Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.9. 2018 VIÐTAL Þ að stendur við Dauðsmannsvík, hvorki meira né minna, austasta húsið í Stykkishólmi. Iðar eigi að síður af lífi og flauelsmjúkir djass- tónar berast langt út á götu þetta bjarta hausteftirmiðdegi. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hver er undir nálinni en því miður er djassinn ekki mitt svið. Alltént ekki ennþá. Húsráðandi, Jósep Ó. Blöndal, tekur glaðlega á móti mér og býður til stofu. Hann var greini- lega ekki að flytja inn í gær; bækur þekja alla veggi. Bækur og plötur. „Ég hef verið innan um bækur frá fyrstu tíð,“ útskýrir hann til að setja málið í sam- hengi. „Pabbi rak bókaverslun á Siglufirði og ég var orðinn læs fjögurra ára. Síðan hafa bækur skipað stóran sess í lífi mínu og ég safn- að þeim lengi.“ – Svo þú ert Siglfirðingur. „Í húð og hár. Og þaðan á ég bara góðar minningar. Meira að segja volgt lýsið sem skólahjúkrunarkonan hellti úr könnu ofan í munninn á okkur í barnaskóla bragðast vel í minningunni.“ Hann hlær. „Við vorum líka sett í ljós í svartasta skammdeginu, samkvæmt kúnstarinnar reglu. Ætli ávinningurinn af því hafi þó ekki tapast vegna þess að konan sem sá um gjörninginn reykti líklega þrjá pakka á dag.“ Siglufjörður iðaði af lífi á þessum árum enda síldarævintýrið í algleymingi. „Einu sinni taldi ég 189 skip í landlegu. Ætli það hafi ekki verið 1958,“ segir Jósep sem er fæddur 1947. „Pabba þótti svo sem ekki mikið til þess koma; á árunum milli 1930 og 1940 gátu þau farið upp í fjögur hundruð. Það var eins og skógur; siglutré út um allt. Þegar mest var voru sölt- unarstöðvarnar í bænum 22 talsins og síld- arverksmiðjurnar 5.“ Allt lífið framundan Faðir Jóseps var Óli J. Blöndal sem um árabil rak bókaverslun á Siglufirði ásamt Lárusi bróður sínum og systrunum Önnu og Bryndísi. Eftir að hann hætti rekstrinum gerðist Óli bókavörður á Bókasafni Siglufjarðar. „Hann var þar fram undir áttrætt; menn vildu helst ekki sleppa honum. Á endanum hætti hann, sagðist vilja hætta á meðan það væri ennþá hans eigin ákvörðun. Pabbi kom víðar við en á fjórða áratugnum skilst mér að hann hafi starfrækt ásamt öðrum næturklúbbinn Black Moonlight á Siglufirði. Svo var hann listfengur fram í fingurgóma; lék á ýmis hljóðfæri og málaði myndir. Skemmtilegur karl, pabbi. Lifði alltaf eins og allt lífið væri framundan.“ Svo skemmtilega vill til að 100 ár voru liðin frá fæðingu Óla í síðustu viku og af því tilefni komu Jósep og systkini hans fjögur saman á Siglufirði en þau eiga í sameiningu bernsku- heimili sitt. Ekkert þeirra býr þó að staðaldri nyrðra. „Raunar á ég ekkert frændfólk úr föðurætt á Siglufirði lengur; móðurættin er hins vegar fyrirferðarmikil ennþá, Siglunesættin.“ Hann stekkur fram og snýr aftur með for- láta stól sem langafi hans í móðurætt smíðaði árið 1920, handa Guðbjörgu Maríu dóttur sinni. „Ég á dóttur sem heitir sama nafni og seinna eignaðist hún þennan stól.“ – Og hvað hét langafi þinn? „Nú þarf ég að hugsa,“ svarar hann og grettir sig. „Hann hét Jón og var ábyggilega Þórðarson. Ættfræðin er ekki mín sterkasta hlið. Sagt er að maður fái svo mikinn áhuga á ættfræði með aldrinum. Þá er ég augljóslega ekki að eldast.“ Hann glottir. Annar langafi Jóseps týndist í Kanada. Jó- hannes, kallaður Jóhannes kapteinn. „Hann fór einn vestur og eftir einhvern tíma kom bréf, þar sem fram kom að nú færi að verða tímabært fyrir langömmu mína og börn þeirra að halda yfir hafið. Síðan ekki söguna meir. Enginn veit hvað varð um hann.“ Vaknaði við lúðrasveitina Áður en Strákagöng komu til sögunnar 1967 var Siglufjörður gjarnan einangraður á vet- urna. Jósep fann þó aldrei fyrir því. „Gamlir Siglfirðingar hugsa með glampa í augum til sumranna en veturnir voru meiriháttar líka, gríðarlegt félagslíf og á tímabili voru starf- ræktir tveir tónlistarskólar. Á sunnudags- morgnum vaknaði maður stundum við lúðra- sveitina spilandi á torginu. Það voru margir eftirminnilegir karakterar á Siglufirði á þess- um tíma, þeirra á meðal Gústi guðsmaður. Við krakkarnir leituðum mikið í hann, svo sem með biblíumyndirnar okkar, og hann var alltaf góð- ur við okkur. Sannfærður í sinni trú, Gústi.“ Jósep hlustaði ekki bara á tónlist, hann spil- aði líka sjálfur. „Ég lærði ekki á píanó en byrj- aði að spila tólf ára og byrjaði þrettán ára í fyrstu hljómsveitinni. Píanóið féll síðan í ónáð með Shadows og Bítlunum og þá fór ég að spila á gítar. Þetta var um svipað leyti og Geirmund- ur byrjaði í Skagafirðinum. Ég var alltaf ólög- legur á dansleikjunum sem var svo sem ekkert vandamál. Ég var algjör reglumaður á þessum tíma, en byrjaður að stúdera stúlkurnar og átti kærustu. Eftir tvö eða þrjú ár sá hins vegar einhver ástæðu til að kæra mig. Ég þurfti að koma fyrir fulltrúa bæjarfógeta, Pétur Gaut Kristjánsson. Hann var minnugasti maður á Íslandi en drykkfelldur. Þetta var vorið 1963 og þegar Pétur áttaði sig á því að aðeins voru fá- einar vikur í sextán ára afmælið mitt, 24. júní, setti hann málið bara ofan í skúffu. Þangað til.“ „Mig langaði aldrei að búa í Reykja- vík og þess vegna lá beinast við að ég yrði landsbyggðarlæknir,“ segir Jósep Ó. Blöndal. „Ég kunni ljóm- andi vel við mig á Patreksfirði og hér í Hólminum hef ég verið í 28 ár. Það segir sína sögu.“ Morgunblaðið/RAX Síldin spurði ekki hvort það væri laugardagur Jósep Ó. Blöndal er ekki hættur afskiptum af háls- og baklækningum enda þótt hann starfi ekki lengur við St. Franciscusspít- alann í Stykkishólmi og hefur sterkar skoðanir á vanda heilbrigðiskerfisins. En hann á sér aðra hlið, bókaormurinn sem lærði ungur að vinna á síldinni á Siglufirði og spilar á allskyns hljóðfæri, er til að mynda með lokapróf í píanóleik. Hann hefur leikið á ófáum dansleikjum gegnum tíðina og fimmtán ára var hann kærður til bæjarfógeta fyrir þá iðju. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.