Morgunblaðið - 14.09.2018, Page 19

Morgunblaðið - 14.09.2018, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 Hraðamæling Eitt er að sparka bolta, annað að spyrna af nákvæmni og enn eitt að setja kraft í skotið, en stundum getur verið mikilvægt að sparka fast og miða rétt eins og Blikar í 5. flokki. Árni Sæberg Í dag klukkan 17 býður Hrókurinn til skákveislu í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af tuttugu ára afmæli fé- lagsins. Keppendalist- inn er glæsilegur og endurspeglar vel kjör- orð okkar í Hróknum: Við erum ein fjöl- skylda. Aldursforseti er goðsögnin Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, heið- ursborgari Reykjavíkur og fv. forseti FIDE, alþjóðaskáksambandsins. Yngst er hin 11 ára og bráðefnilega Haile Batel Goitom. Vegferð Hróksins hefur verið ævintýraleg. Upphaflega var félagið stofnað af glaðbeittum hópi, sem setti sér það markmið að senda lið til keppni í 4. deild Ís- landsmóts skákfélaga, vinna sig rakleitt upp í efstu deild og vinna Ís- landsmeistaratitilinn. Og það gerðum við. Keppnissveitir Hróks- ins sópuðu til sín gull- verðlaunum og A-liðið okkar varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð. Þetta var skemmtilegur tími í sögu Hróksins, en við lærðum margt á leiðinni á toppinn. Til dæmis að gull er lítils virði, í samanburði við gleði, vináttu og kærleika. Og við lærðum að skákin er hið fullkomna verkfæri til að skapa ánægjustundir, því allir geta teflt: Ungir og gamlir, strákar og stelpur, blindir og sjáandi. Skákin er alþjóðlegt tungumál sem brúar öll bil. Á þessum tuttugu árum höfum við heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og hvern einasta grunnskóla. Við höfum farið í leikskóla jafnt sem dval- arheimili aldraðra, við höfum heim- sótt fangelsi, athvörf og sjúkrahús. Síðan árið 2003 höfum við Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, heimsótt Barnaspítala Hringsins flesta fimmtudaga og kynnst ótal ungum hetjum og fjölskyldum þeirra. Sama ár fórum við í fyrstu heimsóknina í Vin, batasetur Rauða krossins við Hverfisgötu, og stóðum að stofnun Vinaskákfélagsins, sem síðan hefur vaxið og dafnað. Og þegar við komumst að því, okk- ur til nokkurrar hrellingar, að skák var næstum óþekkt hjá okkar næstu nágrönnum á Grænlandi ákváðum við að bæta úr því. Fyrsta alþjóðlega skákmótið í sögu Grænlands var haldið í Qaqortoq 2003 og síðan hafa liðsmenn Hróksins farið um 80 sinn- um að útbreiða fagnaðarerindi skák- listar og vináttu. Nú stendur einmitt sem hæst hátíð Hróksliða í Kullor- suaq, 450 manna bæ á 74. breidd- argráðu. Þar er skák- og sirkusskóli og listsmiðja, því Hrókurinn notar öll tiltæk verkfæri til að framleiða gleði- stundir. Og svo því sé haldið til haga: Íslendingar eru heppnasta þjóð í heimi þegar kemur að nágrönnum. Á þessum tímamótum, tuttugu ára afmæli Hróksins, er okkur frumherj- unum efst í huga þakklæti fyrir að hafa tekið þátt í ævintýri. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst alls- konar skemmtilegu fólki á öllum aldri og úr öllum heimsins hreppum; þakklát fyrir allt sem við höfum lært; þakklát öllum þeim sem hafa lagt okkur lið við að sýna í verki að við er- um ein fjölskylda. Komið fagnandi á Afmælismót Hróksins! Eftir Hrafn Jökulsson Hrafn Jökulsson Höfundur hefur verið forseti Hróksins síðan 1998. Takk fyrir tuttugu ár! » Skákin er alþjóðlegt tungumál sem brúar öll bil. Það er kunnara en frá þurfi að greina, að mannskepnan þarf á aðstoð við að halda lífi allt sitt skeið og til þess sækir hún til lækna. Til eru einnig þeir, sem þurfa á lítilli aðstoð að halda til að halda lífi og sækja sjaldan til lækna. Einn veit ég um, sem notar áfengi sem lyf við flestum meinum, hvort heldur verkjum, þunglyndi eða létt- lyndi. Eitt sinn fékk sá skjálfta vinstra megin í brjóstholi og taldi það vera hættulegt. Slíkt hafði hann aldr- ei fundið áður. Manninum var komið undir læknishendur. Sá sagði honum að þetta væri eðlilegt, það væri hjarta að slá. „Nú,“ sagði maðurinn. „Hvað er það, er maðurinn með hjarta? Hvað er það? Til hvers er það? Ég hef aldrei fyrr heyrt um það!“ Með það var maðurinn útskrifaður úr heim- sókn til læknisins. Óumbeðin vitjun Það var verra með ráðherrann, sem fékk óumbeðna vitjun læknis. Læknirinn sagði ráðherrann ekki „normal“. Ráðherrann hafði nokkru áður lýst því yfir að það væri aðeins eitt hættulegra en fégráðugir lög- fræðingar. Það væru fégráðugir læknar! Þeir gætu nefnilega drepið! Sennilega eru allir þeir sem eru „normal“ svo flatir persónuleikar að þeir geta ekki orðið geðveikir. Þar sem ákveðna geðveiki þarf til að framkalla snilld, þá er best að vera ekkert að berjast við að vera „normal“ og láta sér í léttu rúmi liggja að vera eilítið „abnormal“. Það kann að vera að heil- brigðisráðherrar nú- tímans séu um of normal og þar með of flatir per- sónuleikar til verulegra átaka að skapandi hætti. Hví er þetta fært í tal? Á komandi vetri er það nokkuð ljóst að tekist verður á um heilbrigðismál. Ekki er víst að það verði á Alþingi. Þar er oftar en ekki rætt um tittlingaskít fremur en hið sentrala. Alvarlegar umræður fara fram úti í bæ. Nú vill heilbrigðisráðherra færa sem mest af þjónustu sjálfstætt starf- andi sérfræðinga inn á sjúkrahús. Ekki er það svo, að það sé pláss fyrir alla þessa sjálfstætt starfandi lækna á sjúkrahúsum. Þaðan af síður svæði fyrir alla viðskiptavini þessara lækna og bifreiðar þeirra í og við sjúkrahús. Samningar við sjálfstætt starfandi sérfræðinga renna út um áramót og engar samningaviðræður eru í gangi. Lítil endurnýjun hefur verið í hópi sjálfstætt starfandi sérfræðilækna vegna þess að ráðherrar heilbrigð- ismála vilja takmarka þjónustu þeirra á stofum utan sjúkrahúsa. Þar með halda ráðherrar að útgjöld til þessa hluta heilbrigðismála hverfi. Þetta er þó minnstur hluti af útgjöldum til heilbrigðismála. Stærstur hluti út- gjalda til heilbrigðismála er á sjúkra- húsunum. Stefnan virðist sú að allar aðgerðir á sjúklingum fari fram á sjúkra- húsum en ekki einkareknum sjúkra- stofum. Ekki er kostnaðarmat, sem liggur til grundavallar þeirri ákvörð- un. Heilbrigðismál eru þjónusta. Í þjónustu er það markmið að draga úr biðröðum! Það er sennilega aðeins í einni grein þjónustu, sem veitt er, þar sem talið er að biðlistar séu ásætt- anlegir. Það er í sjúkraþjónustu. Það er ekki ásættanlegt að sjúklingar á biðlista deyi af læknanlegum meinum sínum. Er það forsvaranlegt að bið eftir liðskiptum sé 90-120 dagar? Biðin kostar sjúklinginn, ekki ráðamenn, þjáningar. Og hver hefur pínst meira fyrir hinn, ráðherra fyrir mennina eða mennirnir fyrir ráðherra? Ráðherrar, hvar í flokki sem þeir standa, hafa engan rétt til að telja það ásættanlegt að sjúklingar kveljist í þrjá mánuði. Þá megi þeir fara til út- landa á kostnað sjúkratrygginga, og ríkið greiðir mun meira til erlendra sjúkrastofnana en sama aðgerð kost- ar á einkareknum sjúkrastofum hér- lendis. Allt er þetta til að þjóna duttl- ungum ráðherra! Það er svo að það er hægt að segja fyrir með nokkurri vissu hve margar tilteknar aðgerðir þarf í hverjum ald- ursflokki. Öldrun er ekki óvænt ástand. Það er hægt að áætla heil- brigðisþjónustu með nokkurri vissu. Því er eftirspurn ekki svo óvænt að þurfi að leiða til biðlista. Oflækningar og sjúkdómavæðing Það er auðvitað álitamál hvort stundaðar séu oflækningar. Sömu- leiðis er það álitamál hvort hags- munaðilar í heilbrigðisstéttum stuðli að sjúkdómsvæðingu hjá þjóðinni. Einn eilítið ruglaður rithöfundur sagði um sjúkrahúslækni, að hann kæmi sjaldan til vinnu á sjúkrahús- inu, því hann væri að lækna „hyster- ískar“ kellingar úti í bæ. Það á alltént að veita þá þjónustu að lina þjáningar, það var vilji Hippo- kratesar hvar sem hann kom í hús. Hann var læknir en ekki ráðherra. Vissulega eru heilbrigðismál mála- flokkur þar sem engin takmörk eru fyrir útgjöldum. Leitin er ávallt eftir ásættanlegri niðurstöðu. Það er ekki glóra í þeirri spurningu hvort veita eigi 9, 10 eða 11% af landsframleiðslu til heilbrigðismála. Spurningin er hve mikla þjónustu á að veita og hægt er að veita. Með vaxandi öldrun er nokkuð víst að útgjöld til heilbrigðismála munu aukast. Það góða við öldrun hér í landi er að hinir öldruðu greiða mun meira en áður til samfélagsins vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Hve mikla þjónustu á að veita? Eftirspurn eftir heilbrigðisþjón- ustu er þess eðlis að hún er ómet- anleg, sérstaklega ef sjúklingurinn borgar lítið sem ekkert sjálfur. Ein- hvers konar fjárhæðamörk verður því að setja þessum málaflokki í fjár- lögum. Ýmis rök eru fyrir því að þessi mörk breytist og að líkindum aukist með árunum vegna aldurssamsetn- ingar þjóðarinnar og dýrari lyfja og framfara í læknavísindum sem sífellt geta lengt líf þótt ekkert líf sé. For- gangsröðun innan heilbrigðiskerf- isins er því óhjákvæmileg og biðlist- um verður aldrei útrýmt. Það verður ekki allt gert fyrir alla en mikilvægt er að leita hagkvæm- ustu leiða og án allra fordóma. Leyfa verður einkarekstri að þrífast en und- ir vökulu eftirliti hins opinbera sem gætir að því hvað það er að greiða fyrir. Oflækningar eru hvorki sjúk- lingi né fjárhag hins opinbera til góðs. Það kann að vera að ráðherra sá, er vill allt til þess vinna að koma í veg fyrir tvöfalda heilbrigðisþjónustu, eina fyrir alþýðu og aðra fyrir betur megandi, kalli yfir þjóðina tvöfalda heilbrigðisþjónustu. „Það sem helst varast vann varð þó að koma yfir hann“, svo kvað sálmaskáldið um frelsarann. Þannig verður ráð- herrann í sporum frelsarans án þess að ætla sér það. En eins og skáldið orti: Jú hollt er hólið heilsunni og oflofið drepur engan mann og ekkert nema dáðir hans í dróma. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Sennilega eru allir þeir sem eru „norm- al“ svo flatir persónu- leikar að þeir geta ekki orðið geðveikir. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Heilbrigði, kvöl, þjónusta og flatur persónuleiki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.