Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.9. 2018
LESBÓK
SJÓNVARP Kristen Bell er spennt fyrir því að leika hina for-
vitnu og hæfileikaríku Veronicu Mars á ný en hún segir að
þættirnir, sem verða alls átta talsins á Hulu, verði með öðru
sniði en áður. „Heimurinn er dekkri. Þetta verður stærri
heimur. Það er öruggt að þetta verður öðruvísi en það sem við
gerðum hjá UPN og CW. Ég vil biðja aðdáendur að búa sig
undir að þættirnir verði dekkri, stærri, kvikmyndalegri og
öðruvísi,“ sagði hún í viðtali hjá útvarpsstöðinni SiriusXM.
Bell sagði að heimurinn þyrfti á hetju eins og Mars að
halda. „Ekki síst núna finnst mér að fólk vilji horfa á konu sem
er að berjast fyrir góðum málstað. Við viljum sjá hetju án
skikkjunnar sem hefur ekkert nema eigin gáfur og við viljum
fylgjast með henni gera heiminn betri.“
Dekkri Veronica Mars
Kristen Bell
AFP
KVIKMYNDIR Bruce Dern verður í hlutverki Georges Spahns
í væntanlegri kvikmynd Quentins Tarantinos, Once Upon a
Time in Hollywood. Burt Reynolds, sem var góður vinur Dern,
átti að fara með hlutverkið en tökur höfðu ekki farið fram þeg-
ar Reynolds lést hinn 6. september. Dern lék hershöfðingjann
Sanford Smithers í mynd Tarantinos The Hateful Eight.
Once Upon a Time in Hollywood segir margar mismunandi
sögur sem gerast í Los Angeles sumarið 1969 í kringum fjölda-
morð Charles Manson og fylgjenda hans. Myndin, sem verður
frumsýnd 26. júlí, er sannarlega stjörnum prýdd en í öðrum
hlutverkum eru m.a. Leonardo DiCaprio, Brad Pitt, Margot
Robbie, Al Pacino, Kurt Russell, Dakota Fanning og Lena Dun-
ham.
Dern fær hlutverk Reynolds
Bruce Dern
Við erum nokkrir sem erum íþessu og ég er ábyggilegaekki sá sem á mest þótt ég
komist samt kannski þokkalega ná-
lægt því. Ég er samt ekki í neinni
samkeppni,“ segir Egill Helgason,
sem safnar gömlum leikjum og
leikjatölvum. Hann á í dag 23 leikja-
tölvur og tæplega 600 leiki, ásamt
fjöldamörgum fylgihlutum. „Ég byrj-
aði á þessu fyrir nokkrum árum þeg-
ar ég flutti með eiginkonu minni til
Japan. Þar datt mér í hug að fyrst ég
yrði stundum einn og ekki með öllum
vinum mínum þá gæti verið gaman
að eignast Super Nintendo, en það er
leikjatölva sem ég átti aldrei í æsku.“
Egill ólst sjálfur upp með Nintendo
NES-vélinni (sem margir Íslendingar
þekkja eflaust sem „gömlu Nin-
tendo“) sem bróðir hans fékk í jóla-
gjöf þegar Egill var eins árs. „Ég
byrjaði afskaplega ungur að spila á
Nintendo vélinni og fékk svo Play-
station síðar meir þegar hún var gefin
út.“ segir Egill. „Það er bara eitthvað
við þessa gömlu leiki sem er svo
heillandi, ákveðinn einfaldleiki. Þeir
halda heldur ekki jafn mikið í höndina
á þér eins og leikir í dag, og eru ekki
hræddir við að vera pínu ósann-
gjarnir. Þar er meiri áhersla lögð á
spilunina og minna á óþarfa auka-
hluti.“
Harkið er heillandi
„Ég nálgast tölvurnar og leikina hvar
sem ég kemst í þær, bæði á netinu og
í persónu,“ segir Egill. „Ég leita mik-
ið á netinu, t.d á bland.is, Amazon og
á íslenskum Facebook-grúppum. Ég
reyni að komast hjá því að nota eBay,
því þótt það sé hægt að finna nánast
allt þar er maður oftar en ekki að
fara að borga morðfjár fyrir vikið.
Hluti af sjarmanum við þetta áhuga-
mál er samt að finna hlutina, stund-
um nánast á einhverri skransölu, og
gera góðan díl.“
Egill heimsækir Japan reglulega
til að heimsækja fjölskyldu eiginkonu
sinnar, Nagisu Hirose. „Þegar ég fer
út grúska ég í búðunum þar. Þar er
rosalega mikið úrval, bæði í sérversl-
unum og búðum sem selja notaða
hluti.“ segir Egill. „Þar er líka hægt
að nálgast hluti sem voru ekki gefnir
út í Evrópu. Svo hefur líka komið fyr-
ir að maður finni gersemar í Góða
hirðinum hérna heima.“
Betra að spila gömlu
leikina á gamlar tölvur
„Það eru einhverjar tölvur sem hafa
nánast aðeins verið gefnar út í Japan,
og svo aðrar sem voru ekki vinsælar
eða ófáanlegar á Íslandi. Ég upp-
götvaði til dæmis PC Engine í Japan,
sem var magnað. Leikjatölva sem
margir vita ekki af en var í sam-
keppni við Nintendo og Sega á sínum
tíma. Það var heilt bókasafn af leikj-
um sem ég hafði ekki heyrt af áður.“
Í dag er hægt að nálgast stóran
hluta af þessum gömlu leikjum á
nýrri tölvum, en Agli þykir það ekki
jafn skemmtilegt. „Það er ekkert
eins og að halda á upprunalegu fjar-
stýringunum. Upplifunin er betri.“
segir Egill.
„Það er skemmtilegt að fá gesti í
heimsókn og spila saman, og þá er
gaman að eiga svona mikið úrval.“
Meðal leikjaraða sem Egill heldur
upp á eru Castlevania, Super Mario,
Zelda og Final Fantasy. „Það er
gaman að spila gamla leiki en ég hef
líka mikið gaman af nýrri leikjum.
Svo er sterk indísena sem heldur
retróstemmningunni lifandi.“
Egill býður vinum sínum
reglulega í heimsókn til að
spila leiki úr safninu.
Morgunblaðið/Eggert
Egill Helgason safnar
gömlum tölvuleikjum
og leikjatölvum. Hann
segir ákveðinn sjarma
úr gömlu leikjunum
vanta í nýja leiki.
Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is
NES (Nintendo Entertainment System) er fyrsta tölvan sem Egill átti og segir
hann hana vera í uppáhaldi.
Grúskar í gömlum leikjum
Egill hefur í dag sankað að sér tæplega 600 leikjum í safn sitt, sem stækkar enn.Í dag á Egill 23 leikjatölvur. Nýjasta vélin í safni hans er Sega Dreamcast.
’Það er ekkert eins ogað halda á uppruna-legu fjarstýringunum.Upplifunin er betri.