaltari. Óbilgirni í garð Breta, og stærilæti gagnvart Póllandi og Ungverjalandi segir mikla sögu} Ákvörðun og fullveldi Ungverja hunsuð Þ að voru blendnar tilfinningar sem bærðust með mér, þegar ég gekk skrefin á milli Alþingishússins og Dómkirkjunnar í tilefni setningar 149. höggjafarþings. Að venju að mér skilst, voru hávær köll samlanda okkar sem í raun tóku alla athyglina á þessari stuttu göngu. Pirringur og reiði einkenndi allt þeirra fas og framkomu. Ég velti því fyrir mér hvað þau væru í raun aðdáunarverð um leið og mér fannst þau óþægileg og fjandsamleg gagnvart okkur. Orðin sem flæddu frá þeim hef ég ekki eftir hér. Af hverju ætli þeim líði það illa að allt sem heitir kurteisi og lágmarks virðing fyrir þessari hátíðlegu athöfn var á bak og burt. Ég var nánast úti á þekju við messuna, var alltaf að hugsa um þau. Ég tók þó eftir því að presturinn nefndi aldrei þjóðarskömmina fátækt og skattlagningu hennar. Þegar guðsþjónustunni lauk gengum við sömu leið til baka. Þau voru þarna enn, biðu eftir okkur til að ausa úr skálum reiði sinnar. Þingheimur allur sem þjóðin hafði valið í lýðræðislegum kosningum tæpu ári áður, var greinilega ekki hátt skrifaður. Þarna voru fátækir sem sorgmæddir og hrópuðu að okkur ókvæðisorðum. Hvað getum við gert til að byggja traust Það hlýtur að vera skylda okkur alþingismanna að samsama okkur þjóðinni. Þakka allt það traust sem okk- ur hefur verið sýnt. Við vorum valin til verksins af ástæðu. Við eigum að byggja bjarta og örugga framtíð í gjöfula, ríka landinu okkar. Við eigum að virða án mismununar. Það ætti að vera metnaður okkar allra að uppskera hvatningu og bros þegar við göngum fylktu liði til Dómkirkjunnar á þingsetningardegi. Setjum fólkið í fyrsta sæti. Gerum það stolt af okkur. Sýnum að þau geti treyst okkur. Sýn- um að við berjumst fyrir fyrir alla en ekki bara suma. Fjárlagafrumvarp sem setur fólkið ekki í fyrsta sæti Enn eitt löggjafarþingið framundan, enn ein vonbrigði með fjárlagafrumvarp, sem for- gangsraðar ekki í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda. Fjármálaráðherra segir að staðan hafi aldrei verið betri, skuldir heimilanna aldrei verið minni og van- skil í lágmarki. Hann gleymdi að vísu að nefna að 10.000 fjölskyldur hefðu verið sviptar heimilum sínum í kjölfar hrunsins. Varla eru þau í vanskilum eða hvað. Sennilega fæstir úr þessum hópi sem fá greiðslumat. Nei, þetta eru þeir sem þurfa að leigja á græðgisvæddum okurleigu- markaðnum. Tökum saman höndum hvar í flokki sem við stöndum og vinnum af heilindum fyrir alla. Setjum fólkið í fyrsta sæti og uppskerum bjartsýni og bros að launum. Inga Sæland Pistill Á leið í messu Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samráðsnefnd um sjálfbærarveiðar skoðar nú ásamtumhverfis- og auðlind-aráðuneytinu hvernig hægt sé að bregðast við vegna rannsókn- arverkefnis dr. Arnórs Þ. Sigfússon- ar hjá Verkís. Arnór hefur aldurs- greint vængi veiddra gæsa og reiknað úr ungahlutfall síðastliðin 25 ár. Verkefnið fékk ekki styrk úr Veiðikortasjóði og tilkynnti Arnór nýlega að hann sæi sér ekki fært þess vegna að halda vöktuninni áfram. Steinar Rafn Beck Baldursson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun (UST) og formaður samráðsnefnd- arinnar, sagði að umsókn og áætlun vegna rannsóknarinnar hefði ekki borist í tæka tíð fyrir úthlutun. „Samráðsnefndin fékk þetta erindi til sín nú í janúar og þá var búið að ráðstafa peningunum og einnig orð- ið of seint að fara í samningagerð og senda tillögur til ráðuneytisins,“ sagði Steinar. Hann sagði að end- anleg ákvörðun um framhaldið væri í höndum ráðuneytisins. „Ef á að halda þessari vöktun áfram þá þarf að bregðast fljótt við. Gæsaveiðitímabilið stendur yfir og söfnun vængjanna þarf að fara fram núna. Við viljum fá botn í þetta sem fyrst,“ sagði Steinar. Arnór sagði í viðtali í Morg- unblaðinu í gær að Náttúru- fræðistofnun virtist hafa það í hendi sér hverjir fengju samning við Veiðikortasjóð þar eð áætlun væri ekki tekin til greina nema Nátt- úrufræðistofnun legði hana fram. Spurður um þetta sagði Steinar að helmingi af ráðstöfunarfé Veiði- kortasjóðs ætti að verja til vöktunar á ýmsum dýrastofnum. Verkefni Arnórs myndi falla undir vöktun á gæsum. Það væri rétt að forsenda styrks væri að Náttúrufræðistofnun legði fram vöktunaráætlun fyrir dýrastofnana, þar með talið gæsir. Styrkir úr Veiðikortasjóði Nýjar verklagsreglur um út- hlutanir úr Veiðikortasjóði tóku gildi 1. janúar 2016. Ákveðið var að leggja aukna áherslu á viðvarandi verkefni á sviði veiðistjórnunar og sjálfbærra veiða, svo sem vöktun veiðistofna. Auk Steinars Rafns for- manns sitja í nefndinni fulltrúar UST, Náttúrufræðistofnunar Ís- lands, Skotveiðifélags Íslands, nátt- úrustofa, Fuglaverndar og Bænda- samtakanna. Samstarfsnefndin er til ráð- gjafar um úthlutanir úr Veiðikorta- sjóði. Hún sendir (UST) tillögur sín- ar Umhverfisstofnun sem svo sendir þær til umhverfisráðuneytisins sem úthlutar peningunum. Starfsreglur nefndarinnar eru birtar á vef UST. Þar kemur m.a. fram að vöktunar- og rannsóknaráætlanir eigi að ber- ast nefndinni fyrir 15. nóvember ár hvert ásamt framvinduskýrslu. Þá á samráðsnefndin að skila tillögum um styrki fyrir 15. desember. Tekjum af sölu veiðikorta á að skipta þannig að allt að 40% fari til umsýslu veiðikortakerfisins. Allt að helmingur fari til vöktunaráætlana, stofnstærðarmats og mats á veiði- þoli helstu veiðitegunda. Minnst 10% fari til sértækra rannsókna í þágu veiðistjórnunar. Árið 2017 var úthlutað 20,2 milljónum króna og 2016 um 23,7 millj- ónum. Árið 2015 fékk verkefni Arnórs 2.371.000 krónur úr sjóðnum en það ár var út- hlutað samtals tæplega 26 milljónum króna og árið 2014 fékk Arnór 800.000 krónur en það ár var úthlutað um 27,5 millj- ónum. Boltinn er hjá um- hverfisráðuneytinu Kristinn Haukur Skarphéð- insson, sviðsstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, segir mikilvægt að gæsarannsóknum verði haldið áfram. Enginn ágreiningur sé um það. Hann segir að gagna- röðin um aldurshlutföll veiddra gæsa, sem dr. Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur hefur safnað með greiningu á gæsavængjum í aldarfjórðung, sé dýrmæt og halda þurfi þeirri gagnaöflun áfram. Heiðagæsastofninn er nú í sögulegu hámarki og er um fimmfalt stærri en grá- gæsastofninn, að því er tal- ið er. Íslenski hels- ingjastofninn er mun minni en hefur farið vaxandi. Þá hafa blesgæsir og margæsir hér viðkomu vor og haust á leið sinni yfir haf- ið. Mikilvægar rannsóknir ALDURSGREINING VÆNGJA Kristinn Haukur Skarphéðinsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grágæs Hægt er að lesa af vængjum gæsa hvort þær eru ungar eða full- orðnar. Vængir veiddra gæsa gefa upplýsingar um ungahlutfallið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.