Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.9. 2018 SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 16:00 í Hörpu Hringrás taupokanna er virk á Höfn í Hornafirði Pokastöðvar hafa rutt sér tilrúms hér á landi og þær er núað finna víðsvegar um landið í ýmsum myndum. Þær virka þannig að taupokum er komið fyrir í versl- unum þannig að fólk geti notað þá en sleppt því að taka plastpoka. Slíkt hefur gefið góða raun, til dæmis á Blönduósi og víðar. Fólk kemur aft- ur með pokana í búðina og þannig fara þeir hring eftir hring umhverf- inu til heilla. Á Höfn í Hornafirði hittist vaskur hópur mánaðarlega til að sauma margnota poka sem svo er komið fyrir í matvöruversluninni á staðn- um. Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir er upphafskona þessarar vinnu sem hefur verið í gangi frá því sumarið 2016. „Mér datt þetta bara í hug í búð- inni hérna á staðnum. Ég fór að spyrja fólkið sem býr hér af hverju það notaði ekki taupoka og spyrjast fyrir í kringum mig. Ég sjálf vildi gjarnan nota taupoka en gleymdi þeim alltaf heima, náði ekki að koma þessu inn í rútínu,“ segir Guðrún sem fékk þá þessa hugmynd um að koma upp nokkurs konar hringrás taupoka í samfélaginu. Pokarnir væru í búðinni þannig að ekki þyrfti að muna eins oft eftir að taka þá með. „Ég fékk þetta í gegn í vinnunni sem verkefni að prófa að gera þetta hér á Höfn,“ segir Guðrún en hún starfar fyrir Nýheima sem er þekk- ingarsetur á Höfn. Hugmyndin að baki Nýheimum er að stofnanir og fyrirtæki hafi með sér þverfaglegt og hagnýtt samstarf sem miðar að því að stuðla að jákvæðri byggðaþró- un á Suðausturlandi og bæta lífs- gæði á svæðinu, eins og það er orðað á vef setursins. Pokastöðvaverkefnið þótti passa vel inn í flóru verkefna sem fram fara undir hatti Nýheima og hefur orðið að áhersluverkefni á öllu Suðurlandi. „Ég fór bara af stað á fullu, árið 2016, að koma þessu í gegn. Svo fyrir algjöra tilviljun þá fékk ég sent myndband frá Ástralíu og þá var bara nákvæmlega sams konar verk- efni í gangi þar. Við tókum bara skype-fund með þeim í Ástralíu og ákváðum að vera með þeim í stærra verkefni sem kallast Boomerang Bags.“ Pokastöðin á Höfn varð að veru- leika og þar eru nú saumaðir pokar og merktir bæði stöðinni og ástr- alska verkefninu, sem nú er raunar orðið alþjóðlegt. „Þau voru bara tilbúin með allt þetta markaðsefni og okkur fannst eina vitið að vera með í þessu alþjóð- lega verkefni sem nú hefur dreifst til fleiri landa. En við notum samt áfram nafnið Pokastöðin á Höfn.“ Verkefnið er opið öllum, þ.e. allir geta sótt sér upplýsingar hjá Boom- erang Bags og nýtt þeirra markaðs- efni til að merkja poka. Guðrún bendir á að á vefnum pokastod- in.wordpress.com megi nálgast ýms- ar upplýsingar fyrir þá sem vilja stofna pokastöð. Guðrún segir að margnota taupok- unum hafi verið afskaplega vel tekið á Höfn og nú séu heimamenn orðnir vanir því að nota þá en sleppa plast- inu. Mesta áskorunin felist í því að hafa alltaf nóg af pokum, því þeir skili sér ekki alltaf til baka í verslun- ina. Það sé þó algjört aukaatriði. „Aðalmálið er að fólk sé að nota pokana einhvers staðar, jafnvel þótt þeir skili sér ekki endilega í körfuna aftur,“ segir Guðrún og bætir við að það séu fleiri kostir við að stofna Pokastöð en bara minni plastnotkun. „Við hættum ekki fyrr en búðirnar losa sig við pokana. Það er aðalmark- miðið. En annað markmið er líka að að vekja fólk til umhugsunar um um- hverfismál almennt. Þetta er eins og saumaklúbbur sem hittist en þarna er gjarnan rætt um umhverfið og skipst á hugmyndum um hvernig má bæta umhverfið. Að minnka plast snýst um að breyta hugarfari og það er gott að byrja á því að ræða málin.“ Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir með pokasaumakonum á Pokastöðinni á Höfn. Það er lykilatriði að pokarnir séu gerðir úr efni sem fellur til. Ekki má kaupa nýtt efni til að sauma úr, nema það sé eitthvað sem annars hefði verið hent. Mikil stemning er fyrir því að nota taupoka í stað plastpoka. Á Pokastöðinni á Höfn er hægt að ganga í margnota taupoka sem saumaðir eru úr efni sem til fellur. Hugmyndin er að samfélagið geti verið sjálfu sér nægt um poka og þeir nýtist aftur og aftur. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Allir sem versla í Nettó á Höfn geta fengið tau- poka í stað plastpoka. Yngri íbúar á Höfn víla ekki fyrir sér að bera taupoka með vörum. Pokana þarf að sjálfsögðu að þvo áður en þeir eru teknir í notkun. Ljósmyndir/Pokastöðin Höfn í HornafirðI Frá upphafi verkefnisins á Höfn. Standandi eru Ólafía, Guðrún Ásdís, Berglind og Helga. Sitjandi eru Ásta, Matthildur og Ragnheiður. Lokaviðburður átaksins Plastlaus september tengist pokastöðvaverkefninu. Hægt verður að kynna sér starfsemi þeirra á nokkrum stöðum í dag, laugardag. Í menningarhúsinu Spöng- inni í Grafarvogi (bókasafn- inu) verður heitt á könnunni milli klukkan 14 og 16 á laugardag. Hægt er að koma og kynna sér Pokastöðvar, sjá hvernig pokarnir eru saumaðir og kynna sér plastlausar lausnir eins og bambustannbursta, stálrör og sjampósápustykki. Fyrsta Pokastöð Suður- nesja verður opnuð í Bóka- safni Reykjanesbæjar á laugardag. Í tilefni þess verður gestum og gangandi boðið að „sauma fyrir um- hverfið“ frá kl. 14 til 16. Hægt er að koma og fá kynningu á verkefninu sem og að sauma og sníða. Áhugasamir geta skráð sig til þátttöku í verkefninu, en hist verður mánaðarlega í safninu. Á Höfn í Hornafirði verð- ur hist í Vöruhúsinu og snið- ið, saumað og spjallað. Í Skagafirði verður hist í Varmárhlíðarskóla, spjallað og saumað. Markmið viðburðanna er að vekja athygli á góðu starfi Pokastöðvanna. Hægt verð- ur að fá allar upplýsingar um hvernig Pokastöðvar virka og hvað þarf að vera til staðar svo hægt sé að stofna sína eigin. POKASTÖÐVAR KYNNTAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.